Vera - 01.09.1984, Qupperneq 6

Vera - 01.09.1984, Qupperneq 6
Samband íslenskra bankamanna FÉLAGATALA: 2970 HLUTFALL KYNJA: konur 68%, karlar 32% LÁGMARKSLAUN: 13.721,04 — 14.127,55 MEÐALLAUN KVENNA ÁN STARFSALDURSÁLAGS: 16.450 MEÐALLAUN KARLA ÁN STARFSALDURSÁLAGS: 20.327 MISMUNUR: 19.1% HLUTFALL KYNJA í: a) Aöalstjórn: konur 42,8%, karlar 57,2% b) Trúnaðarmannaráði: konur 80%, karlar 20% c) Samninganefnd: konur 33,3%, karlar 66,6% LAUNALIÐUM SAMNINGA HEFUR VERIÐ SAGT UPP KRÖFUR: að fá eitthvað upp í þá kaup- máttarrýrnun sem verið hefur Matthildur Björnsdóttir 37 ára/ fráskilin/ 2 börn Bakgjaldkeri í Landsbankanum Ég hef unniö í banka í rúmlega 10 ár. Starf mitt felst í því aö gera upp eftir gjald- kera, ég geng ásamt öðrum frá öllum pappírum sem gjaldkerar fá í hendur yfir daginn. Auk þess vélrita ég ýmislegt smá- legt, geng frá pósti og raða saman alls- kyns blöðum fyrir bankastjóra. Þótt þetta viröist nokkuð fjölbreytt starf er þetta þurr og andlaus rútínuvinna. Ég er í 8. launaflokki 1. þrepi og hef þar á ofan 9% álagningu eftir 10 ára starf. Um s.l. mánaðamót fékk ég 18.139.92 í heild- arlaun. Ráðstöfunartekjur mínar eftir að búið var að draga af mér voru um 17.500 en auk þess fæ ég 7500 kr. á mánuði í meðlag og mæðralaun. Mér gengur illa að láta enda ná saman, þótt ég hafi það ef- laust gott miðað við margar aðrar. Sára- sjaldan kaupi ég mér föt, ég geng alltaf í sömu fötunum. í mörg ár gekk ég í fötum af móður minni. Börnin mín ganga í fötum af öðrum börnum. Ég spara mikið í mat, kaupi aldrei kex, sælgæti eða þvílíkan munað. Mér finnst það hart, að þótt ég gæti ýtrasta sparnaðar fer alltaf helmingur af tekjum mínum og vel það í mat og hrein- lætisvörur — 13—14.000 kr. á mánuði. Það þætti án efa gott á neytendasíðu DV, eða hvað heldur þú? Ég er næstum hætt að bjóða fólki í mat og bíl get ég hvorki keypt né rekið á þessum launum. Ég á skuldlausa kjallaraíbúö en fasteignagjöld og viðhald kemur í stað húsaleigu. Auðvit- að er betra að eiga íbúð en að leigja og vita aldrei hvenær maður þarf að flytja út. Mér hefur tekist furðanlega að nýta þessar krónur enda er ég þekkt fyrir að vera mjög útsjónarsöm. Ég stefni alltaf að því að geta gert eitthvað fyrir sjálfa mig svo að ég hafi eitthvað til að hlakka til, t.d. að skreppa til útlanda. En óneitanlega er það erfiðara en áður, því að kjörin hafa far- ið hríðversnandi allt frá myntbreytingunni — það var lúmsk aðferð til að klípa af laun- unum okkar. Og ekki bötnuðu kjörin við efnahagsaðgeröir ríkisstjórnarinnar s.l. sumar! Auðvitað er það ekkert náttúrulögmál að konur séu svona lágt launaðar. Mér finnst konur sofa þyrnirósarsvefni. Þegar þær sækja um vinnu eru þær svo auðmjúkar að þær spyrja ekkert út í launin, þær eru svo þakklátar fyrir það eitt að fá vinnu. Það fyrsta sem karlar spyrja er: ,,Hvað fæ ég í laun?” Þeir gera kröfurtil að geta séð fyrir heimili og börnum. Konur halda að þær séu lítils virði og giftar konur líta margar á sig sem aukafyrirvinnu. Ég var ábyggilega svona sjálf. Sem betur fer eru til konur sem hafa áhuga á kjaramálum þótt flestar sem ég þekki hugsi lítið um þau mál. Vinnuveitendur og þessir herramenn sem semja fyrir okkur eru úr tengslum við fólkið sjálft. Þeir eru á góðum launum en ættu að prófa að lifa á mínum svo ekki sé minnst á laun iðnverkakonu. Það er þjóð- arskömm að ætla manneskju að lifa á 12—13.000 kr. á mánuði. Að mínu mati ættu lágmarkslaun að vera á bilinu 25—30.000 kr. á mánuði. Og réttast væri að hver einasta kona færi til síns atvinnu- rekanda og legði spilin á borðið fyrir hann og segði: ,,Svona mikið fæ ég í laun og þetta á ég eftir þegar búið er að draga af mér, treystir þú þér til að lifa af þessu?” Þeir eiga bara að reikna út hvað það kostar að reka heimili og ganga síðan út frá því. Og mér finnst að fólk eigi að hafa kost á því að vera heima hjá börnum sínum ef það kýs það. Þá ætti hið heimavinnandi skil- yrðislaust að fá helming af launum maka síns og skatturinn miðaður við það, því að heimavinnandi fólk sparar þjóðfélaginu mikinn pening. Og bættu því svo endilega við að mér finnst fáránlegt að barnabætur skuli lækka er barnið hefur náð 7 ára aldri, eins og það kosti eitthvað minna að fram- færa barn eftir þann aldur! Við þurfum hugarfarsbreytingu. Karlar eru ekki bara fyrirvinnur, konur eru það líka og eiga að líta á sig sem slikar. Ef ég væri í sambúð eða gift kæröi ég mig ekki um að vera sett á óæðri bás, ég vildi vera jafngild fyrirvinna og maðurinn minn. Við konur verðum að hvetja hver aðra til baráttu, verðum að sýna hver annarri fram á að jafnréttisbarátta er nauðsynleg- Ennþá eimir mikið eftir af því að konur loki eyrum fyrir jafnréttisbaráttu því að þaer halda að kvennabaráttukonur séu ofstaek- isfullar rauðsokkur. Konur og karlar eiga að vera jöfn innan og utan heimilis. Jafh' réttisbarátta hefur það í för með sér aö mannleg samskipti verða auðugri og betri- 6

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.