Vera - 01.11.1982, Blaðsíða 25

Vera - 01.11.1982, Blaðsíða 25
Perú: Kvenrcttindakonur í Pérú standa nú fyrir mótmælum vegna fegurðar- samkeppninnar „Ungfrú Alheim- ur“, sem á að fara fram í Lima í ár. Forseti landsins hefur þegar fengið bréf undirskrifað af formönnum 12 kvennasamtaka, þar sem konurnar fara fram á að samkeppninni verði einfaldlega vísaö úr landi þar eð hún sé „móðgun við perúskar kon- ur.“ Frakkland: Það vita e.t.v. ekki allar, en í Frakklandi er til sérstakt ráðuneyti og sérstakur ráðherra, sem fer með kvenréttindamál. Ráðuneytið ku hafa látið töluvert til síti taka, sumt sem ekki fellur í allra jarðveg. T.d. lýsti ráðlierran því yfir í vor er leið, að frá og með 1. september myndi franska tryggingastofnunin greiða 70% af kostnaði við fóstureyðing- ar. Franska ríkisstjórnin ákvaö síð- an í ágúst að úr þessu gæti ekki orð- ið, þar eð ríkið hefði ekki efni á því. Á síðasta ári voru gerðar 180.()()() löglegar fóstureyðingar í Frakk- landi og talið er að auk þeirra megi gera ráð fyrir um 80.000 ólöglegra. Þess má geta í leiðinni og fyrst verið er að segja frá franska kven- réttindaráðuneytinu, aö þarlendis eru lagaákvæði um kynskiptingu í sveitarstjórnum. Árið 1980 var Kœru lesendur! Erlendu fréttirnar í Veru eru fengnar héðan og þaðan en einkum þó úr erlendum kvennahlöðum. Okkur þykir full ástæða til að hafa fréttasíðu afþessu tagi, því margt, ef ekki flest afþvísem konur hafast að í útlöndum — og hér heima raunar líka — þykir vart þess virði að gefa nokkuð rúm í fjölmiðlunum. En Vera vill hefja störf kvenna til meiri samþykkt að tala kvenna í þeini stjórnum yrði að vera yfir 20%. Lögunum hefur síðan verið breytt og er nú kveöið á um 25%. USA: Samband bandarískra nunna (1800 meðlimir) sendu frá sér eftir- farandi ályktun um fóstureyðingar í maí sl.: „Ábyrgðin (á ákvörðun um eyð- ingu fósturs) hvílir fyrst og fremst á þeim sem eru beint og pcrsónulega tengdir málinu . . . Það virðist mót- sagnakennt, að stjórnmálamenn krefjist þess annars vegar að fóstur- eyöingar verði bannaðar, samþykki svo hins vegar niðurskurð heilsu- verndar og gæslu og annarrar fc- lagslegrar aðstoðar sem er svo nauðsynleg velferð barna." Brasilia Brasiliskar konur létu til skarar skríða í þingkosningunum, sem fram fóru þar í landi nýlega. í höf- uðborginni, Rio de Janeiro, tóku konur úr stjórnmálaflokkunum, úr kvenfélögum og kvennasamtökum af öllu tagi, höndum saman og mynduðu með sér samtök, sem þær nefndu „Konur í viðbragðsstöðu". (Enska þýðingin er „Feminist Alert for the Elections," en því miður vit- um viö ekki ciginnafn samtakanna). Markmið kvennanna var að vekja athygli á þeim frambjóðend- virðingar. Um allan heim eru kontir að tala saman, vinna saman, taka höndum saman í baráttunni fyrir betri heimi, frjálsari lieimi. Fréttir af þvísamstarfi eru að Veru mati hvetj- andi og uppörvandi. Með þetta í huga beinum við þeim tilmœlum til allra lesenda blaðsins, að þeirsendi okkur fréttir, sem fyrir verða á einhvern liátt. Fréttiraf starfi hér heima fyrir eru þar ekki undan- um sérstaklega, sem ekki sinntu kvenfrelsi á stefnuskrá sinni eða stríddu jafnvel gegn því. Jafnframt þessu mótuðu konurnar eigin stefnuskrá, sem þær reyndu að fá frambjóðendur til að berjast fyrir. Meöal atriða á þeirri stefnuskrá má nefna eftirfarandi atriði: — Löglegar fóstureyðingar og rétt kvenna til að velja sér getnaðar- varnir sjálfar. (Því er haldið fram að brasiliskar konur hafi veriö notaöar sem tilraunadýr fyir framleiðendur getnaðarvarna. En fremur hafa konur þar syðra verið skikkaðar til að nota getnaðarvarnir og er það hluti af mannfækkunarstefnu yfir- valda.) — endurskoðun menntunarmála Brasilíu og kennslugagna með hlið- sjón að kynþátta- og kynjamismun- un — ókeypis daggæslu fyrir öll börn yngri en sex ára — að lög, sem kveða á um að eig- inmaður verði að undirskrifa öll skjöl varðandi viðskipti og verslun, sem eiginkona tekur sér fyrir hend- ur verði afnumin. Auk þess buðu konur úr ýmsum stjórnmálaflokkum sig fram með sameiginlega stefnuskrá. Þar eð fréttir af konum og þeirra framgangi berast verr en aðrar stjórnmálafréttir, veit Vera ekkert um hvernig konunum gekk en við munum segja frá því þegar þess er kostur. skildar. Vera tekur gjarnan að sér að segja frá vœntanlegum atburðum kvennasamtaka og fregnum af framgangi kvenna hvar í stétt þær kunna að standa og hvar á landinu, sem þær kunna að búa. Heimilis- fangið er VERA, Hótel Vík, 101 Reykjavík. Ogsíminn er 21500 eftir liádegi alla virka daga. Með kveðju Vera Perú og Mexico: Meira í fréttum frá Suður- Ameríku: Konur í Mexíco City hafa komið á fót neyðarsíma fyrir fórn- arlömb nauðgara og í Lima, höfuð- borg Perú, hafa konur farið í kröfu- göngur undir kallinu „Frelsi í myrkrinu". Neyðarsímar fyrir kon- ur, sem verið hefur nauðgað, munu nú vera til í nær öllum stærri borg- um Vestur-Evrópu og Bandaríkj- anna og oftast fyrir frumkvæði kvenna. Sömuleiðis hafa konur víða krafist þess með mótmæla- göngum og öðrum aðgerðum, að mega ganga frjálsar og óhrædd- ar að nótt sem að degi. En ofbeldi gagnvart konum hefur ekki ver- ið mikið til umræðu í Suður- Ameríku. Fyrr en nú. Kannanir í Perú hafa þó leitt í Ijós t.d„ að 80% allra nauðgunarmála, sem koma þar fyrir rétt, er tapað. Konur þar í landi verða raunar að sanna að þær hafi verið hreinar meyjar þar til nauðgunin fór fram. Ofbeldi inni á heimilum er á sæmilegri leiö með að verða opinbert, þ.e. ekki feimnis- mál. Konurnar í fátækrahverfum Lima, sem voru orðnar leiöar á að heyra hjálparvein nágrannakvenn- anna án þess að nokkur hreyfði fingur, tóku til sinna ráða. Þær skrifa nöfn hinna seku á húsveggi svo allt nágrennið geti Iitið þá horn- auga!

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.