Vera - 01.09.1984, Qupperneq 39
Kvennasamtök
í Costa Rica
Að utan
♦
Ljósmyndir: Torfi Hjarlarson
í Mið-Ameríku ríkinu Costa Rica eru starfandi
kvennasamtökin COF (Centro de Orientacion Famili-
ar). Ég átti þess kost að vinna með þessum samtök-
um í nóvember/desember ‘81 og fylgjast svo með
starfsemi þeirra allt til hausts ‘83. í hafnarborginni
Límon sem er á Atlanshafsströnd landsins. Límon
er aðal útflutnings/innflutnings höfnin og þar byggir
fólkið mikið til afkomu sína á hafnarvinnu og vinnu á
bananaplantekrum sem eru hvað stærstar á þessu
hitabeltissvæði.
Þarna gafst mér einstakt tækifæri á aö sjá, heyra og reyna
að skilja stööu konunnar í þessum heimshluta.
Markmiö þessara samtaka eru:
a) aö mennta konur
b) vekja þær til umhugsunar um eigin stööu
c) bæta fjárhagslega stööu þeirra í þjóðfélaginu
Samtökin hafa veriö rekin um 10 ára skeiö og hefur gengiö
á ýmsu bæöi góöu og miður góöu. í upphafi byggðist öll starf-
semin á námskeiöahaldi og fyrirlestrum.
Fyrirlestrarnir voru um getnaöarvarnir, umhirðu ungbarna,
mikilvægi móðurmjólkur (i staö þurrmjólkurdufts sem mikið er
notaö), þroskaferli barna, meðferð „blóösóttar” (sem er aðal
dánarorsök ungbarna) o.fl. sem tengist móðurhlutverkinu.
í framhaldi af þessu var tekinn fyrir lagalegur réttur konunn-
ar og þá aöallega meö tilliti til hjúskapar-/ sambýlisslita, með-
iagsgreiöslna og uppsagna.
Námskeiðahaldiö fólst aftur á móti í verkmenntun þ.e.
kennslu í saumaskap, vélsaumi, keramik, vefnaði, taumálun
o.fl. Þetta námskeiðahald miðaðist aö þvi að gera konum kleift
aö framleiða söluvöru og fljótlega opnuöu þær verslun þar
sem' seld var/er þeirra framleiðsla (handavinna) og fá þær þá
vitanlega greitt andvirði vinnunnar og hafa því hver um sig eitt-
hvert fé milli handanna sem áður var ekki til staðar.
Starfsemin eykst
Með tíð og tíma jókst starfsemin og fleiri konur komu við
sögu — var þá farið að halda leiötoga og stjórnunarnámskeið
og í dag má nefna að þær starfrækja: tvær verslanir, ísverk-
smiðju, kaffistofu, saumastofu og eitt barnaheimili.
Fjárhagslega er reynt að halda hverri einingu sjálfstáeðri og
faravinnulaun kvennannaeftirgangi rekstursins. í upphafi var
starfsemin styrkt af þýskum kvennasamtökum sem nú hafa
því miður hætt því og snúið sér að öðrum verkefnum og mun
því þetta ár ráða um hve tilbúnar konur í Límon eru eftir þenn-
an aðlögunartíma.
Atvinnulíf í Límon hefur byggst á hafnarvinnu og vinnu á
bananaplantekrum sem og áður var bent á, auk þjónustu-
starfa og létts iðnaðar á síðari árum.
Með tilkomu nýrrar hafnaraðstöðu sem tekin var í notkun
‘82/‘83 var um 2000 verkamönnum sagt upp störfum vegna
aukinnar vélvæðingar (þ.e. ekki var lengur þörf á fólki til
,,sekkjaburöar”) og á undanförnum árum hefur einnig mörg-
um af bananaplantekrunum verið lokað þar sem erlendir eig-
endur telja þær ekki skila jafn miklum hagnaði og áður.
Þetta leiðir beint til þess að karlmenn ganga fyrir um þau at-
vinnutækifæri sem bjóðast (s.s. í iönaði og þjónustu) þar sem
þeir eru jú fyrirvinnur heimilisins — og þá um leið lokast ger-
samlega atvinnumöguleikar kvenna.
39