Vera - 01.09.1984, Blaðsíða 18

Vera - 01.09.1984, Blaðsíða 18
— ...... 'l — barn aö aldri — að henni var nauðgað. Foreldrar hennar kærðu ekki verknaðinn — þau vildu hlífa barninu sínu við frekari sárindum. Sem fullorðin manneskja sér hún mest eftir því að hafa ekki látið kæra manninn: ,,Min sár greru ekkert betur eða fljótar þó málið væri ,,þagað í hel”. Höfundurinn, sem kýs nafnleynd vegna þess að þetta er viðkvæmt mál, telur að mörgum komi ef til vill til með að finnast Ijóðiö Ijótt, ógeðslegt, klúrt og berort. En þá er því til að svara — og við tökum heils- hugar undir með henni — að verknaðurinn sem Ijóðið á að lýsa er enn verri. Ungur maöur, æstur, graöur, eftir léttvægt, lauslegt daöur, lítt varö ágengt. Þenkti svo og þóttist skýr: Þó skil ég hvaö undir býr; — ,,já” er ,,nei-i” nátengt. En hlíta þessu hún ei vildi ennþá — lengi — háöi hildi hjálp var enga nærri aö fá. Aftur komst hann ofan á. Tryllt hún sló og taki náöi á tippi hans og nær þaö fláöi skyldi eftir svööusár. Aldrei skaltu á mig líta annars mun ég úr þér slíta hverja taug og tungu bíta. Tæta af þér hár og skinn. Enn svo espast leikurinn. Barn kom undir — burt var skafið. Betrimannastríö var hafið. Úrkast! Mella! Ógeö ertu! Ævinlega bölvuö sértu! Farö’ í hel og víst þar vertu, vondslega þú fórst meö dreng: kominn er í krappan keng. „Hefði ég haft grun um það sem við tók þegar ég hafði kært nauðgunina, hefði ég aldrei kært. Samt sem áður vil ég hvetja konur til að kæra nauðgun, ef þær verða fyrir henni.” Þetta er tilvitnun í viðtal í einu dagblað- anna nýverið við unga konu sem var nauðgað í fyrra sumar. í viðtalinu lýsir hún meðferð rannsóknaraðila á sér, sem var í hæsta máta óviðeigandi og niöurlægjandi — læknisskoðunin þó sýnu verst. Málinu er ekki lokið, en maðurinn — sem hefur þrisvar sinnum verið kærður fyrir nauðgun — gengur enn laus. Okkur er öllum í fersku minni nauðgun- artilraun og nauðgun á Hverfisgötunni fyrr í sumar og afgreiðsla þess máls. En þessi dæmi eru bara örlítiö brot af því ofbeldi sem konur eru beittar. Höfundur eftirfarandi Ijóðs varð fyrir því ■ 18

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.