Vera - 01.04.1983, Qupperneq 37

Vera - 01.04.1983, Qupperneq 37
sá karl cr hún bcr sig saman við til þcss að ciga rctt á jöfnum launum og hann heldur einungis að störfin scu jafnverðmæt og sam- bærileg. Samkvæmt Jafnréttislögunum væri það engin skylda að vcra í verkalýðsfclagi til þess að njóta verndar laganna. Luus staða! En höldum áfram að rckja okkur eftir efni Jafnrét’tislaganna. í 4. grein laganna cr boðið aö sérhvert starf scm auglýst sé laust til umsóknar skuli standa opið jafnt konum sem körlum. í auglýsingu um starfið sé óheimilt að gefa til kynna að fremur sé ósk- að eftir starfsmanni af öðru kyninu cn hinu. Efnislega er þessi grein í beinu framhaldi af 3. grein. Ef grunur leikur á að um kynferðislega mismunun hal'i verið aö ræða við val á starfsmanni þá gctur Jafnréttisráð farið fram á það viö hlutaðeigandi atvinnurek- anda að hann veiti því skriflegar upplýsing- ar um hvaða menntun, starfsreynslu og aðra sérstaka hæfileika sá hefur til að bera sem ráöinn var í starfið. Jafnréttisráð veitir við- komandi umsækjanda um starfið þennan atbeina sinn ef umsækjandinn óskar þess og hafa konur og karlar sama rétt til að fara tram á þessa fyrirgreiðslu Jafnréttisráðs. Ráðinu ber hinsvegar ekki skylda til að hlutast til öflun þessara upplýsinga nema sá sem krel'st upplýsinganna sé af gagnstceðu kyni viö þann sem var ráðinn. I framhaldi af öllum þessum greinum er ein til viðbótar er lýtur að stöðu kynjanna í atvinnulífinu en það er 6. grein sem kveður á um það að konur og karlar er starfi hjá sama atvinnurekanda skuli njóta sömu 'nöguleiku til framhalds starfsþjálfunar og til uð sœkja námskeið er haldin séu til að auka hcefni í starfi, eöa til undirbúnings annarra starfa. Þessi grein er í rauninni aðeins til áréttingar meginreglunni sem kemur fram í -■ grein um jafnrétti kynjanna til menntun- ar. Skólar og jafnrétti I skólum og öörunt menntastofnunum skal veita fræðslu um jafnrétti karla og kvenna sbr. 7 . grein. Kennslubækur og kennslutæki sent þar eru notuö skulu vera þannig úr garöi gerð og hönnuð aö kynjunum sé ekki mismunað. Þetta ákvæöi kemur heim og saman við þá almennu skoðun að það eigi að vera eitt af verkefnum skólanna að stuðla að jafnrétti karla og kvenna. Efist einhver um þessa staðhæfingu þá má benda hinum sama á 7. grein í lögunt unt skólakerfi nr. 55 frá árinu 1974 þar sem segir að í öllu starfi skóla skuli konur og karlar njóta jafnréttis í hvívetna, jafnt kennarar og nemendur. Þar sem í greininni cr talaö um skóla cr átt við grunnskóla, framhaldsskóla, mcnntaskóla, háskóla, bréfaskóla o. s. frv. en einnig er tutlast til að leikskólar og dagheimili falli hér Undir. Þar sem talaö er um kennslutæki sem notuð eru við kennslu, er átt við auk kennslubóka, tímarit, segulbönd. kvik- myndir sem framleiddar eru í þeim tilgangi að nota viö kennslu. Leikir og lcikföng í leikskólum og dagheimilum tcljast og til kennslutækja í þessu sambandi. ,,DiIlibossa“-atigIýsingar Síðasta efnisgreinin scm nefnd veröur hér er sett til höfuðs þeim auglýsingum þar sem konulíkaminn er beinlínis notaður til að selja vöru sem kemur konulíkamanum ekk- ert við, enda þótt karlmenn njóti að sjálf- sögðu verndar þessarar greinar til jafns við konur. Áttunda grein jafnréttislaganna kveður svo á um að auglýsendum sé óheim- ilt að birta nokkrar þœr auglýsingar í orðum eða myndum er orðið geti öðru kyninu til minnkunar eða lítilsvirðingar. Það skiptir ekki máli hvar auglýsingin birtist, hvort heldur í dagblöðum, tímaritum, auglýsing- arspjöldum, kvikmyndum. útvarpi, sjón- varpi o. fl. Einnig er ætlunin að Ijósaskilti, auglýsingar í verslunum eða á vörunt teljist til auglýsinga í þessu sambandi. Tæknilega séð er þetta ákvæði dálítið óburðugt. Vafa- samt er t. d. hvernig aðild að máli sem höfð- að væri á grundvelli þessarar greinar væri háttað og ennfremur er vafasamt að gcra megi kröfur til skaðabóta skv. 12. grein sem síðar veröur vikið að, þar sem vandséð er hver bótagrundvöllurinn eigi að vera. En meginatriðið er samt sem áður það að meö þessu ákvæði hefur löggjaíinn sett leiöbein- ingarreglu, sem höfðar fyrst og fremst til dómgreindar og sjálfsvirðingar hvers og eins. „Dillibossauglýsingin" alkunna frá innheimtudeild ríkisútvarpsins sjónvarps er t. d. ágætt dæmi um hvernig beita má 8. grein jafnréttislaganna. Jafnréttisráð beindi þeim tilmælum til ríkisútvarpsins að hætt yrði notkun á þessari auglýsingu þar setn hún stangaðist á við nútíma jafnréttishug- myndir. Ríkisútvarpið varð við þeim tilmæl- um. Jafnréttisráð Það er hlutverk Jafnréttisráðs að annast framkvæmd laganna, sjá t. d. til þess að þeim ákvæöum sem hér að framan hafa verið reifuð (2.-8. grein Jafnréttislaganna). Jafnréttisráð er skipað fimm mönnurn, þrír ráðsmanna eru úr atvinnulífinu (sinn hver frá BSRB, ASÍ og VSÍ), einn frá félags- málaráðuneytinu og einn skipaður af Hæstarétti og skal sá hafa lokið embættis- prófi í lögum og er sá jafnframt formaður ráðsins. Önnur verkefni Jafnréttisráðs eru rakin í 10. grein Jafnréttislaganna en þau eru m. a.: aö vera ráðgefandi gagnvart ýms- um aðilum í málefnum sem varða jafnrétti kynjanna í kjaramálum og við ráðningu eða skipun í starf, fylgjast með þjóðfélagsþróun er varðar jafnrétti oggera tillögur ísamræmi við hana, taka til rannsóknar hver brögð kunni að vera misrétti í jafnréttismálum og eru opinberar stofnanir og félagssamtök upplýsingaskyld gagnvart Jafnréttisráði þar að lútandi. Þá er það og hlutverk ráðsins að taka við ábendingum um brot á Jafnréttis- lögtinum og rannsaka málið af því tilefni og senda að rannsókn lokinni málsskjöl til þeirra aðila er málið snertir sbr. 10 grein laganna. Urræði laganna En hvaða úrræði heimila lögin ef Jafn- réttisráð telur að brotið hafi verið gegn ákvæðum 2.-8. grein laganna? Ráðið getur beint rökstuddum tilmælum til viðkomandi aðila um úrbætur. Fallist þá aðili hins vegar ekki á tilmæli Jafnréttisráðs er ráðinu heimilt sbr. 2. mgr. 11. gr. í samráði við hlutaðeigandi starfsmann að höfða mál í umboði hans til viðurkenningar á rétti hans, en þessi heimild 2 mgr. sviptir viðkomandi starfsmann ekki rétti tii að höfða mál í eigin nafni. Sá sem brýtur gegn Jafnréttislögunum er skaðabótaskyldur skv. almennum reglum. Það þýðir einfaldlega að sá sem brotið bein- ist gegn verður að geta sýnt fram á einhvers konar fjártjón. Fjártjón sem einstaklingur getur oröið fyrir af þessum sökum getur t. d. falist í því að hann hafi ekki fengið starf og verið atvinnulaus um tíma eða þá að starfs- maður hefur ekki fengið laun í samræmi við 2. grein laganna. Huglægt tjón verður ekki bætt skv. jafnréttislögunum. Þá er einnig heimilt að beita refsingu. þ. e. fésektum, sbr. 12. grein nema þyngri refsing liggi við að lögum. I 13. grein Jafnréttislaganna segir að hér- aðsdómari fari með mál út af brotum á Jafn- réttislögunum ásamt tveimur meðdómend- unt. Mál af þessu tagi eru í eðli sínu mann- réttindamál ekki síður en kjaramál og því þykir eðlilegt að almennir dómstólar fjalli um slík mál en ekki Félagsdómur. Einstaklingur sá sem leitar til Jafnréttis- ráðs á að geta notið allrar lögfræðilegrar aðstoðar ef svo langt gengur að málið fari t'yrir dómstóla. En dómstólaleiðin er kostn- aðarsöm og því er mælst til þess í greinar- gerö að Jafnréttisráð aðstoði þann sem misgert er við að leita réttar síns, annað hvort með því að reka málið sjálft í umboði hans, eins og gert var í Hæstaréttarmálinu frá 12. mars 1982, eða að sjá um að hið opinbera greiði kostnað við niálið t.d. með gjafsókn. Pórunn J. Hafstein, lögfrœðingur

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.