Vera - 01.04.1983, Blaðsíða 17
YFIRLYSING FRA
KVENNAFRAMBOÐINU
I
Vegna óljósra frétta í fjölmiðlum af afstöðu Kvennaframboðsins í
Reykjavík til þingframboðs í komandi kosningum, vilja samtökin
taka eftirfarandi fram:
Félagsfundur, sem er æðsta vald í málefnum Samtaka um
Kvennaframboð, tók þá ákvörðun eftir langvarandi umræður, að
samtökin sem slík myndu ekki standa að framboði til Alþingis í
komandi kosningum. Þessa ákvörðun samtakanna ber hins vegar
ekki að skilja sem svo, að þau hafni þingframboði sem leið í barátt-
unni fyrir bættri stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Samtökin vilja minna
á, að markmið þeirra er að:
a) auka álirif kvenna í samfélaginu
b) vekja umræðu um stöðu kvenna
c) stuðla að því að viskuforði og jákvæð reynsla kvenna verði nýtt í
þágu betra þjóðfélags
d) berjast fyrir heimi, þar sem konur, karlar og börn standa jafnt að
vígi, þar sem menning beggja kynja fær að njóta sín og kynferði
hindrar engan í að sinna þeim störfum, sem hugur stefnir til
e) að standa að baki þeirra fulltrúa, sem ná kjöri til borgarstjórnar
af lista Kvennaframboðsins.
Þessunt markmiðum hyggjast samtökin ná eftir ýmsum leiðum og á
þeim starfsvettvangi sem þeim hentar hverju sinni. Að svo stöddu
munu samtökin beina kröftum sínum að vettvangi borgarmála, þar
sent þau hafa tekið á sig ábyrgð og skyldur og að utanþingsbaráttu,
en þar munu samtökin leitast við að sameina konur um land allt til
baráttu fyrir brýnustu hagsmunamálum kvenna og barna án tillits til
afstöðu þeirra í landsmálum öðrum.
Samtökin vilja hvetja allar konur til að liggja ekki á liði sínu í
þcirri baráttu og velja sér þann vettvang, sem þær telja vænlegastan
hverju sinni.
Kvennaframboðið í Reykjavík.
AÐ VERÐA GAMALL í REYKJAVÍK
I Reykjavík býr hlutfallslega fleira gamalt
fólk en á öðrum þéttbýlissvæðum landsins.
Hvernig býr höfuðborgin að foreldrum sínum,
ömmum og öfum — þeim, sem rutt hafa braut-
ina hingað? Og hvernig er hann, sá helgi
steinn, sem býður okkar, sem enn erum á yngri
árum?
Samkvæmt skýrslum Reykjavíkurborgar eru íbúar
hennar, þeir, sem komnir eru yfir sjötugt, á bilinu 10—1 1
þúsund. Það er nær áttundi hver Reykvíkingur. í yfirliti
Félagsmálastofnunar borgarinnar í febrúar koma m.a.
fram aðstæður eldri borgara, sem sótt hafa um leiguhús-
næði eða vistun á sjúkrastofnun eða vistheimilum á veg-
um borgarinnar.
Samkvæmt þeim hafa 991 ellilífeyrisþegi sótt um hús-
næði eða vistun af einu eða öðru tagi hjá borginni, 761
einstaklingur og 36 hjón. Af þessunt hópi öllum búa 321
í eigin húsnæði, en er nú að sækja um vistun á sjúkra-
stofnun, þar eð þau hafa ekki lengur heilsu til að annast
um sig sjálf. Af þeim, sem ekki búa í eigin húsnæði eru
88 einstaklingar, sem búa hjá vinum og ættingjum, 2 búa
í sumarbústað, 23 eru húsnæðislausir og urn 27 eru
hreinlega ekki vitað, sem þýðir að þau búa í bráða-
birgðahúsnæði eða hafa fengið inni til skamms tíma ein-
hvers staðar. Af hjónunum voru 40 í leiguhúsnæði, 2
búa hjá aðstandendum, um 7 er ekki vitað og 2 eru
húsnæðislaus.
En hver eru kjör þeirra sem búa annað hvort í leigu-
húsnæði eða eigin húsnæði? Svörin eru þessi:
í kjallaraíbúð búa........
I risi búa................
í einu herbergi búa.......
Í húsnæði með lítilli sem
engri hreinlætisaðstöðu
búa.....................
Við erfiða stiga búa .....
í ótryggu leiguhúsnæði...
Flefur verið sagt upp
húsnæði og veit ekki
hvert skal fara...........
85 einstaklingar lOhjón
35 - 4 -
78 -
80 einstaklingar 12hjón
166 - 48 -
75 - 6 -
35 einstaklingar 7 hjón
Algjörir einstæðingar, þ.e. gamalt fólk án ættingja eru
úr hópnum 98 einstaklingar og ein hjón.
Eigið húsnæði
Eins og fram kom áðan, búa 321 úr hópnum í eigin
húsnæði. Mörgum kann að þykja, að þau séu þá nokkuð
vel sett, alla vega vofir ekki yfir þeint burtrekstur og
húsnæðisleysi. Mörgum kann enda að bvkja að lausnin
sé sú að gefa gamla fólkinu kost á „að minnka við sig“
eins og það er kallað, eða þá að auka framboð á leigu-
húsnæði, byggja íbúðir fyrir aldraða annað hvort til
kaups eða leigu. En það er alveg ljóst að súlausnnær
skclfing skantml. Hár aldur, ellihrumleiki eða veikindi
gera það að verkum að húsnæöið eitt gagnar lítið heldur
vantar þjónustu, hjúkrun og umönnun. Stefnan hefur
verið sú að veita slíka þjónustu eftir fremsta megni með
heimilishjálp og heimilishjúkrun. En þetta dugir ekki
lengur. Brýnasta þörfin er fyrir fleiri sjúkradeildir.
Leigu- eða eignaríbúðir handa aldraða fólkinu eru ekki í
takt við þann raunveruleika, sem við blasir.
17 fi