Vera - 01.09.1984, Side 20
söknuö og eftirsjá hjá syni mínum þá átta ára gömlum.
Aö sex mánuðum liönum var aftur flutt inn á sauma-
stofu frænku minnar. Næst var þaö Kópavogurinn hjá
vini í sjö mánuði og í mars s.l. fluttum viö í tólfta sinnið,
nú á Framnesveginn í eitt niðurgrafiö kjallaraherbergi
með aðgang að baði, engri eldunaraðstöðu og hvorki
skápum né geymslu. Kostar þrjú þúsund krónur á mán-
uði og sex mánuðir fyrirfram. Þetta var ekki mannabú-
staður og við héldumst ekki lengi við þarna. Þrautalend-
ingin var þá hús Félags einstæðra foreldra í Skeljanesi
og þar búum við sem sagt í dag.
£
„Greiði á móti greiða”
Aö lokum langar mig aö minnast hér á nokkur dæmi
um þá niðurlægingu sem ég og sjálfsagt aðrir hafa mátt
þola af hálfu íbúðareigenda, sem sumir hverjir notfæra
sér aðstöðu þess fólks sem er í leit að þaki yfir höfuðið,
í þessari líka íbúðaeklu og eftirlitsleysi sem hér ríkir. Er
ég þá ekki að tala um þær svimandi upphæðir sem
hverjum og einum þóknast að setja upp að vild og svíkja
skattlausar ofan í vasann sinn á kostnaö okkar sem
húsnæðislaus erum.
1) í eitt skiptið var mér boðið leiguhúsnæði gegn því að
falsa samninginn þannig að eigandinn fengi sín átta
þúsund og fimm hundruð á mánuði og sex mánuði
fyrirfram, en á undirrituðum samningi kæmi aðeins
fram fimm þúsund krónur. Rafmagn og hiti var að
vísu innifalið fyrirómakiö. „Greiðiámótigreiða”. Ég
hafnaði.
í nokkur skipti var ég spurð að því, líklega í kjölfar
allrar þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað í fjöl-
miðlum um bág kjör einstæðra mæðra, hvernig í
ósköpunum ég ætlaði mér að ráða við leigu á bilinu
áttatil níuþúsund. Ein konasagði: ,,Nú, hvaðég hélt
að þið heföuð það svo slæmt?”. Ég spurði konuna
hvort hún héldi ekki að viö hefðum sömu þörf og aðr-
ir á heimili fyrir okkur og börnin, — og sama baráttu-
2)
vilja til að eignast það. . .? ,,Já en þá er að hafa efni
áþvígóðamín. Égtreysti mérekkitilaðleigjaykkur.
Þaö eru til félagsmálastofnanir hér í borg sem sjá um
svona máll!” Því næst lagði kerla bara á.
3) í eitt skipti hringdi karlmaður, einn af þessum dular-
fullu sem fengið hafði eina af þessum umsóknum
mínum. Hann bauð mér lægri leigu ef ég gæti tekið
að mér „einhver ráðskonustörf” eins og hann orð-
aði það. Ég sagði honum strax að ég væri að leita
mér að húsnæði. Ég teldi það sjálfsögð mannréttindi
að hafa þak yfir höfuðið og hefði ekki hugsað mér að
öðlast það á kostnað frelsis míns. Auk þess væri ég
í fullri vinnu á vöktum og væri lítið heima við. ,,En þú
ert þó heima á nóttunni. . .” „Fyrirgefðu ég skil
ekki.'. .” „Jú sjáðu til”, sagði hann, „ég er einn og
þú ert ein þú skilur. . .”
4) í annað skipti var bara gengið hreint til verks, beint
að aðalatriðinu. Sá hringdi og sagðist hafa fengið
umsókn mína. „Heyrðu vinan mín, ertu ekki til í að
leika þér dálítið við hann svona stundum, — leigan
verður samkomulagsatriði. . .!”
Þessir menn sem aðrir liggja enn meö mínar umsókn-
ir og ýmsar persónulegar upplýsingar um mig s.s. síma
og annað. Mér er spurn: Hversu margar konur hafa
neyðst til að sæta slíkum skilmálum í örvæntingu sinni
við að skapa sér og sínum samastað hér í borg? Er
hægt að sætta sig við svona niðurlægingu og réttinda-
leysi?
Að síðustu vil ég svo nefna það að ég hef greitt fjórtán
hundruð króna félagsgjald til svokallaðs Húsaleigufé-
lags Reykjavíkur og nágrennis en ekkert heyrt frá þeim
í langan tíma. Ég fór líka á fund borgarstjóra sem lofaði
að leggja sitt af mörkum til að greiða úr mínum málum
en reyndin hefur verið önnur. Ég er samt sem áöur enn
á íbúðaskrá borgarinnar, — svona af gömlum vana.
SR
450—500 á biðlista borgarinnar
Vart þarf aö lýsa meö mörgum orðum þeim
hörmungum sem allir þeir er ekki eiga húsnæöi
veröa aö búa viö vegna þeirrar stefnu í húsnæö-
ismálum sem rekin er hér á landi. Reynslan er
ólygnust í þeim efnum eins og Ijóst er af
reynslusögunni hér að framan.
Húsnæðispólitíkin einkennist af því að fólk er neytt til
þess að rembast eins og rjúpan viö staurinn til þess að
tryggja sér eigið húsnæði. Þeir sem annað hvort vilja
ekki eða geta ekki tekið þátt í því kapphlaupi hafa að
engu að hverfa öðru en leigumarkaðnum. Þar ríkja oft
lögmál frumskógarins, framboðið á leiguhúsnæði svar-
ar hvergi nærri eftirspurninni. Himinhá leiga, sífelldir
flutningar og öryggisleysi verður hlutskipti þeirra sem
leita sér þar skjóls.
Kvennaframboðið telur þá húsnæðispólitik sem hér
er rekin algjörlega óviðunandi. Það er lágmarks krafa
að allir geti búið við öryggi í húsnæðismálum og jafn-
framt frumskilyrði allrar félagslegrar þjónustu. Við höf-
um flutt ýmsar tillögur í borgarstjórn þess efnis að borg-
in byggi fleiri leiguíbúöir. Ekki hafa þær tillögur fengið
hljómgrunn.
í lögunum um Húsnæðisstofnun ríkisins er sérstakur
kafli um Byggingarsjóð verkamanna og félagslegar
íbúöabyggingar. Samkvæmt þeim lögum er gert ráð fyr-
ir að sveitarfélög geti fengið lán til byggingar leiguhús-
næðis, en ákvæðin um lánakjör voru miklu óhagstæð-
ari ef um var að ræða leiguhúsnæði miðað við kjörin á
lánum til verkamannabústaða, sem jú eru eignaríbúðir.
Af þessum sökum fluttum við tillögu í borgarstjórn í
sept. 1982 þess efnis að þessum lagaákvæðum yrði
breytt og að lánakjör til byggingar leiguhúsnæöis sveit-
arfélaga yrðu hin sömu og til eignaríbúða verkamanna-
bústaða.
Þessi tillaga okkar var samþykkt og samþykktin var
send formönnum allra þingflokka og til endurskoðunar-
nefndar laganna um Húsnæðisstofnun. Endurskoðuð
lög Húsnæðisstofnunar ríkisins voru staðfest 1. 6. s.l.
Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á lögunum í heild en
það verður ekki tíundað hér.
Það er þó ánægjulegt að í endurskoðuninni hefur að
nokkru leyti verið tekið tillit til ábendinga okkar varðandi
lánakjör til sveitarfélaga við byggingu leiguhúsnæðis.
Meira samræmi er nú varðandi lánstíma og lánshlutfall
við byggingu leiguhúsnæðis og verkamannabústaða.
í kjölfar þessa munum við áfram sækja á og flytja til-
lögur um að borgin taki nú á í byggingu leiguhúsnæðis.
— Borgin á nú um 800 íbúðir sem hún leigir út á hóflegu
verði. Hins vegar eru jafnan á biðlista eftir leiguhús-
næði borgarinnar um 450—500 einstaklingar og fjöl-
skyldur og þar er lítil hreyfing á. Það er auðskilið þegar
haft er í hugaað borgin hefur aðeins byggt 6 leiguíbúðir
fyrir fólk 67 ára og yngra síðast liðin 10 ár. Húsnæðis-
mál og þjónusta fyrir aldraða er sér kapítuli sem við reif-
um seinna. G.J.
20