Vera - 01.09.1984, Blaðsíða 34
Núgildandi ákvæði um fæðingar-
orlof eru frá 1980 og er þau að finna
í 16. gr. laga um almannatryggingar.
Þar segir í upphafi greinarinnar að
rétt til fæðingarorlofs eigi allir for-
eldrar, sem lögheimili eiga á íslandi.
Málið er nú ekki svona einfalt, því
í lagagreininni og reglugerð sem
henni fylgja eru ýmis sér ákvæði.
Upphæðir sem greiddar eru vegna
fæðingarorlofs eru misháar og mið-
ast við unnar launavinnustundir á
árinu á undan fæðingunni.
— Þær konur sem vinna hjá ríki, sveitar-
félögum og bönkum og eiga rétt á 3ja mán-
aöa fæðingarleyfi á launum eiga ekki rétt
á fæöingarorlofi samkvæmt þessum lög-
um.
— Fæðingarorlofið er fyrst og fremst
tengt móður, en þó gera lögin ráð fyrir að
faðir geti fengið fæðingarorlofsgreiðslur
síðasta orlofsmánuðinn, liggi fyrir skriflegt
samþykki móður fyrir því. Faðir á þá rétt á
eins mánaðar launalausu leyfi frá sínu
starfi og fær í staðinn fæðingarorlofs-
greiöslur í samræmi við unnar vinnustund-
ir árið áður.
Mjög fáir feður hafa notað þennan rétt
enda þýðir hann í langflestum tilvikum
launaskerðingu fvrir þá.
— Aðalreglan er að fæðingarorlof greið-
ist í 3 mánuði. Þó eru á þessu undantekn-
ingar. Þær eru helstar:
— Fæðingarorlof greiðist í 4 mánuði ef
móður er nauðsynlegt af heilsufars- eða
öryggisástæðum að leggja niður öll störf
mánuði fyrir fæðingu barns. Tryggingayf-
irlæknir veröur þó að meta hvort lengja
megi orlofið í slíkum tilvikum.
— Fæðingarorlof er 4 mánuðir sé um
tviburafæðingu að ræða og hið sama gildir
ef um alvarlegan sjúkleika nýbura er að
ræða, sem krefst mikillar umönnunar for-
eldris. Læknisvottorð og samþykkt Trygg-
ingarráðs verður þó að koma til þegar
meta á sjúkleika barns.
— Fæðingarorlof er 5 mánuðir þegar
um þríburafæðingu er að ræða og einn
mánuður að auki ef fleiri börn fæðast en
þrjú. Þetta er nýtt ákvæði og gildir um allar
fæðingar frá 1. 1. 1983.
— Ættleiðingarforeldri, fóstur- og uþp-
eldisforeldri sem tekur barn 5 ára og yngra
á rétt á 2ja mánaða fæðingarorlofs-
greiðslu.
— Fari barn í fóstur eða sé ættleitt falla
fæðingarorlofsgreiðslur niður frá þeim
degi er slíku er komið á. í þeim tilvikum svo
og ef barn fæðist andvana er þó aldrei
greitt fæðingarorlof skemur en í einn mán-
uð.
Reglur um fæðingarorlofsgreiðslur
Greiðslur á fæðingarorlofi eru mismun-
andi og miðast við fjölda vinnustunda í
launuðu starfi:
Fullar orlofsgreiðslur fá þeir sem hafa
unnið 1032 dagvinnustundir eða fleiri á
síðustu 12 mánuðum fyrir fæðingu.
Tvo þriðju af orlofsgreiðslu fá þeir sem
unnið hafa 516—1031 dagvinnustund síð-
ustu 12 mánuði fyrir fæðingu. Þeir sem
stundað hafa nám að aðalstarfi í a.m.k. 3
mánuði á síðastliðnum 12 mánuðum fyrir
töku fæðingarorlofs eiga rétt á þessu hlut-
falli fæðingarorlofs.
Einn þriðja af orlofsgreiðslu fá þeir
sem unnið hafa færri en 516 dagvinnu-
stundir í launavinnu svo og þeir sem eru
utan vinnumarkaðsins, en það eru i flest-
um tilvikum húsmæður.
Full upphæð fæðingarorlofsgreiðslu er í
dag kr. 15.712 á mánuði.
Rétt er að vekja athygli húsmæðra í
sveit á því að atvinnuþátttaka þeirra mið-
ast við hlut þeirra í útreikningi á grundvelli
vísitölubúsins á hverjum tíma.
Sérstakt ákvæði gildir einnig um vinnu-
framlag dagmæðra. — Gæsla eins barns
í 12 mánuði jafngildir 516 vinnustundum
eða fjórðungi úr fullu starfi.
Skráð atvinnuleysi hjá vinnumiðlun er
jafngilt atvinnuþátttöku. Sama gildir ef for-
eldri hefur þurft að vera frá vinnu vegna
veikinda undanfarna 12 mánuöi og átt rétt
á sjúkra- eða slysadagpeningum á tímabil-
inu.
Umsóknir um fæöingarorlof
Sótt er um fæðingarorlof á sérstökum
eyðublöðum og sótt er til Tryggingastofn-
unar ríkisins ef lögheimili umsækjanda er
í Reykjavík. Sé lögheimili utan höfuðborg-
arinnar er sótt um hjá sýslumönnum eða
bæjarfógetum. Umsóknareyðublöð eru
hjá sömu aðilum.
Með umsóknareyðublaðinu verður að
fylgja vottorð launagreiðanda, þar sem
staðfestur er fjöldi vinnustunda, svo og
vottorð um slysa-, sjúkra- eða atvinnuleys-
isbætur sé slíku til að dreifa.
Þeir sem eru með sjálfstæðan atvinnu-
rekstur verða að leggja fram skattframtal.
Nemendur verða að leggja frarri sönnun
um námstíma.
Vert er að undirstrika að ekki er leyfilegt
að segja upp barnshafandi konu eða konu
í fæðingarorlofi ,,nema gildar og knýjandi
ástæður séu fyrir hendi eins og segir i lög-
unum um fæðingarorlof.
Að lokum vil ég nefna að á síðasta Al-
þingi lögðu þingmenn Kvennalista fram
frumvarp um lengingu fæðingarorlofs í 6
mánuði. Frumvarpið er óafgreitt.
Guðrún Jónsdóttir.
HERRA
NÆRBUXUR
Ten cate karlmannanærbuxurnar
eru úr 97% bómull og 3% teygju.
tvíofnar, litekta, þola suðu. og eru
alltaf eins.
Margar gerðir og litir.
37% gerviefni 3% teygja.
TENCATE
SOKKABUXUR
OG
SOKKAR
Magnþora Magnusdottir sf.
heildverzlun
Brautarholti 16. simi 24460
34