Vera - 01.04.1983, Qupperneq 22

Vera - 01.04.1983, Qupperneq 22
VERKAMANP & 22 Stjórn Verkamannabústaða bárust 685 um- sóknir um tœplega 150 íbúðir, sem auglýstar voru á síðasta hausti. Fulltrúi Kvennafram- boðsins í stjórninni, Guðlaug Magnúsdóttir, segir nánar frá . . . Eiðsgrandaíbúðirnar og næstu framkvœmdir Á Eiðsgranda eru nú í byggingu 176 íbúðir á vegum Vb. Er áætlað að þær fyrstu veröi tilbúnar til afhendingar um mánaðamótin apríl-maí nk. Að þeim áfanga loknum verða 2463 íbúðir í Reykjavík sem heyra undir Vb. Áætlað er að hefja byggingu 127 íbúða á þessu ári í Ártúnsholti. Einnig hcfur stjórn Vb. sótt um að taka yfir lóðir fyrir 12 íbúðir til viðbótar í Ártúnsholti og 27 íbúðir við Neðstaleiti en þær lóðir voru upphallega ætlaðar fyrir leiguhúsnæði Reykjavíkurborgar. Þar sem hætt var við byggingu þess þótti æskilegt að lóðirnar féllu í hlut Vb. Ef af þessu verður er líklegt að framkvæmdir þar hefjist einnig á þessu ári. Endursöluíbúðir Aðalstarf stjórnar Vb. um þessar mundir er við úthlut- un endursöluíbúða sem losna á þessu ári. Er gert ráð fyrir að fjöldi þeirra verði á bilinu 130—150. Voru íbúðirnar auglýstartil umsóknar í nóvembersl. meö umsóknarfresti til 11. desember. Samtals bárust 685 umsóknir. Sýnir þessi mikli fjöldi hversu alvarlegt ástand ríkir í húsnæðis- málum í borginni. Er þaö ekki öfundsvert starf sem stjórnin innir af hendi þessa dagana að reyna að meta hverjir séu mest þurfandi fyrir íbúð — úr liópi þar sem flestir eru mjög illa settir. Stærsti hluti umsækjenda eru leigjendur á almennum markaði. Búa þeir flestir við ótrygga leiguskilmála, háa mánaðarleigu og þurfa yfirleitt að borga marga mánuöi fyrirfram. Einstæðar mæður með börn eru mjög áberandi í þessum hópi og dæmigert fyrir slíkar fjölskyldur eru tíðir flutningar, oft árlegir eða meira. Hefur þetta í llestum tilvikum mjög slæm áhrif á börnin, sérstaklega eftir að þau eru komin á skólaaldur vegna þess að flutningur milli íbúða þýðir oft nýjan bæjarhluta og þar af leiðandi nýjan skóla. Oft ná þessi börn því aldrei aö festa rætur neins staðar og aðlagast öðrum börnum. Meðal umsækjenda eru einnig áberandi margir sem búa hjá vandafólki, oftast foreldrum. Er það bæði vegna þess að viðkomandi (reyndaroft heilar fjölskyldur) hefur misst leiguhúsnæði og ekki getaö fengið eða ráðið við annað. Einnig er hér um að ræða ungt fólk sem getur ekki stofnað heimili vegna húsnæðisleysis en er þegar komiö með barn eða börn á framfæri. Er víða af þessu mikið þröngbýli. Aðrir umsækjendur eru:

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.