Vera - 01.09.1984, Qupperneq 32

Vera - 01.09.1984, Qupperneq 32
eöa eldri. Skýring frumvarpsflytjenda á þessu ákvæöi var aö konur á þessum aldri hefðu minni möguleika til aö sjá fyrir sér sjálfar, þegar fyrirvinnan félli frá. Þennan bótarétt missa þær að sjálfsögðu, ef þeim tekst að skaffa sér nýja fyrirvinnu og það sama gildir um mæðralaunin. Loks vil ég nefna, enn eitt ákvæði laganna, sem und- irstrikar stöðu kvenna skv. þeim. Þetta ákvæði varðar rétt giftra kvenna til sjúkra- dagpeninga. Skv. lögunum njóta hús- mæður 1A sjúkradagpeninga í veikindum. Sá réttur er þó bundinn eftirfarandi regl- um: ,,Geti húsmóðir t.d. annast matseld þrátt fyrir veikindi, er réttur til sjúkradag- peninga ekki fyrir hendi.” Það sem meira er, þetta ákvæði var sett 1979, en fram að þeim tíma höfðu hús- mæöur notið fullra sjúkradagpeninga. Breytingin var skýrð á þann veg að verið væri að gæta samræmis við tryggingalög- gjöf Norðurlanda hvað þetta varðar! Tekjuhugtakið í almannatryggingalögunum Tekjuhugtakið, eins og því er beitt í al- mannatryggingalögunum undirstrikar enn þá hugmyndafræði að líta ekki á ein- staklinga, sem efnahagslega sjálfstæða, gangi þeir í hjúskap eða hefji sambúð, heldur sem efnahagslega einingu. Og þar með veikist staða kvenna. í tekjuhugtak- inu felst sem sé að tekjur hjóna og sam- búðarfólks eru lagðar saman þegar tekju- trygging ellilífeyris og örorkubóta er reikn- uð svo og við ákvörðun um örorkustyrk. Þetta er sami hugsunarháttur og einkennt hefur umræðu undanfarandi ríkisstjórna atvinnurekenda og verkalýðsforystu, þeg- ar rætt er um laun. Talað er um fjölskyldu- tekjur eða rauntekjur, þ.e.a.s. samanlagð- ar tekjur hjóna og afkomumöguleikar reiknaðir út frá því. Þetta snertir konur sér- staklega vegna þess að með því er hug- myndinni um eina fyrirvinnu haldið við og lág laun kvenna oft réttlætt með því, að þau séu uppbót á aöaltekjur. Okkur kon- um verður einnig oft á að líta þannig á laun okkar. Slíkar hugmyndir eru að sjálfsögðu algjör andstæöa kvenfrelsishugmynda, sem ganga út frá því að hver einstaklingur eigi rétt á efnahagslegu sjálfstæði og að geta þar með m.a. valið hvort hann býr með eða ekki. Félagsleg einkamál I tryggingakerfinu hefur tekjuhugtakið þær afleiðingar að fjölmargar konur, sem ættu rétt á tekjutryggingu og örorkustyrk, væri litið á þær sem sjálfstæða einstakl- inga, njóta þeirra ekki vegna þess að þær eru giftar eða í sambúð og sameiginlegar tekjur fara uppfyrir tekjumörk tekjutrygg- ingar sem í dag eru 29 þús. kr. á ári. ( tryggingalöggjöfinni og annarri félags- málalöggjöf, t.d. framfærslulögum, er því enn að finna lögbundin ákvæði, sem kveöa á um hver staða kvenna skuli vera i fjölskyldunni. Enn erum við konur skil- greindar sem ólaunaður vinnukraftur inn- an fjölskyldunnar, þar sem okkar aðalhlut- verk er aö skila frísku og verkfæru vinnu- afli út á vinnumarkaðinn. Við megum bregða okkur þangað líka, þegar skortur er á vinnuafli og til þess að fylla láglauna- störfin og afla jafnframt aukatekna fyrir heimilið. Það er hinsvegar einkamál að ieysa vanda eins og þann að sjá börnum okkar fyrir gæslu eða öldruðum og sjúkum ættingjum fyrir umönnun. Þá þrýturforsjá velferöarríkisins. Það er ekki tilviljun, því væri nægilegt framboð á slíkri þjónustu, brystu um leið forsendur hinnar stöðluðu opinberu myndar karlveldisins og velferð- arríkisins af hlutverki fjölskyldunnar og kvenna innan hennar. Enn er því haldið í lagaákvæði og pólitíska stefnu, sem tryggja eiga áframhaldandi undirokun kvenna og hindra breytingar á félagslegri og efnahagslegri stöðu okkar. Karlveldið og velferðarríkiö sníöa okkur stakk og viðhalda kúgun okkar. Hug- myndafræði velferðarríkisins er karlveld- ishugmyndafræöi, sem byggir á áfram- haldandi undirokun kvenna. Sú hug- myndafræði er því ekki leið til kvenfrelsis. Engu að síður er Ijóst að við verðum að berjast fyrir annars konar velferð, þar sem raunveruleg skipting auðs og valds er grundvallaratriði. Kvenfrelsisbarátta án þeirra formerkja stendur ekki undir nafni fremur en núverandi velferð karlveldisins. Guðrún Jónsdóttir. 32

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.