Vera - 01.04.1983, Side 5

Vera - 01.04.1983, Side 5
/ lesendabréfi í síðasla blaði Veru var stungið upp á því að í blaðinu yrðu tekin fyrir ýmis tceknileg atriði til dœmis ísambandi við heimili og bíla. Veru leist vel á hugmyndina og ákvað að fara afstað með stutta viðgerðarþœtti í þessu blaði. Fyrst verða tekin fyrir einföld atriði i rafvirkjun og verður það efni þannig tekiðfyrir í nœstu blöðum Vertt. Guðrún Ólafsdóttir er eina íslenska konan sem lokið hefur sveinsprófi í rafvirkjun og œtlar hún að skrifa dálkana um rafvirkjun fyrir okkur. Guðrún vinnur heima um þessar mundir því hún á þrjú lítil börn og hefur því nóg að gera heima fyrir. En hún grípur verkfœratöskuna ef rafmagnstœki vinkvenna eða nágrannakvenna bila. Verkfœri Hverjum og einum er nauðsyn að fylgjast með og geta bjargað sér ef um er að ræða minni háttar biianir á raftækjum ogöllu sem því fylgir. Við skulum byrja á því auðveld- asta, sent er að setja kló á snúru. Verkfærin þurfa ckki að vera margbrotin, aðallega skrútjárn af minni gerðinni og hnífur eða bítari (klíputöng) til að afeinangra leiðar- ana (vírana) (aö afeinangra þýðir að taka á plastið utan af vírnum). 'lTöLSK KLÓ LE'mm >£f>7£N'$£> KLÓ )^{áTB.NStÍNGtAÍ^ Klær og snúrur Á markaðinum eru aðallega þrenns konar klær, eins og þær sem myndir 1,2 og 3 sýna. Ef skipta á um snúru á t. d. kaffivél, straujárni, hraðsuðukatli og þess háttar heimilistækjum, þarf snúran að hafa 3 víra, þar af 2 leiðara og jarðvír en hann er gul- grœnn að lit (sjá mynd 4). Aðferð Fyrst skrúfum við klóna í sundur. Tökum því næst snúruna og byrjunt á að skera ysta lag hennar (ca. 7 cm) af (sjá mynd 4). Sting- um snúrunni undir spennuna ef hún er til staðar (sjá myndir 1 og 2) og skrúfunt hana fasta. Síðan afeinangrum við vírana (ca. 1 cm) og snúum upp á hvern vír fyrir sig (sjá mynd 4). Við festum nú vírana á klóna. Það er alveg santa hvoru megin þeir fara, aðal- atriðið er að jörðin (gulgræni vírinn) sé tengd á réttan stað (sjá myndir 1 og 2) og að vírarnir séu fast skrúfaðir (togið í vírana til öryggis). Ef klóin er án jarðtengingar er best að klippa gulgræna vírinn burt (sjá ntynd 3) en slíkar klær eru mest notaðar á lampa. Þegar við höfum skrúfað vírana fasta og þar með tengt þá skrúfum við klóna saman og stingum í samband. 5 6

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.