Vera - 01.09.1984, Side 8

Vera - 01.09.1984, Side 8
BSRB FÉLAGAFJÖLDI: 17.590 HLUTFALL KYNJA: 61.4% konur, 38,6% karlar LÁGMARKSLAUN: dagvinnutekju- trygging 12.913 kr. á mán. MISMUNUR Á MEÐALLAUNUM KARLA OG KVENNA: engar upplýsingar til HLUTFALL KYNJA í: a) Aöalstjórn: 36% konur, 64% karlar b) Samninganefnd: 30% konur, 70% kariar LAUNALIÐUM KJARASAMNINGA HEFUR VERIÐ SAGT UPP KRÖFUR: 30% launahækkun frá 1. sept. Guðbjörg Ársælsdóttir er gift þriggja barna móðir. Hún hefur unn- ið hjá samgönguráðuneytinu i 21/2 ár og frá því um síðustu áramót gegnir hún stöðu deildarstjóra. Hún hefur unnið utan heimilis um margra ára skeið við ýmis störf. Guðbjörg er formaður féiags starfsmanna stjórnarráðsins. — Okkur finnst viö varla hafa veriö jafn- blönk síðan við vorum aö basla viö aö koma þaki yfir höfuðið. En þaö er nú kannski ekki alveg rétt viömiðun, viö ger- um sjálfsagt meiri kröfur núna. Ég held aö viö hefðum þó fundiö greinilegar fyrir þessu ef stöðuhækkunin heföi ekki komið til. Samt eru útgjöld til heimilisins ekki mik- il miðað við þegar börnin voru öll heima. Mér finnst þessar konur sem þurfa aö vinna t.d. fyrir neöan 15. launaflokk, hafa voðalega lítiö kaup. Þær hafa bókstaflega ekki efni á neinu. T.d. einstæöar konur, ég tala nú ekki um einstæðar mæöur. Hjá þeim er þetta bara aö vinna, sofa og borða. Jafnvel ef viö tökum giftar konur í hálfsdags starfi, það er varla aö þaö borgi sig, launin duga rétt fyrir barnapössun. Þaö er mikil eftirspurn eftir skrifstofu- fólki í stjórnarráðinu. Á hverjum degi eru auglýstar nokkrar stööur í blöðunum. Það veröur auðvitaö erfiðara og erfiðara aö fá fólk til aö vinna á þessum launum. Þaö er fjöldi fólks sem segir: ,,Ég hef ekki efni á að vinna hjá því opinbera." Viö finnum fyr- ir því að það er flótti úr ráðuneytunum. Stjórnarráðiö keppir viö t.d. matvöruversl- un um starfskraft og tapar! Þetta ástand er ekkert betra í efri lögunum — fólki eru oft boðin helmingi hærri laun í einkageiran- um. Munurinn er mun meiri núna en verið hefur, þó aö líka sé margt fólk hjá einka- geiranum sem fær bara taxtann og hefur þar af leiðandi lúsarlaun. Þaö er almennt mikil óánægja ríkjandi meö launin. Fólk vildi síðastliðið haust gefa ríkisstjórninni svigrúm en nú finnst mér fólk orðið óþolinmóðara og reiðara. Það er svo sorfið að því. Auðvitaö vill eng- inn fá verðbólguna aftur en fólki finnst það eigi rétt á að fá meiri kauphækkun. Ég er ekki viss um að fólk hérna sé tilbú- ið í verkfall. Nú er það þannig hjá stjórnar- ráðinu að starfsfólk forsætisráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins má ekki fara í verkfall og það sama gildir um fleiri s.s. deildarstjóra hinna ráðuneytanna. Útkom- an verður þvi sú að tiltölulega fáum starfs- mönnum, þeim lægst launuðu er beitt fyrir vagninn eins og ösnum. Þeir verða að bera tap af því að knýja fram launahækkun fyrir hina. Þetta finnst mér óréttlátt. Verk- fall verður að framkvæma þannig að það sé ekki innbyrðis ranglæti í því. Vandamál- ið er líka það að fólk er hrætt viö verkfall vegna þess að það hefur ekki efni á þvi. Fólk má ekki við því að missa hálfsmánað- ar eða þriggja vikna laun. Hins vegar eru allir sammála um það að þessi laun eru fáránleg. Konur eru og hafa verið miklu hógvær- ari en karlar. Karlar og konur eru auðvitað mismunandi og það er staðreynd að sum störf henta konum betur. En vandamálið er að þau störf sem konur vinna eru ekki metin sem jafnverðmæt. Þetta finnst mér svo rangt og óréttlátt. En öll sú umræða sem verið hefur í gangi um þessi mál hefur vakið marga til umhugsunar og ég er viss um að hún á eftir að hafa áhrif í þá átt að meta vinnuframlag kvenna til jafns við karla. Konur eru mjög sárar yfir ranglætinu sem birtist í þessu. Mér finnst yngri konur verabjartsýnni. Það er komið mikið af ung- um velmenntuðum konum út á vinnumark- aðinn sem stefna hátt. En þó reka þær sig á veggi á ólíklegustu stööum t.d. hjá yngn karlmönnum íyfirmannsstöðum. Viðhorfið hefur ekki breyst mikið þar. Auðvitað þurfa þær tíma til að vinna sig upp og sanna ágæti sitt en það er staðreynd að það er erfiðara fyrir velmenntaða konu að vinna sig upp en jafnmenntaöan karlmann. 8

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.