Vera - 01.09.1984, Síða 10

Vera - 01.09.1984, Síða 10
Verkakvennafélagið Framsókn FÉLAGATALA: Tæplega 4000 konur, 1 karl DAGVINNUTEKJUTRYGGING: 12.913 LÆGSTA BÓNUSVIÐMIÐUN: 10.522 BÓNUSREIKNITALA: 62,22 EINUNGIS KONUR í AÐALSTJÓRN, TRÚNAÐARMANNARÁÐI OG SAMNINGANEFND LAUNALIÐUM SAMNINGA HEFUR VERIÐ SAGT UPP KRÖFUR: 14.000 kr. lágmarkslaun Bára Óskarsdóttir/ 40 ára einstæð,/ 1 barn,/ fiskvinnslukona í ísbirninum Ég snyrti fisk í bónusvinnu. Kl. 8 á morgnana förum viö konurnar hver á sitt borö og stöndum þar allan daginn eins og beljur á bás og handleggirnir djöflast til kl. 17. Viö tölumst helst ekki við því aö þá hröpum við niður í bónus. Afköstin verða að vera gífurleg, a.m.k. 400 kg á dag eöa meira. Þessari þrælkunarvinnu fylgir mikil vöðvabólga og svo færast verkirnir niður eftir handleggjum og ná aö lokum alveg niður í fingur. Ég mæti þreytt í vinnuna, kem örmagna heim og hef ekki þrek til neins nema þess alnauðsynlegasta. Það eru fáar konur sem geta mætt til vinnu alla daga vikunnar og fjöldi fólks gefst upp eftir smátíma, 1—2vikur. Hér spilar þó líka inní hvað launin eru lág og bónusinn lélegur. Hann hefur farið hríðversnandi þau 3 ár sem ég hef unnið í fiski, er m.a.s. lélegri nú en þegar ég byrjaði en þaö virðist enginn skilja hvers vegna. Mér gengur djöfullega aö lifa af þessum launum. Ég hafði 18.760 kr. í heildarlaun fyrir ágústmánuð en eftir að búið var aö draga af mér skatta og fleira voru eftir 13.500 kr. Ég læt matarkaup ganga fyrir en húsaleigan situr á hakanum. Núna skulda ég fjóra mánuði í húsaleigu, þótt ég hafi aldrei leigt eins ódýra íbúð. Ég er hætt að fara í sumarfrí og utanlandsferðir sé ég bara í hillingum. Ég er búin að afskrifa tannlækna, föt kaupi ég aldrei og ég fer aldrei út að skemmta mér. Líf mitt gengur bara út á það að vinna, sofa og borða. Þetta er martröð. í raun ætti ég að hætta að vinna, ég lifi hvort eð er bara á loftinu. Allt þetta verðbólgukjaftæði getur farið í rass og rófu fyrir mér, ég hef ekki fundið fyrir batnandi lífskjörum þótt verðbólgan eigi að hafa minnkað. Hún má æða upp fyrir mér, ég vil bara hafa það eins og það var. Þetta bónuskerfi, já, það voru einhverjir jakkafatamenn úti í bæ sem fundu þetta upp, en alveg ábyggilega ekki konurnar sem vinna í bónusnum. Harðastur á hon- um er atvinnurekandinn, því að hann græðir á honum. Það er verið að etja okkur konunum saman með honum, við þrælum og púlum, en þeir brosa bak við glerið. Ég held, að ef á reyndi vildu flestar konurnar vera lausar við hann ef þær fengju mann- sæmandi laun. En meðan launin eru svona lág, meðan bónusviðmiðunin er lægri en lægsti leyfilegi taxti gengi það ekki, þá yrði enginn eftir til að vinna í fisk- vinnslunni. Okkur er sagt upp árlega. Við vorum at- vinnulausar í mánuð á síðasta ári, rétt fyrir jól, á viðkvæmasta tima, því að þá var fisk- laust. í samningum er aldrei litið til þess aö viö missum vinnuna í mánuð á ári. Það er auðvitað gífurlegt óöryggi að búa við slíkt. Og hvað verður nú þegar kvótarnir eru að klárast? Ég hef oft brotið heilann um það hvers vegna konur eru svona lágt launaðar. Það er eins og konur séu ekki meðvitaðar um aö þær séu sjálfstæöir einstaklingar sem eigi að geta lifað af launum sínum. Margar giftar konur eru sofandi á verðinum, þær hrista bara hausinn og segja: „Svona hef- ur þetta alltaf verið’’. Þær líta líka flestar fyrst og fremst á sig sem húsmæður sem skreppa út á vinnumarkaðinn til að hjálpa svolitið til, og meta sig ekki til hærri launa. Þótt það sé kaldhæðnislegt að segja það, þá er eins og þær þyrftu að missa eigin- manninn og standa uppi einar. Þá fengju þær skell og færu kannski að gera eitthvaö í málunum. Ef við stæðum allar saman hefðum viö gott vopn I höndunum til að krefjast launahækkunar. Við gætum lam- aö frystihúsið á 3 dögum með því að fara í bónusverkfall. En því miður, samstööuna vantar. Mikilvægustu kröfur fiskvinnslukvenna hljóta að vera að fá ein ákveðin grunnlaun í stað þessa tvöfalda kerfis. Þau ættu að vera a.m.k. 18—20.000 kr. á mánuði svo hægtsé aðtóra. Minnaerekkitil umræðu. í komandi samningum ætti bónusinn að vera aukaatriði, það á ekki að blanda hon- um inn í þegar samið er um grunnlaun vegna þess að bónus er aukavinna sem hver og einn afkastar aukalega. Helst ætti að afnema bónusinn alveg því að hann er bara seigdrepandi snara um hálsinn á okkur sem höfum ekki þrek til annars en að vinna þessa vinnu. Svo er alltaf verið að væla um það í verkalýðsforystunni að eng- inn sæki fundi í félögunum. Fiskvinnslu- fólk hefur ekki þrek til að sækja fundi. For- ystan á að koma til okkar á vinnustað, kynna okkur hugmyndir sínar og kanna undirtektir. Viö vitum ekkert hvað fram fer í þessum hagsmunafélögum okkar nema það sem við sjáum í útvarpi og sjónvarpi- Formaðurinn okkar kemur að vísu einu sinni til tvisvar á ári og talar þá um hluti sem engu máli skipta eins og t.d. barna- börn. Ég vil gjarnan fara í verkfall en flestar konurnarsegja: „Verkfall? Breytirþaðein- hverju?” Verkföll eru það eina sem lyft hefur laununum eitthvað upp. Og mér finnst að verkalýðsforystan ætti að vera á sömu launum og verkafólk, það gengur ekki að hún sé á tvöfalt til fjórfalt hærri launum en við, sem hún er að semja fyrir. Ef þau fengju okkar laun, þá færu þau kannski að semja betur. Ef ég á að nefna einhverjar leiðir til úr- bóta í launamálum kvenna þá væri til að byrja með mjög gott ef Samtök kvenna á vinnumarkaðinum kæmu á vinnustaði og segðu okkur hvað þær eru að gera og reyndu að vekja konur af þessum svefni- Það er alltaf hægt að koma í hádeginu- Það þarf að auka samstööuna meöal kvenna. Hver einasta kona í landinu ætti að fara í verkfall og neita að mæta aftur fyrr en búið væri að hækka launin og vinnu- framlag kvenna væri metið að verðleikum- Ég er ansi hrædd um að þá yrðu atvinnu- rekendur fljótir að semja. Konur eru nefni- lega stoðir þjóðfélagsins og ef þær fara hrynur byggingin. Já, kvennaverkfall vaen sterkt. 10

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.