Vera - 01.04.1983, Page 33

Vera - 01.04.1983, Page 33
fyrir konur, þaö getur verið að það sé auð- veldara hvað það snertir að vera utan sjálfra íþróttafélaganna. Vera: Hver er ykkar skýring á því að konur virðast fremur leita út fyrir félögin? Asthjörg: Kvennancfndin komst ekki að neinni niðurstöðu um það. En e. t. v. vilja sumar konur ekki taka á sig þá hugsanlegu kv(iö sem fylgir flestu félagsstarfi. Þetta er þó bara ágiskun. Svana: Margar konur, sem iðka einhvers konar líkamsrækt utan félaganna, eru einn- ig meðlimir íþróttafélaga. Skýringin kann að vera sú, að félögin geri of lítið fyrir þær greinar sem viröast svo vinsælar hjá konum. Oddný: Önnur skýring er sú aö það er ekki um neitt að velja. Margar konur sækjast eftir að taka upp þráðinn innan félaganna en treysta sér vart í keppnisflokka og þá virðast félögin því miöur ekki hafa tíma fyrir þær. Fjármálin — misrétti? Vera: Víkjum að fjárhagshliðinni. Er þeim peningum rétt varið, sem félögin fá? Kvennalandsliðið í handbolta kvartaði yfir því opinberlega í vetur að strákarnir fái alla peningana og alla athyglina. Pið í Kvenna- nefndinni bendið á að ekki sé nóg gert fyrir yngstu flokkana. Er þetta hvort tveggja ekki í andstöðu við þá samhjálp og þann félags- anda, sem iðkun íþrótta á að þroska? Svana: Ég sé því miður enga breytingu á þessum málum hvað varðar landslið kvenna í handknattleik. Ég fæ ekki betur séð en stúlkurnar standi núna í nákvæmlega sömu sporum og viö geröum, sem vorum í fyrsta landsliðinu 1956. Viö þurftum þá, eins og nú, aö afla okkur fjár á sama hátt, með því að selja happdrætti eða safna auglýsingum. Það er óneitanlega gerður mikill munur á landsliöunum í handknattleik. En grund- vallarmeinsemdin liggur hjá félögunum sjálfum en ekki hjá H.S.Í. eins og þið í kvennalandsliðinu hafið sagt. Katrín: Ég er ekki sammála þessu. Ég hef ekki orðið vör við það misrétti innan rníns félags sem ég verð vör við í samskiptum mínum við stjórn H.S.Í. Höfum það í huga, aö konur eru 40% meðlima H.S.Í. íþrótta- samband íslands greiðir sérsamböndunum svokallaða kennslustyrki, en upphæð þeirra ter eftir skýrslum félaganna um tölu með- lima. Samkvæmt því ættu 40% fjármun- anna sem H.S.Í. fær, að renna til eflingar islenskum kvennahandknattleik, en viö veröum nú ekki mikið varar við það. Oddný: Á landsþingi H.S.Í. var því borið við að karlalandsliðið bæri meira úr býtum °g því fengi það meiri peninga. Auðvitað er á hvorugum staðnum hægt að tala um gróða af landsleikjum — það er líka mikið tap á rekstri karialandsliðsins. En þetta á alls ekki að tara eftir gróðavonum! Við erum líka að stelna á toppinn, alveg eins og strákarnir, og ef þeir sem ráða fjármununum væru að kugsa um árangurinn einan, þá ætti að ) skipta jafnar. En það er bara ekki það scm þeir eru aö hugsa um. Þeir hugsa sem svo að við séum bara stelpurnar, en þeir séu strák- arnir og þeir skipti meira máli. Sjáið þið til dæmis hvernig blöðin segja frá landsliðun- um. Fyrir B-keppni karla í Hollandi voru blöðin uppfull af fréttum um það í mánað- artíma áður, en við í nákvæmlega sömu að- stöðu núna, fáum nær enga umfjöllun. Okk- ar B-keppni er í apríl og þrátt fyrir engu lakari árangur hjá okkur en körlunum, höf- um við aðeins fundið eina litla frétt af þess- ari væntanlegu keppni. Afreksfólk og almenningur Ástbjörg: Afreksfólkið kemur upp úr fjöld- anum — hann þarf að eygja fyrirmynd, eitt- hvað til að keppa að. Vera: Spurningin er kannski sú, hvort t. d. landslið kvenna í handknattleik verði fyrir- mynd, meðan svo lítið er gert úr afrekum þess, og lítið fyrir liðið sjálft. Það felst vissu- lega visst mat á því hvað stúlkurnar gera, í því hvernig styrkjum til þeirra er varið. Svana: Og það kemur fleira til. Á meðan félögin stofna áhugamannalið í kringum karlaliðin, þá sitja stúlkurnar eftir. Þarna þarf að verða breyting á. Peningar hafa auð- vitað allt að segja, án þeirra er lítið hægt að aðhafast. Hitt er annað mál. að við getum vel skilið það hjá stjórnum félaganna, að þær leggi meira í þær greinar eða flokka sem gefa þeim eitthvað í aðra hönd. Það er alltof litlu fjármagni veitt til íþrótta. Ástbjörg: Fjármunum íþróttahreyfingar- innar er líka skipt misjafnlega eftir greinum — um það gilda ákveðnar reglur, iðkenda- fjöldi og fleira. Vera: Er e. t. v. varið of miklu fé til skipu- lagðrar íþróttastarfsemi í stað þess að veita því í almenningsiðkun? Svana: Það tel ég nú ekki vera, þó svo rnikið megi bæta aðstöðu almennings. Það er þó alltaf verið að gera eitthvað. lítum bara á skíðaaðstöðuna! Ég aðhyllist þó að trimm- aðstöðu verði komið fyrir í hinum ýmsu hverfum borgarinnar, og að hinum almenna borgara verði kennt að nota þá aðstöðu. Ástbjörg: íþróttafélögin hafa full not fyrir það fé sem þau fá. En það er umhugsunar- efni, hvort þau gera nógu mikið fyrir þá, sem vilja leggja stund á annað en keppnis- íþróttir, og hvort þau ættu ekki að bæta aðstöðuna fyrir almenningsíþróttir. Efþið mcettuð ráða . . . Vera: Ef þið mættuð ráða, hverju mynduö þið vilja breyta? Ástbjörg: Að hlutfall kynjanna í stjórn íþróttafélaganna yrði jafnt. Það myndi án efa víkka sjóndeildarhringinn. Katrín: Fleiri konur í stjórnir, þaö myndi breyta viðhorfum karlanna, og þeir myndu ef til vill hegða sér öðruvísi gagnvart okkur. Oddný: Það yrði til þess að fjárveitingar yrðu réttlátari. Ms og Kj.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.