Vera - 01.09.1984, Blaðsíða 15

Vera - 01.09.1984, Blaðsíða 15
Ég ætla aö byrja þessi skrif mín í Veru á einskonar opnu bréfi til húsmæðra og þá aðallega þeirra sem eru með mörg börn. Bæði er þetta efni sem ég þekki sjálf og að auki ber ég þessar konur sérstaklega fyrir brjósti. í bráðum níu ár er ég búin að vera með smábörn sjálf og hef að sjálfsögðu átt margar góðar stundir, en oft hef ég lika veriö að gefast upp. Auðvitað gefst maður ekki upp, en eitt er það sem gerir mig ofsalega reiða og það er að hafa ekki leyfi til að vera þreytt. Ég er orðin hund- leiö á að vera þreytt og útjöskuð og þurfa að biðjast afsökunar á því í ofanálag. Og halda jafnvel að ég sé afbrigðileg því allt virðist vera i lagi hjá hinum, allavega á yfirborðinu. Svo kemst maður aðeins undir yfirborðið og þá er fátt í lagi. Það er í sjálfu sér ágætt að fólk gangi ekki um vælandi, uppfullt af sjálfsmeðaumkun og vol- æði, en mér finnst allt í lagi að ræða málin og viður- kenna þaö hver fyrir annarri að hlutskiptið sem átti að vera okkar frá upphafi (eöa svo sagði mamma) er i raun- inni tómt basl. Svo er ekki nóg með að við megum ekki vera þreyttar, viðeigum líkaað veraþakklátar. ,,Því þettaer júalltorð- ið sjálfvirkt í dag. Þið þurfið eiginlega ekkert að gera." Setningar í þessum dúr hef ég heyrt of oft, og þið hljótið að hafa heyrt þær lika. Hafið þiö t.d. ekki flestar heyrt vitnað í ömmur ykkar og langömmur og fengið í leiðinni smáromsu um það hvað þið hafiö þaö gott, og hvað þið getiðveriðþakklátar. Fyrirjat.d. sjálfvirku þvottavélina, heita vatnið og rafmagnið, ryksuguna og jafnvel dósa- matinn. Og svo fyrir börnin og eiginmanninn að sjálf- sögðu. Það er samt ekki búið að mér vitandi að finna upp sjálfvirka þvottahengjara, eða sjálfvirkan bleiuskiptara, eða sjálfvirkan barnahuggara svo dæmi séu tekin. Eða sjálfvirkan eiginmann. Og sjálfvirku heimilistækin gera fjandakornið ekkert nema maður sjálfur sveittist með þau í höndunum. Og svo þegar maöur eftir erfiða daga tekur á móti manninum sínum, þreyttur, vonlaus og þvældur, útældur og skitinn, og með súrmjólk í hárinu og grátandi börn á handleggnum, á maður að vera þakklætið holdi klætt. Væntanlega ekki síst fyrir það að hann (eiginmaðurinn) skuli yfirleitt koma heim eða vilja mann, eins og maður lítur nú út. Þetta vill stundum veröa einn allsherjar Pollýönnu- leikur — það gæti allt verið svo miklu verra. Svo er það eitt enn. Vinkona mín ein, (barnlaus) sagð- ist einhverntíma ekki þola þetta rugl um sektarkennd í tíma og ótíma, sektarkennd yfir hverju? Ja, það er von hún spyrji. Og hennar gæfa að þurfa að spyrja. Því sekt- arkennd verður maður sér auðveldlega út um þegar maður á börn. Ef við vinnum úti bregðumst við þeim gjörsamlega, ef við erum heima, skapvondar og þreytt- ar, bregðumst viö þeim líka. Það sem við gerum ekki hefðum við einmitt átt að gera, hitt sem við gerum hefði mátt gera betur. Afleiðing af öllu saman — botnlaus vanmáttarkennd. En svo er þetta allt tímabundið. Eftir nokkur ár ertu aftur orðin frjáls og getur gert hvað sem er. Og það er heilmikið til í þvi. En reyndu að segja manni með tann- pínu að verkurinn sé bara tímabundinn. Vari i tíu ár eða svo. Tæki hann ekki umsvifalaust gleði sína á ný? Tíu ár er langur timi, sérstaklega þegar horft er fram á við. Og lítil huggun meðan á baslinu stendur. Lágmarks- krafa er að fá að vera þreyttur þegar maður er það og þurfa ekki að hafa hugfast hverja stund að allt var erfiðara hér áður fyrr. Ömmur okkar og langömmur voru hetjur en ég segi það persónulegafyrir mig, ég hef ekki áhuga á að vera hetja á sama hátt og þær. Kannski einhvern veginn öðruvísi. Ég ætlaði ekki að vera neikvæð í þessum pistli, það get ég svarið, og sennilega verða einhverjar konur, þessar sem ,,allt leikur I höndunum á” hneykslaðar. Það verður bara að hafa það. Við hinar ættum að láta meira í okkur heyra. Ekki til að mæla upp í hver annarri óánægju, heldur aðallega til að engin okkar sitji ein heima i eldhúsi og telji sér trú um aö hún sé afbrigðileg. Engin okkar þarf að þjást af vanmáttarkennd. Við erum nefnilega hetjur! Eitt í lokin. Það varð mér sérstakt fagnaðarefni nú í vikunni að ég fór á þrjá staði til að kaupa Veru, en blaðið var uppselt á öllum stöðunum. Húrra fyrir því. Bið að heilsa í bili. YkkarEdda. 15

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.