Vera - 01.09.1984, Síða 30

Vera - 01.09.1984, Síða 30
/ Konur Mig langar aö prjóna örlítið við greinina hennar Sólrúnar um Fjöl- skylduna, sem birtist í fyrsta tölu- blaði Veru á þessu ári. Ég ætla sérstaklega að fjalla ítar- lega um þann kafla greinarinnar, sem ber yfirskriftina „Fjölskyldan og hagkerfið”. Það sem fyrir mér vakir er að sýna fram á hvernig ríkis- valdið með velferðarkerfi sínu hefur skilgreint og skorðað fjölskylduna sem grundvallareiningu hagkerfis- ins. Þarmeð hefur það einnig skil- greint og afmarkað hlutverk og stöðu kvenna. Hvers eðlis er hin opinbera velferð að því er snertir fjölskylduna og hvaða hugmyndir um hlutverk kvenna liggja þar til grundvallar? Þessum spurningum ætla ég aö leit- ast við að svara í stuttu máli. Opinber velferð og fjölskyldan Við lok síðari heimsstyrjaldar sátu karlar á rökstólum víða um álfuna og smíðuðu löggjöf sem átti eftir að verða sá rammi sem markaði velferðina svokölluðu, sem við nú búum við. Að ýmsu var að hyggja. — Nauðsyn var, að þeirra mati, að koma aftur reglu og stjórn á þá óreiðu, efna- hagslega og félagslega, sem styrjöldin hafði í för með sér. Fjölskyldur voru tvístr- aðar. Konur höfðu verið kvaddar út á vinnumarkaðinn til þess að halda fram- leiðslunni gangandi, meðan karlarnir börðust á vígvöllunum. Það var aldrei að vita nema þessi reynsla kvennanna hefði komið allskyns grillum inn í höfuðiö á þeim um aukið frelsi til að ráða lífi sínu. Og nú voru karlarnir komnir heim. Þeir kröfðust betri heims, aukins réttlætis, betri kjara og undir þá kröfu tóku konur og væntu sér hlutdeildar í velferðinni. Efnahagsleg uppbygging og endur- skipulagning framleiðslunnar krafðist líka síns. Eigendur framleiðslutækjanna þurftu einnig á öryggi að halda, öryggi í formi hæfilegra rikisafskipta, sem tryggði þeim svigrúm til að ,,athafna” sig. Það þýddi m.a. nægilegt framboð á tiltölulega vel menntuðu, hraustu og vinnufúsu vinnuafli, sem framleitt væri á sem ódýr- astan máta og að þeim yrði jafnframt tryggður traustur og öruggur markaður fyrir framleiðsluna. Og karlarnir á valda- stólunum kynntu hugarfóstur sitt, vel- ferðarlöggjöf, sem tryggja skyldi öllum „öryggi frá vöggu til grafar”. Báðir aðilar, launafólk og eigendur framleiðslutækj- anna tóku þessari nýju löggjöf vel. Báðir þóttust hafa fengið nokkuð fyrir snúð sinn. Launafólk trúði því jafnvel á tímabili að með velferðinni hefði það losnað úr viðjum auðvaldsins, að velferðarlöggjöfin tryggði eignatilfærslu í þjóðfélaginu frá hinum ríku til hinna fátæku. Nú væri fátækt og skorti útrýmt í eitt skipti fyrir öll. Raunin hefur þó orðið önnur, en það er önnur saga. Fjötrarnir mýktir Þjóðfélagið tók aftur á sig fastmótaða og gamalkunna mynd. Konur hurfu að þvi er virðist átakalaust úr framleiðslustörfunum og inn á heimilin. Þar beið þeirra mikið hlutverk, því velferðarlöggjöfin lögfesti mikilvægi fjölskyldunnar, sem hornsteins nútíma iðnaðarsamfélags. Það, að styrkja fjölskylduna sem stofnun, gegndi margs- konar hlutverki fyrir valdhafa. I fyrsta lagi tryggði stuðningur við fjölskylduna áfram- haldandi skörp skil einkalifs og opinbers lífs og styrkti þannig ríkjandi skipulag. Markaðsöflin og launavinnan voru áfram grundvallaratriði þjóðfélagsgerðarinnar. í öðru lagi var fjölskyldan kjörin neysluein- ing í neyslusamfélaginu, sem varö að skapa ætti framleiðslan aftur að komast í fyrra horf og eiga sér framtíð. í þriðja lagi er fjölskyldan, sem stofnun ódýrasta fyrir- komulagið við að tryggja endurframleiðslu vinnuaflsins vegna þess að hún byggir á ólaunaðri vinnu helmings mannkyns — vinnu kvenna. Og loks vil ég nefna að með því að viðhalda og styrkja fjölskyld- una tók hið opinbera takmarkaða ábyrgð á velferðinni. Með tilvist fjölskyldunnar og óbreyttu hlutverki kvenna þar, er auðgert að skilgreina félagslegan vanda sem einkamál og færa ábyrgðina og lausnir á honum til fjölskyldunnar, hvort sem um er að ræða t.d. húsnæðisskort eða erfiðleika einstaklinga. Áhættan, sem valdhafar tóku með því að hrinda velferðaráætlun sinni I fram- kvæmd var því ekki mikil, miðað við ávinn- inginn, sem fólst í því að öðlast með henni nýtt stjórntæki til að hafa hemil á fólki. Það sem gerðist breytti ekki í grundvallaratrið- um gerð þjóðfélagsins. Miklu frekar festi það hið hefðbundna í sessi, en veitti þó al- menningi meira félagslegt öryggi. Fjötr- 30

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.