Vera - 01.04.1983, Page 26
aðgerðir við hliðin. Tjöld verða á staðnum
fyrir þá sem vilja gista. Að morgni þess 13.
desember verða friðsamleg mótmæli enn
höfð uppi. Takið með ykkur hlý og vatns-
held föt, mat, svefnpoka, og kerti.“
Þrjátíu þúsund konur hlýddu þessu kalli
og mættu á staðinn. Þær komu alls staðar að
— frá írlandi, Skotlandi, Wales, og þær
komu í rútum, fljúgandi, eða með lest,
einkabílum. Sumar komu á puttanum.
Margar tóku börnin sín með. Ekki varætlast
til að karlmenn tækju þátt en þó slæddist
einn og einn með! Langflestar annaö hvort
slógu upp tjöldum eða sváfu í þeim tjöldum
sem skipuleggjendur höfðu reist. Konurnar
mótmæltu kjarnorku með því einu að vera
þarna, tala saman, syngja, standa fyrir alls
kyns uppákomum, með því að koma hinu
og þessu fyrir á girðingunni. Eins og eitt
kvennablað orðaði það: Við reyndum að
beina eiginleikum kvenna inn á eina braut,
lögðum áherslu á hlutverk og reynslu
kvenna af umönnun fyrir lífi. Reyndum að
leggja saman þessa krafta til að mótmæla
hörmungum gereyðingar. Hér á eftir fara
frásögur nokkurrakvenna sem tóku þátt:
Hvað eigum við sameiginlegt?
„Ég kveið dálítið fyrir og var ekki viss um
hvort ég ætti að fara. Það var kalt og hrá-
slagalegt veður — myndi það draga úr
okkur máttinn? En þegar rútan sem ég kom
með nálgaðist staðinn sá ég hve mikil um-
ferðin var, kílómetralangar raðir af bílum og
rútur fullar af konum. Og þegar ég steig út
úr rútunni kom yfir mig dásamleg tilfinning.
Vera okkar allra á þessum stað var í raun-
inni hávær pólitísk yfirlýsing. Stemningin
var stórkostleg.
Ég gekk um og það örlaði fyrir því að mér
fyndist ég ekki eiga heima þarna. Dæmigerð
yfirstéttarfjölskylda var að hengja Ijósmynd
af glæsilega sumarhúsinu sínu á girðinguna.
Hópur kvenna úr einhverjum sértrúarflokki
var að skrifa guðsorð á skilti. Hvað á ég
sameiginlegt með þessu fólki spurði égsjálfa
mig. En auðvitað vissi ég svarið. Ósk um frið
og líf á jörðinni."
Önnur segir nánar frá skrautinu á girð-
ingunni: „Við vorum beðnar um að koma
með eitthvað persónulegt. Muni, sem lýsa
lífi okkar, gleði og reiði, óttanum og þeim
tilfinningum, sem tengjast ógnun kjarnork-
unnar.“ Giröingin kring um veriö er tæpir
1500 m og það var ekki einn einasti meter
auður! Það var aldeilis ótrúlegt að sjá þetta.
Ull og hnyklar, dagbækur kvenna, matar-
uppskriftir, kvenna- og friðarmerki gerð úr
blómum, þúsund blöðrur, grænmeti, mann-
réttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna og
siðareglur hjúkrunarkvenna, óteljandi ljós-
myndir, heilu fjölskyldumyndaalbúmin.
Mörg hundruð tíðatappar sem höfðu verið
litaðir rauðir og miðar með: „Þið skulið
ekki komast upp með að fela hörmungar
styrjalda eins og þið hafið látið okkur fela
þetta.“ Þarna voru klukkur (Hvað eigum
við mikinn tíma eftir), kvennablöð og svo
plaköt og sendibréf, allt niður í smásnepla
með alls konar orðsendingum: „Stríð er
tíða-öfund“ — „Ég vil velja minn dauða
sjálf“ (skrifað á sígarettupakka!) —
„Maggie Thatcher er karlmaður" — „Ég er
orðin hundleið á kjarnorkutalinu en ég vona
að það falli aldrei dautt niður“ o.s.frv.
o.s.frv.
Reynsluheimur kvenna
Allir þeir, sem mættu að Greenham
Common áttu eitt sameiginlegt, von um líf á
jörðu og óttann viö kjarnorkuna. Konur
einkum og sér í lagi hafa tekiö baráttuna
fyrir friði á sínar herðar. Konurbera börnin,
fæða þau af sér og annast þau. Líf stendur
þeim nær en körlunum, gereyöing af völd-
um kjarnorkuvopna er þeim raunverulegri
en körlum. Segja þær. Beinum þessum já-
kvæðu, kvenlegu eiginleikum inn veginn til
mannlegra og lífvænlegra jarðríkis. Af frá-
sögnum þeirra kvenna, sem koniu til
Greenham Common með þessu hugarfari
má þó af og til lesa efasemdir um réttmæti
þessa og hinnar friðsamlegu baráttuleiða.
Ein skrifaði: „Þessi þögla, friðsamlega mót-
mælaaðgerð hjá kjarnorkuverinu, þessari
líkamningu ofbeldis og hörmunga, virtist
mótsagnarkennd — þversögn, sem ég gat
ekki gert upp við mig“. Önnur segir frá
írsku konunum, sem tóku þátt en gátu þó
ekki annað en hugsað til stríðs og óeiröa,
sem verið hafa í írlandi svo áratugum skipt-
ir. Þar hafa konur reynt, á friðsamlegan
hátt, að berjast gegn hörmungunum, en án
nokkurs sjáanlegs árangurs. Þarf ekki að
grípa til róttækari aðferða? Þeirri spurningu
er látiö ósvarað og þaö gerir Vera líka.
.
aiit sem hugurinn gimist
Stærsta póstverslun í Evrópu.
f rá Quelle
Quelle pöntunarlistinn með vor- og sumartískunni’83
er 600 litprentaðar blaðsíður, uppfullar af vönduðum
þýskum varningi. Úrvalsfatnaður á alla fjölskylduna,
skór og töskur. Allt gæðavörur á hagstæðu verði.
Öruggur afgreiðslumáti.
Vinsamlegast klippið þennan hluta auglýsingarinnar frá og sendið okkur eða hringið —
ef þér viljið kaupa Quelle pöntunarlistann. Verð listans er kr. 75 auk póstkröfugjaldsins.
Quelle-umboðið Pósthólf 39, 230 Njarðvik. Sími 92-3576.
Afgreiðsla í Reykjavík Laugavegi 26, 2,h. Simi 21720.
Nafn sendanda
heimilisfang
sveitarfélag
póstnúmer
Quelle umboðið sími 21720
.