Vera - 01.04.1983, Side 31

Vera - 01.04.1983, Side 31
Nei, það erekki satt, segja málfræðingar, sem kannað hafa málið. Bandarískar, ensk- ir og sænskir málfræðingar liafa komist að allt annarri niðurstöðu með því að taka upp samtöl karla og kvenna og hlusta og skrá þau. Hér segir frá niðurstöðum Dale Spender frá Englandi: „Þegar ég var að vinna að bók minni „Man Made Language" átti ég oft erfitt með að greina samtölin, því þó svo ég hafði mikið magn samræðna á bandi, heyrðist svo lítið í konunum. Ég uppgötvaði að ekki aðeins tala karlarnir meira, heldur grípa þeir oftast fram í fyrir öðrum. Mínar niður- stöður sýna að 98% allra frammígripa koma frá krölum, bandarískar kannanir sýna 99% og sænskar (í því himnaríki jafnréttis- ins) að 100% allra frammígripa koma frá körlunum. Af þessum tölum virðist öruggt að draga þá ályktun, aö þegar konur á ann- að borð ræða við karlmenn, er stungið upp 1 þær á einn eða annan hátt nokkuð fljótt. r//"Mk\\ V\V 7///Ax/\\\\\\ Kjaftaglaðar konur?__________________ En hvernig stendur þá á því, að allir trúa að konur tali mikiö þegar þær í raun kom- ast sjaldan að þegar kynin ræða saman? Svarið er að sumu leyti að finna í viðhorf- unum gagnvart konum. Það er ekki ætlast til þess að þær láti mikið í sér heyra. Ef „bestu" konurnar eru þær sem þegja (ríkj- andi skoðun í gegn um aldirnar — allt frá Aristoteles og Páli postula), þá þarf ekki nema örfá orð til þess að þær veröi sagðar tala of mikiö. „Konur skulu þegja í söfnuð- inurn," sagöi postuli Páll. Hann yrði þakk- látur, kæmi hann til okkar í dag og heyrði hversu mikið mark er á honum tekið. Ráð- leggingar til kvenna, sem eru aö reyna að koma sér í mjúkinn hjá körluni, byrja t. d. oft á því að kenna þeim að hlusta, örva karlinn til að tala um sjálfan sig. bregst við konu, sem reynir að brjóta regl- urnar og krefst þess að fá að taka til orðs jafn oft og hann. Nú, ef einhver kona, sem gerir slíka at- hugun, heyrir að hún talaði alveg jafn mik- ið og karlinn, mun hún að öllum líkindum minnast þess með kinnroða. Henni mun hafa fundist sem hún væri frek og leiðinleg — eins og öðrum, sem til heyrðu hefur ef- laust þótt líka. Hún talaði of mikið. Óskráð lög____________________________ Strax og við lærum að tala, lærum við jafnframt óskráð lög um hvernig beri að tala. Þessar reglur stjórna okkur nteira en okkur grunar. Þær eru óskráðar en virtar. Sumar eru skrýtnar, eins og sú sem bannar okkur að tala upphátt við sjálf okkur, eða hin sem bannar að sungið sé í strætó eða hlæja upphátt á almannafæri að einhverju sem verið er að lesa — fólk, sem gerir slíkt er álitið skrýtiö, ef ekki smágeggjað. Það er líka bannað að grípa fram í fyrir sumum en ekki öllum sumir hafa einfaldlega meiri rétt til áð á þá sé hlustað án truflana. Sá réttur fer eftir stöðu og valdi enda sýna kannanir aö því hærri staöa og því meiri völd — þeim mun fleiri frammígrip og oröaflaumur. Vinnuveitandi hefur meiri rétt en vinnu- þegi, kennari meiri en nemandi o. s. frv. Með þetta í huga er það dálítið undarlegt að í samfélagi þar sem jafnstaða kynjanna ku ríkja, skuli karlar hafa meiri rétt til að tala og grípa fram í en konur. Er þetta satt?________________________ Sumum koma niðurstöður þessara kann- ana á óvart. Konur, sem ekki trúa tölunum, geta auðvitað gert sínar einka-athuganir. Því ntiður get ég ekki skýrt frá því sem ger- ist ef hún reynir sjálf að grípa fram í fyrir karli — mínar eigin athuganir á því voru alltaf mislukkaðar! Annað hvort var mér sagt að ég væri ókurteis og búin að eyði- leggja samtaliö eöa þá karlinn einfaldlega fór og endaði „sam“talið á þann veg! En ef einhvcr vill reyna þá þarf ekki ann- að til þess en lítið segulbandstæki og svo- litla kjaftagleði. Flestar konur, held ég, munu komast aö sömu niðurstöðu eftir á: hún komst varla að. Eða, ef hún gefst ekki upp, þá heyrir hún gjörla hvernig karlinn Hvort er betra?_________________________ En ættu konur að tala jafn mikið og karl- arnir virðast gera? Og grípa jafn oft fram í? Ég held ekki. Því þá væri verið að gera ráð fyrir að framkoma karlanna væri hin rétta og þess virði að herma eftir. Sú framkoma myndi aðeins auka hávaðann í kringum okkur. Ég myndi fremur kjósa að karlar lærðu að hlusta, eins og konur gera og þró- uöu með sér aörar samtalsreglur. Þetta er þó auðveldar sagt en gert. í fyrsta lagi trúa því fæstir karlar að þeir tali of mikið og grípi oftar fram í. Jafnvel þó svo öll kvenþjóðin reyndi að telja þeim trú um að þeir séu málpípurnar en ekki þær, er síður en svo víst að karlarnir skiptu um skoðun. Svo, í öðru lagi, er hin ástæðan: Rétt eins og margir atvinnurekendur láta sér illa lynda að hlusta á og taka alvarlega það sem launþegar þeirra eru að segja, þá eru þeir karlar til, sem myndu ekki sætta sig við að hlusta á konur. Rétt eins og margir kennarar sýna nemendum sínum óþolinmæði, liggi þeint eitthvað á hjarta eða vilji koma skoðun á framfæri, þá eru margir karlar, sem halda sig vita betur en konur og þurfi því ekki aö hlusta á þær. Þeir, sem eru ofar settir eiga auðveldar með að tala, vegna þess að þeirra er valdið og þekkingin. Samtöl gefa þess vegna valda-afstöðu samtalenda í skyn, á þeim má glögglega heyra hvort á milli þeirra ríkir jafnstaða eða ekki. Samtöl kynjanna segja sömu sögu.“ (Bók Dale Spender heitir „Man Made Language", útg. er Rout- ledge & Kegan Paul. Hún hefur einnig skrifað bókina „Women of ideas“, sem kom út hjá sama fyr- irtæki í september s. I.) Ms þýddi. 31 £2

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.