Vera - 01.04.1983, Side 8
„BILLINN ATTI AÐ
FLJÚGA YFIR MIG!“
Strax og börnin verða þriggja ára, fara þau að fá senda heim
fræðslu um umferðina. Ftestir foreldrarþekkja kennslugögnin: litlar
sögur, myndir til að klippa út og til að lita, umferðarreglur og ráð.
Krökkunum finnst það óskaplega spennandi að fá sendingu merkta
sér með póstinum og á sumum heimilum, a. m. k. er því fylgt eftir að
þati notfœri sér frœðsluna.
En hvers eru börnin í rauninni megnug í umferðinni? Eru þau
tilbúin að meðtaka frœðsluna, geta þau axlað ábyrgð á sjálfum sér úti
við? Er œtlast til of mikils af þeim? Um þetta spurðum við Sigrúnu
Sveinbjörnsdóttur, sálfrœðing.
Sigrún: Já, þú minnist á kennslugögnin frá Umferöarskólanum.
Vitanlega er slík fræösla allra góöra gjalda verð, en þó aðeins svo
Iangt sem hún nær. Það er góöra gjalda vert aö kenna börnunum
litina, kenna þeim hvaö götur eru og gangstéttir og kenna þeim aö
bílar séu hættulegir, aö þau megi ekki fara út á götu, o. s. frv. En, —
viö skulum vera minnug þess, að barn undir skólaaldri er alls ekki í
stakk búið til að lifa og hegöa sérsamkvæmt þessum rcglum, þegará
þarf aö halda. Þess vegna getum við ekki lagt á þau þá ábyrgö aö
bjarga sér sjálf á þessum aldri.
Það er afskaplega mikilvægt að viö gerum okkur grein fyrir þessu,
sjálf hamra ég á því í kennslunni, á foreldrafundum og alls staöar
sem ég kem því viö! Þetta er nefnilega nokkuð sem fáir atliuga.
Jafnvel þó svo barn kunni aö tala, hafi mikinn oröaforöa og — aö
því er virðist, skilji allt sem sagt er viö það — þá er alls ekki þar meö
sagt aö þaö skilji öll orö til botns, eöa á þann veg sem viö skiljum
þau.
Vera: Vildiröu útlista þetta nánar . . .
A
Skynjun
S: Ef við hugsum okkur börn sex ára og yngri, þá eru þaö einkum
fjórir þættir í vitsmuna- og tilfinningaþroska þeirra, sem gera þau
frábrugöin cldri börnum og fullorðnum. Þetta er ekki augljóst mál,
enda flaska margir á þessu. Ef við tökum þessa þætti hvern fyrir sig
og byrjum á þeim fyrsta: Þau skynja hraöa, tíma, fjarlægðir, svo
dæmi séu nefnd, á annan hátt en viö. Athugaðu, að þegarégsegi sex
ára, þá má ekki taka þaö of bókstaflega, sum eru fyrri til, önnur
seinni. En ef á heildina er litiö þá er okkur óhætt að miða viö sex ára
aldurinn og þann aldur er þau byrja í skóla.
En skynjun barna á hraöa og fjarlægð er semsagt mjög ófullkom-
in. Þau sjá bílinn, já, já, en hversu hratt hann ckur, hvort hann er að
koma eöa fara, hversu langt hann er í burtu og hve lengi hann verður
hingaö, ef hann þá er á leiöinni hingað — allt þetta eru þau ekki
tilbúin til aö skynja og meðtaka til þess að geta tekið ábyrga ákvörð-
un.
Barn stendur á gangstéttarbrún og ætlar yfir, það sér bíla koma úr
báðum áttum, þaö þarf að skynja hvort bílarnir koma eöa fara,
hversu langt þeir eru í burtu, meta vegalengdina yfir götuna og
hversu mikinn tíma þau þurfa, þ. e. a. s. þau þurfa að draga eina
heilstæða niðurstöðu af mörgum staöreyndum. Þetta gctum viö,
fulloröna fólkið, og viö gerum þetta ómeðvitað í hvert sinn sem viö
förum yfir götu. Barn, hinsvegar, getur ekki gert slíkt.
A
Að lutgsct nuirgt í einu
Nú, íööru lagi: Litlir krakkareiga mjögerfitt meðað hafa fleiri en
eitt atriöi í huga í einu. Lítum enn til barns sem er á leið yfir götuna.
O.K.. þaö veit að þaö má ekki fara yfir nema enginn bíll sé í augsýn
og þaö er aö einbeita sér aö þessari reglu. En svo sér þaö kött á
gangstéttinni sín megin, og kötturinn, hann skýst allt í einu yfir. Og
barnið fer undantekningalaust á eftir — þaö gleymir öllu nema
kettinum. Tökum annað dæmi: barniðséreinhvern, sem það þekkir
hinum megin götunnar. Um leið gufar allt annaö upp í kollinum á
barninu, þaö langar bara til að hitta þessa manneskju þarna hinum
megin og það hleypur yfir umsvifalaust.
í þriöja lagi: Hlutverkaleikir eru börnum á þessum aldrieölilegir.
Þau lifa sig inn í hlutverk, sem fyrir þau í því augnabliki er raunveru-
leiki. Þetta þekkja allir foreldrar. Barn getur tckiö uppá því að vera
köttur; ég þekki dæmi þess að þriggja ára barn bara sagðist vera
köttur alltaf þegar mamma kom aö sækja það í leikskólann. það
kom skríðandi á móti henni. Þetta entist í heila viku! Á meðan á
leiknum stendur, ER barnið köttur, eða hvað það svo sem kann að
vera, sem það cr að leika.
Að leika hlutverk
BArn
Þessi eiginleiki getur reynst lífshættulegur í umferðinni. Ég gæti
sagt þér ótal dæmi. Eitt dæmi, sem ég nota gjarnan, rakst ég á í
sænskri könnun. Þar var verið aö athuga lilut barna í umferöarslys-
um, venjulegast er rætt við bílstjórana eða hver þaö nú var, fullorð-
inn, sem átti hlut aö máli, en svo datt mönnum í hug aö athuga hvað
börnunum sjálfum fyndist nú um málið. Þá kom margt fróðlegt í
ljós. Þetta dæmi, sem ég hcf í huga, var af rciðhjólsslysi. Maöur kom
hjólandi, það var lítil umferð, greiður vegur og gott færi og hann var
á nokkurri ferð. Svo allt í einu, segir knapinn, stekkur bara barnið út
á götuna með uppréttar hendur. Eitthvaö fjárans uppátæki í krakk-
anum — voru hans viðbrögð, mjög dæmigerð! Svo var blessað
barniö spurt. Þetta var svona 3-4 ára gamalt barn og þaö svaraði aö
bragöi: Nú ég var lögrcgla og ætlaði aö stoppa hjölið en svo hjólaði
það bara yfir mig. Blessað barnið var reglulega sárt út af þessari
óhlýöni hjólreiðamannsins! En þaö sem við hin fullorönu áttum
okkur ekki á, er hversu sterkt barn lifir sig inn í það hlutverk, sem
það er aö leika og hversu skilin milli raunveruleika og ímyndunar
eru óljós.
Ég skal scgja þér annað dæmi, sögu sem nemandi minn á Akur-
eyri sagöi mér. Hún kann aö hafa skolast eitthvað til en í megin-
atriðum er hún svona: Það var amma að ganga niöur Þingvalla-
stræti, sem er hröö umferðargata og stórhættuleg. Nú, amman er
sem sagt að labba niöur eftir götunni og leiðir lítið barnabarn sér við
hliö. En allt í einu og án nokkurrar ástæöu aö því er virtist, stökk
barnið frá ömmu sinni og beint út á götu! Það var bíll að koma og
alvarlegt slys yfirvofandi. Ömmunni tókst þó að grípa barnið og
bílstjórinn náöi aö hægja svo á ferö að ekkert slys varð nú. En hvaö
hljóp eiginlega í krakkann? Amntan spurði og hvað helduröu að
barniö hafi sagt? „Bíllinn átti aö fljúga yl'ir mig!“ Kannski haföi þaö