Vera - 01.04.1983, Side 21
Pjónusta í lágmarki
Miðsvæðis í byggðinni er þjónustukjarni hennar en
þangað verða íbúarnir að sækja allt umfram brýnustu
daglegu nauðsynjar. Það er í sjálfu sér ágætt að hafa
þjónustuna sent næst miðju byggðar, en liins vegar er
lögun byggðarinnar þannig, að gönguvegalengdin fyrir þá
sem búa vestast í henni verður alltof löng. Má þvísegja að
þessir íbúar séu illa í sveit settir í flestu tilliti. Til viðmið-
unar má nefna, að leiö þeirra í þjónustukiarnann er álíka
lone og veealengdin frá Hlemmi að gatnamótum Suð-
urlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar. Þætti sjálfsagt
ýmsum það um langan veg að t'ara til að sækja sér tvinna-
kefli eða umslag. En kannski er reiknað með að einkabíll-
inn sé ávallt til þjónustu reiðubúinn og er þá ekki jafn
nærtækt fyrir íbúa á þessum slóðum að bregða sér í bæjar-
ferð og hafa þá úr meira vöruúrvali að moða? Um þjón-
ustu á svæðinu er annars það að segja, að hún getur aldrei
orðið mikil né fjölbreytileg vegna þess hversu tiltölulega
fámennt og strjálbýlt svæðið er.
Skólamálin
I tillögum skipulagshöfundanna hefur alla tíð verið gert
ráð fyrir að tveir skólar þjónuðu öllu svæðinu. Þetta hefur
verið gagnrýnt af Kvennaframboðinu í fyrsta lagi vegna
þess að við berjumst fyrir fleiri og minni skólurn, í öðru
lagi vegna þess að gönguvegalengdir yrðu of lanttar ef
skólarnir væru aðeins fleiriþ þriðja lagi vegna þess nð
hraðbrautin er enn á sínum stað og með öllum ráðum
verður að koma í veg fyrir að hún slíti í sundur skóla-
hverfi. Fræðsluráð fékk málið til umfjöllunar og hefur nú
falið skipulagshöfundum að gera ráð fyrir lóðum undir
þrjá skóla. Er hugmyndin sú að skóli miðsvæðis í hverfinu
verði n. k. höfuðból en skólarnir í austri og vestri ann-
exíur hans. Þctta er í sjálfu sér góðra gjalda vert en hrædd
er ég um að þessir þrír skólar líti aldrei dagsins Ijós. Á
Eiðisgranda og í Ártúnsholti eru líka fráteknar lóðir
undir skóla en mér vitanlega hafa borgaryfirvöld ckki enn
stungið þar niður skóflu og hafa ekki uppi neina tilburði í
þá átt.
Og ef við höldum áfram að taka mið af öðrum hverfum
borgarinnar, þá segir reynslan okkur að miðað við
óbreytta stefnu í skólamálu, þá beri 7000 manna hverfi í
besta falli tvo skóla. Því miður ríkir sú stefna í skólamál-
um að byggja fáa og stóra skóla sem eru yfirfullir meðan
hverfin eru að byggjast upp en þurfa að berjast fyrir
tilveru sinni um leið og börnum fækkar verulega. Ekkert
bendir til þess að framtíð Grafarvogsskólanna verði á
annan veg, þvert á móti. Vegna þess að yfirgnæfandi
meirihluti byggðarinnar í Grafarvoginum er í sérbýli, má
búast við því að svæðið „eldist" hratt, barnafjöldi verði
mikill í fyrstu en börnum fari síðan ört fækkandi. Það eru
íbúðirnar í fjölbýlishúsunum sem ganga kaupum og söl-
um og það er þangað sem unga fólkið flytur. Endurnýjun
íbúðahverfanna á sér lýrst og fremst stað í gegnum fjöl-
býlishúsin en einbýlishúsin eru í flestum tilfellum enda-
stöðin í byggingabransanum.
Segjum skilið við svefnbæina
Að lokum þetta: Stefna Kvennaframboðsins í skipu-
lagsmálum er sú, að við skipulagningu hverfa eigi að
reyna eftir fremsta megni að blanda þau að byggð og
íbúasamsetningu þannig að hvert hverfi rúmi mart’skonar
starfsemi og misstjórar íbúðir fyrir mismunandi fiöl-
skyldur og sambylisform. Skipuleggja á hverfin með
þarfir ólíkra þjóðfélagshópa í huga og reyna að fullnægja
sem flestum þeirra innan hverfisins. Ungir og gamlir,
konur og karlar, blankir og betur stæðir ættu að lifa og
starfa í hverfinu sínu og fá þar bæði salt í grautinn og
litskrúðugan félagsskap. Við þurfum að endurheimta
borgina úr klóm einkabilsins oa settia skilið við svefnhæ-
ina. Skipulagsvinnan í Grafarvoginum stefnir í þveröfuga
átt og þess vegna mun Kvennaframboðið aldrei sam-
þykkja hana.
Sólrún Gísladóttir.
Kvennaathvarfið er á götunni frá og með
14. maí. Nú liggur á að tryggja varanlegt
húsnæði og fullur hugur á að stefna að því
marki. Vantaraðeins peningana. Dagana 8.
og 9. apríl fer fram fjársöfnun með merkja-
sölu og rennur allur ágóði til hússjóðsins.
Markmiðiðer: Einoghálfmilljón! Leggjunt
hver annarri lið með því að kaupa merki —
það kostar 50.— krónur stykkið.
Það vantar líka konur til að selja merkin
— þið sem viljið leggja hönd á plóginn, látið
vita af ykkur á skrifstofu Kvennaathvarfs-
ins, síminn er 31575 og skrifstofan er opin
frá 14-16 alla virka daga. Því fleiri sem selja
og kaupa, þeim mun fleiri gefst kostur á
öruggu húsaskjóli í eigin húsnæði Kvenna-
athvarfsins.