Vera - 01.04.1983, Síða 27
Eftirfarandi pistill fjallar um stjórnarskrá Is-
lands Og nokkrar þeirra beytinga sem eru
fyrirhugaðar á henni. Pótt hann sé stílaður ti
kvennaframboðskvenna á hann einnig fullt
erindi til annarra lesenda Veru. Pað er von
ritnefndar að hann geti vakið fólk til um-
hugsunar og umræðu um þetta mál.
Agætu kvennaframboðskonur.
A félagsfundi 5. febrúar síðast liðinn var
ákveðið að stofna hóp sem hefði það hlut-
verk að athuga stjórnarskrá íslands og
brcytingatillögur við hana. Ætlunin var að
álit frá hópnum birtist í Veru, 2. tbl. 1983.
Eg undirrituð gerðist hópstjóri þess hóps.
Illa gekk að fá konur til starfa, þær voru
ýniist störfum hlaðnar eða höfðu ekki áhuga
á þessu máli. Nú, ég fékk þó tvær utan-
félagskonur í lið með mér, þær Þórunni
Hafstein lögfræðing og Guðnýju Höskulds-
dóttur héraðsdómslögmann og bjóst alltaf
við aö einhverjar kvennaframboðskonur
bættust síðan við. Svo varð þó ekki og eftir
þrjá fundi ákváðum við aö hætta störfum,
því Ijóst var að álit frá hópnum gæti ekki
talist álit frá kvennaframboðskonum. En
þar sem ég tel nauðsynlegt að við í Kvenna-
framboðinu gerum okkur grein fyrir þeim
breytingum sem eru fyrirhugaðar á stjórn-
arskránni set ég hér fram nokkra punkta til
athugunar.
Hvað er stjórnarskrá?
Stjórnarskrá er sérstakur lagabálkur sem
geymir grundvallarreglur stjórnskipunar-
innar. Þessum reglum er fyrst og fremst
ætlað að fastsetja æðstu stjórn ríkisins,
tryggja stjórnfrelsi og réttaröryggi og setja
beitingu ríkisvaldsins nokkrar hömlur svo
þegnarnir verði ekki ofríki beittir.
Stjórnarskrá geymir aðeins gagnorðar
meginreglur en þeim reglum eru ætlaðir
langir lífdagar. Stjórnarskrárákvæði eiga að
standa af sér umhleypinga stjórnmála og
tísku. Þau njóta því mun meiri helgi en aðrar
réttarreglur. Kemur það bæði til af et'ni
þeirra og eins því að aðrar réttarreglur í
þjóðfélaginu, skráðar sem óskráðar, verða
að eiga stoð í stjórnarskránni og mega alls
ekki stríða gegn ákvæðum hennar. Helgi
stjórnarskrárinnar birtist m.a. í því að breyt-
ingar á henni eru mun torveldari en á al-
mennum lögum. Þess er t.d. krafist hér á
landi að löggjafarþing samþykki breyting-
una tvisvar en milli þinga eiga almennar
þingkosningar að fara fram. Tilgangurinn
með þessu er að koma í veg fyrir vanhugs-
aðar eða tilgangslausar stjórnarskrárbreyt-
ingar.
Nokkrar mikilvægar breytingar
Nú stendur til að breyta þessum æðstu
lögum okkar. Hér er ekki hægt að taka allar
breytingatillögurnar fyrir en drepið verður
á nokkrar þeirra. Fyrst má nefna að í breyt-
ingatillögunum eru nýjar greinar um mann-
réttindi, m.a. 62. og 63. grein. 62. grein
hljóðar svo: ,,Allir skulu njóta frelsis,
mannhelgi og jafnréttis að lögum.“ 63.
grein er svo nánari útfærsla á mannréttind-
um einstaklinga. í þessum greinum er því
kveðið á um fullt jafnrétti allra. Eðlilegt
virðist í fyrstu að allir muni fagna þessu. En
svo þarf þó ekki að vera. Ef þessi grein er
komin inn í stjórnarskrá eru nefnilega öll
hugsanleg tímabundin forréttindi kvenna
eða jákvæð mismunun úr sögunni — því
eins og fram kom hér á undan mega engin
lög stangast á við stjórnarskrána. Þessu
ákvæði breytinganna þyrftum við að velta
vandlega fyrir okkur.
Fleiri greinar mannréttindakaflans eru
þess virði að um þær sé rætt, t.d. 67. grein.
Hún fjallar um friöhelgi heimilis og er hún
gerö all ítarlegri í breytingatillögunum en
hún er í núgildandi stjórnarskrá. í þessa
grein er m.a. komið ákvæði um vernd upp-
lýsinga um einkahagi manna og segir að
slíkt ákvæði skuli sett í lögum. Þetta atriði er
vafalaust til komið vegna tölvanna því nú er
mun auðveldara en áður var að safna og
geyma upplýsingar um einstaklinga.
í breytingatillögunum er einnig mjög stór
breyting, sem er lækkun kosningaaldurs úr
20 árum í 18 ár (30. grein). Vafalaust eru
skiptar skoðanir um þetta atriði manna á
meðal. Engin umræða liefur þó farið fram
um það og tel ég það m.a. sýna að fyrirhug-
aðar breytingar á stjórnarskránni hafa alls
ekki verið kynntar þjóðinni nægilega vel.
í 40. grein er sagt frá því hverjir eiga rétt á
að bera upp frumvörp og þingsályktunartil-
lögur á Alþingi. Samkvæmt bæði núgildandi
stjórnarskrá og breytingartillögunni hafa
þingtnenn, ráðherrar og ríkisstjórn þann
rétt. Þarna mætti kannski bæta við að ein-
staklingar eigi einnig rétt til að flytja frum-
Vörp ef þeir hafi nægilega marga stuðnings-
menn á bak við sig, t.d. 4-5000. í ljósi þess
hversu fáar konur sitja á Alþingi gæti slíkt
ákvæði orðið konum sérlega mikilvægt til að
koma sameiginlegum hagsmununr kvenna í
þessu landi á framfæri.
Kjördæmamálið er sú breyting sem mesta
umræðu hefur hlotið í fjölmiðlum. Þing-
menn vilja flestir að alþingismönnum verði
fjölgað úr 60 í 63. Mætti halda að þingmenn
hugsi meira um eigin hag en það sem
hagkvæmast er fyrir þjóðina enda virðist
sem flokkar þeir sem nú sitja á Alþingi hafi
samið um jafna skiptingu atkvæða sín á milli
en ekki jafnan atkvæðisrétt allra íslendinga.
Hvað sem unr það má segja þá er ljóst að
alþingismenn eru starfsmenn íslensku þjóð-
arinnar og venjulega eru það vinnuveitend-
ur sem ákveða hvort fjölga þurfi starfs-
mönnum en ekki starfsmennirnir sjálfir. Því
varpa ég fram til umræðu þeirri spurningu
hvort ekki vanti í stjórnarskrá okkar ákvæði
unr að fjölgun þingmanna skuli bera undir
þjóðaratkvæði.
Að lokum
Mörg fleiri atriði breytingartillagnanna er
full þörf á að ræða, hvort sem manni virðast
þau muni verða til góðs eða ills því eins og
að framan sagði á stjórnarskrá að geta stað-
ið lengi og því þarf að vanda vel gerð henn-
ar. Því ættum við kvennaframboðskonur að
ganga á undan í því skyni að kynna okkur og
öðrum stjórnarskrána og fyrirhugaðar
breytingar á henni. Vona ég að hvort sem
stofnaður verði nýr hópur um stjórnarskrár-
málið eða ekki þá muni einhver umræða,
um t.d. ofangreind atriði, fara fram innan
Kvennaframboðsins. Loks vil ég benda
þeim sem hafa áhuga á að kynna sér núver-
andi stjórnarskrá og breytingatillögurnar á
að „Skýrsla stjórnarskrárnefndar um end-
urskoðun stjórnarskrárinnar" hefur verið
gefin út og hana getur hver sem er fengið
ókeypis í Stjórnarráðinu.
Sigurrós Erlingsdóttir.