Vera - 01.04.1983, Side 28

Vera - 01.04.1983, Side 28
BARNSFÆÐING — verðlaun syndarinnar Framhald úr síðasta blaði ** Fyrir mörgum áratugum var kirkjuleiösl- an hátíðar- og helgistund, svo sem sjá má af frásögn Arnfríðar Sigurgeirsdóttur á Skútu- stööum: „Ég hafði fengið að fara til messu og sat nú í einum kirkjustólnum á Skútu- stöðum og litaðist um. Gegnt mér var sæti Þóru á Gautlöndum, autt og mannlaust. Ekki myndi það verða svo í messulok, því aö í dag átti að leiða hana í kirkju. Hvernig sú athöfn færi fram vissi ég ekki, þorði ekki aö spyrja, því að spurningar mínar þóttu oft heimskulegar, og hlaut ég þá hlátur í stað svará. Það hafði ég heyrt smalapilt hús- bónda rníns segja, að sú kona, sem leidd væri í kirkju, yrði að sitja úti fyrir kirkjudyr- um, hvernig sem viðraði, þar til ræðu prests- ins lyki. Þá leiddi presturinn hana til sætis. Aö vísu höfðu uppeldissystur mínar talið þetta löngu úrelt, en ég hallaðist frekar á sveif með piltinum en þeim. Allt í einu heyrði ég lokið upp kirkjunni og leit við. Aldrei á ævi minni hafði ég séð jafn fagrar og jafnvel búnar konur og þær, sem komu inn úr dyrunum. Sú, sem á undan fór, var klædd svörtum flauelskyrtli, lögðunt silfurstímum. Á höfðinu bar hún skautafald og breiða silfurspöng yfir mjallhvítu enninu. Hrafnsvartir lokkar hrundu niöur bakið og komu undan blæjunni. Hún horfði dökkum leiftrandi augum til beggja handa, er hún gekk hröðum skrefum inn kirkjugólfið. Hin konan var grannvaxnari, fríð sýnum, og yfir henni allri hvíldi sá yndisþokki og sú mildi, sem gjörði hana ástsæla hverjum manni. Hún var engur síður vel búin en mágkona hennar, en þó nokkuð á annan veg, þótt báðar klæddust faldbúningi. Þessi kona bar pils og treyju, sem einu nafni nefnist sam- fella. Voru baldíraðar rósir með gullvír í barma treyjunnar, hálsmál og ermar, og eins í beltið. Neðarlega í pilsið var skatteraöur rósabekkur með brúnum „sjatterinda"-lit- um, beltispörin báru gullslit, og eins ennis- hlaðið, sem kallað var krónukoffur. Kona þessi virtist mér frekar svífa en ganga til sætis síns. Þetta var Þóra á Gautlöndum. Hafði hún sjálf saumað búning sinn að öllu leyti. og þótti vera á honum snilldarhand- bragð ... Ekki man ég neitt úr ræðu prests- ins, fyrr en hann hækkaði röddina lítið eitt og þakkaði Guði fyrir vernd hans á rnóður og börnum [tvíburum fæddum 17. des. 1889] á stund hættunnar... Nú er löngu liðin sú tíð, að konur séu leiddar í kirkju. Telja margir þaö hégómamál, en ég trúi á mátt bænarinnar af vörum heittrúaðs manns, sem biður af heilum hug öörum blessunar.. ,“18 Þessi siður að leiða konur í kirkju eftir barnsburð, eins og þaö var Iíka kallað, þó að þeirra væri aðeins minnst af stól, lagðist ekki með öllu niður hér á landi fyrrcn liðið var talsvert á 20. öldina. Dæmi þess eru inér kunn, eitt a.m.k. á prenti.19 Skömmu fyrir aldamótin síðustu átti að endurskoða handbók presta og frumvarp um breytingar kom út árið 1897. Frumvarp- ið er undirritað af þrem merkisklerkum, þeim Hallgrími Sveinssyni (síðar biskupi), Valdimar Briem (sálmaskáldi) og Þórhalli Bjarnarsyni (síðar biskupi). Þeir þremenn- ingarnir telja að fella mætti úr handbókinni fyrirmælin um kirkjuleiðslu kvenna, „enda öldungis úrelt í hinu fyrirskipaða formi." Eins hafi það „hneykslað marga, að ekki er líka beðið fyrir ógiftum mæðrum."20 Árið 1910 kom svo loksins ný handbók fyrir presta -— Helgisiðabók. Þar eru engar kirkjuleiðslubænir. Barneignir og aflausnir Þegar kona til forna eignaðist barn utan hjónabands áttu ættingjar hennar — karl- menn — að refsa þeim manni sem hlut átti að máli, fyrst og fremst fyrir að vansæma ættina. Konur stóöu réttlausar í þeim refsimálum hvernig svo sem hugur þeirra stóð til barns- föðurins. Hins vegar áttu þær á hættu að missa erfðaréttindi ef þær leyndu faðerni barnsins eða lugu til um það.21 Síðar er áhrifa frá „heilögum" kirkju- feðrum fór að gæta hér, en þeir töldu konur vera freistara frá þeim vonda, að vísu „dul- arklæddar í skínandi yndisþokka"22 uröu bæði karlar og konur að standa skil á gerð- um sínum, taka skriftir og atlausn og sættast við heilaga kirkju og gjalda auk þess drjúgan skilding fyrir. Skömmu eftir siðskiptin var hert nijög á öllum refsingum fyrir skírlífisbrot. Sam- kvæmt „Stóra dómi" (1564) lá líflát við stærstu skírlífisbrotunum, karlmenn skyldu hálshöggnir, en poki dregin á höfuð kvenna og þeim síðan drekkt. íslendingum var mjög illa viö þessi lög og reyndu landsmenn lengi vel, a.m.k. leik- ntenn, að komast hjá að fylgja þeim. Fyrir 1600 voru ekki margir líflátnir eftir Stóra dómi, en svo þraut mótstöðuna gegn hon- um. Þá tekur við hver líflátsdómurinn á fætur öðrum, og samfara því taka við barna- morö og útburðarmál og önnur lögbrot. Lágu þessi lög sem martröö á þjóðinni í nieir en tvær aldir.23 Út af einföldu skírlífisbroti — þ.e. fyrstu

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.