Vera - 01.11.1982, Blaðsíða 3
Kœra Vera!
Mig hefur lengi langað til að
kynnasl Kvennaframboðinu en ekki
komið mér til þess. Pegar fyrst var
farið að tala um það í fyrravetur,
hafði ég áhuga á að starfa með og lét
þess getið í boði heima hjá mér, að
þetta væri nokkuð sniðugt. Við-
brögðin voru slík að ég hef aldrei
minnst á það upphátt aftur. Elskan
mín, farðu nú ekki að taka upp á
þess háttar! stundi maðurinn minn.
Ég hef aldrei lagt í að rœða það neitt
frekar, finnst það myndi kosta of
mikið þras.
Éger 37 áira, þriggja barna móðir,
vel gift og bý í Fossvoginum. Elsta
banúð mitt er 12 ára. Ég hef ekki
unnið úti síðan ég gifti mig, við höf-
um það ágætt og mér hefur liðið vel
heima, og líður enn þó nú orðið
finnist mér ekki nóg að gera heima
við og er að hugsa um að finna mér
eitthvað með. Eins og ég sagði, þá
lagði ég aldrei í að rœða Kvenna-
framboðið neitt heima fyrir, maður-
inn minn var búinn að ákveða hvers
lags fyrirbæri þetta væri og ég fann
að þvíyrði ekki breytt, trúði honum
eiginlega hvort eð var. Fylgdist þó
alltaf með ykkur og keypti mér
blöðin í vor, ég las þuu þegar mað-
urinn minn var í budminton og henti
þeim síðan. Pað sem mig langar sér-
staklega til að skrifa ykkur núna, er
e. t. v. ekki mjög merkilegt en mér
finnst ég verða samt. Pannig var að
ég var að horfa á Dallas, það hefur
verið í október minnir mig, íþessum
þœtti var Sue Ellen að koma heim af
spítalanum eftir að hafa átt barnið.
Man einhver eftir þessu? Hún kem-
ur heim, JR sótti hana á spítalann og
vildi vera góður við hana, en hún
var aftur á móti mjög niðurdregin og
fýld og gat ekki verið sœt og elsku-
leg. Ég sat og horfði á þetta og allt í
einu uppgötvaði ég að ég vorkenndi
JR. Eftir allt það sem hann hafði gert
konunni sinni, eftir allan skepnu-
skapinn, sem hann var búinn að
sýna af sér, gagnvart öllu og öllum,
þá vorkenndi ég honum að eiga Sue
Ellenfyrir konu. Um leið og égfann
hvernig ég tók afstöðu með honum,
skildi ég alveg hvað kvenréttinda-
baráttan gengur út á. Pað var eins og
einhver hefði kveikt Ijós í hausnum á
mér! Sökin var hennar, ekki hans.
Pað var hún sem átti bágt en ekki
hann. Samt var hugsunarhátturinn
hjá mér mótaður dl að taka afstöðu
með honum!
☆ ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆
Blaðið okkar
Vera stendur og fellur með áskrif-
cndum sínum, það eru þeir sem
halda lífinu í henni. Vera vonar því
að allir áskrifendur leggist á eitt og
borgi gíró seölana þegar þeir birt-
ast. Vera stólar á ykkur.
Ykkar Vera
Tapað
Peysufatapils sem söngsveitin not-
aði í vor, virðist hafa horfið og eig-
andinn saknar þeirra sárlega. Hetj-
um nú allar mikla leit og finnum
pilsin. Svo er bara að koma þeim
niöur á Vík eða til Sólrúnar.
Ball
Kvennaframboðiö ætlar að halda
ball föstudaginn 19. nóvember í
H reyfilshúsin u. Kvennahljómsveit-
in Sokkabandið frá ísafirði spilar.
Allir hvattir til að láta sjá sig.
Húsnæði
Viö verðum húsnæðislaus í byrjun
desember. Okkur vantar því
leiguíbúð fyrir okkur og ófæddan
barnungann. Því nær miðbænum
því betra. Ef þið hafið íbúð á lausu,
látið okkur þá vita í síma 18926.
Sólrún Gísladóttir
Hjörleifur Sveinbjörnsson
.S'i'o sat ég og horfði á þáttinn í
þessu nýja Ijósi og það rann upp
fyrir mér hvað kvenfrelsi er, hvað
það ersem þarfað berjastfyrir, hvað
þið eruð að segja. Við erum tamdar
til að taka afstöðu gegtt hvor ann-
arri, við erum ekki frjálsar til að
móta okkar viðhorf. við erum kúg-
aðar. Ég hef aldrei áður skilið hvað
éitt er við með kvennakúgun, mér
hefur fundist það allt of sterkt orð.
Ég vona að þið skiljið hvað ég er að
fara. Mig langaði til að segja ykkur
frá þessu og að aðrar konur hugs-
uðu út í þetta, konur, sem kannski
vilja jafnrétti en eru ekki með það
skýrt samt út á hvað það gengur.
Síðan ég horfði á þennan þátt hefég
hlustað, horft og lesið allt öðru vísi
en áður, innst inni er ég orðin reglu-
lega grimm „kvenréttindakelling“!
Ég óska ykkur verulega góðs gengis
með blaðið, kær kveðja
E.
Við þökkum E. fyrir bréfið. Hún
bað okkur að birta ekki nafnið sitt
og við verðum auðvitað við þeirri
ósk en vonumst jafnframt til þess að
hún eigi einhvern tímann eftir að
skrifa okkur undir fullu nafni. Þetta
bréf er e.t.v. það sem okkur þykir
vænst um af þeim, sem okkur hafa
borist, því það er einmitt okkar ein-
læg ósk, að Vera verði það blað sem
konur sýni trúnað og traust.
Ritnefnd
/ PRJÓNASTOFAN
Uöumu.
SKERJABRAUT 1.
170 SELTJARNARNES