Vera - 01.09.1984, Side 28

Vera - 01.09.1984, Side 28
99 „Kvennabarátta hefur aldrei verið auðveld... — segir Drude Dahlerup stjórnmála- frœðingur í viðtali við Veru Ljósmyndir: Svala Sigurleifsdótlir Á vegum jafnréttisráðs Norrœnu ráðherranefndarinnar er nú unnið að ýmsum rannsóknum á þátttöku og stöðu kvenna í stjórnmálum á Norðurlöndum. Fyrstu niður- stöður eru farnar að líta dagsins Ijós því s.l. haust kom út bókin „Det uferdige demokratiet" (Hið ófullkomna lýð- rœði) sem gefur ágœtt yfirlit yfir stöðuna í dag. En það er ekki nóg að kortleggja ástandið eins og það er, það þarf að breyta því. Viðmælandi okkar, Drude Dahlerup, vinnur einmitt að rannsókn sem gœti auðveldað konum róðurinn. Það sem hún fœst við um þessar mundir er að kanna hvaða hindr- anir standa í vegi fyrir því að konur fái aukin áhrifá inni- hald og form stjórnmálanna. Jafnframt er hún að kanna hvort konur geti leitað nýrra leiða til að auka áhrif sín. Hún var stödd hér á landi fyrir skömmu til að viða að sér efni og VERA notaði þá tœkifœrið og spjallaði við hana. Drude Dahlerup er enginn nýgræðingur í kvennapóli- tík. Hún er ein af ,,gömlu rauðsokkunum” sem svo eru kallaðar og árið 1973 kom út bók eftir hana um sósíal- isma og kvenfrelsi á 19. öld. Auk þess hefur hún skrifað fjölda greina og ritgerða í blöð og tímarit um dönsku kvennahreyfinguna og þátt kvenna í dönskum stjórn- málum. Það lá því beint við að spyrja hana hver sé hin eiginlega danska kvennahreyfing. „í rauninni má segja að kvennahreyfingin í Danmörku sé allt í senn kvennarannsóknir, kvennabókmenntir, kvennaráðgjöf, kvennaathvörf, kvennahópar innan verkalýðshreyfingarinnar o.s.frv. Rauðsokkahreyfingin er ennþá til en það er ekki lengur jafnaðarmerki milli hennar og hinnar nýju kvennahreyfingar. Hinn gamli kjarni sem var í Rauðsokkahreyfingunni er nú dreifður vítt og breitt en hver um sig vinnur kvennaþólitískt á sínum vett- vangi. Það sem hefur gerst á undanförnum árum er að kvenna- hreyfingin hefur breiðst út eins og hringir á vatni. Hún miðast t.d. ekki eingöngu við Kaupmannahöfn heldur eru starfandi kvenna- hópar um allt land sem er óskaplega mikilvægt aö mínu mati. En hin stóra samstæða hreyfing er ekki til staðar lengur.” Og Drude heldur áfram: „Stundum grátum við „þessar gömlu” fögrum tárum af sökn- uði eftir þeim tíma þegar kvennahreyfingin var ein samstæð hreyfing. Sumar segja að nú sé kvennahreyfingin dauð, en þar skjátlast þeim. Við verðum að átta okkur á því að það er frá and- stæðingum kvennahreyfingarinnar komið að hún sé dauð, og þeir bæta því gjarnan við að hún sé dauð vegna þess að það sé ekki þörf fyrir hana lengur. Þeir vitna svo til þess aö kvennahreyf- ingin hafi líka liðið undir lok eftir að konur fengu kosningarétt um og eftir fyrri heimsstyrjöldina, sem er reyndar ekki rétt. Kvenna- hreyfinginerekki dauð nú fremur en þá, hún hefur bara breytt um form. Þetta er hreyfing en ekki samtök og í því felst að hún er stöð- ugum breytingum undirorpin. Hún breytist með breyttu efna- hagsástandi og breyttum manneskjum. Eitt form tekur við af öðru.” 28

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.