Vera - 01.09.1984, Page 43

Vera - 01.09.1984, Page 43
Látt’ ekki deigan síga Guðmundur Höfundar: Edda Björgvinsdóttir og Hlín Agnarsdóttir. Söngtextar: Þórarinn Eldjárn og Anton Helgi Jónsson. Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Lýsing: Egill Árnason. Búningar: Margrét Magnúsdóttir og Ellen Freydis Martin. Ljösmyndir: Valdis Óskarsdóttir. Tramkvæmdastjóri Stúdentaleikhússins: Hrefna Haralds- dóttir. Tramkvæmdastjóri sýningarinnar: Þórdis Arnljótsdóttir. Hljóöstjóri: Hróömar Sigurbjörnsson. Leikhljóö: Hreinn Valdimarsson og Valdís Óskarsdóttir. Píanóundirleikur: Jóhann G. og Guðlaugur Viktorsson. Kontrabassi: Þóröur Högnason. Leikendur: Kjartan Bjargmundsson, Hilmar Jónsson, Ása Svavarsdóttir, Soffía Karlsdóttir, Erla Ruth Haröardóttir, ^ósa Marta Guönadóttir, Rósa Þórisdóttir, Edda Arnljóts- dóttir, Helgi Björnsson, Arnór Benónýsson, Magnús Lofts- s°n, Vigdís Ezradóttir, Jón St. Kristjánsson, Eiríkur Hjálm- arsson, Erling Jóhannesson, Halldóra Friöjónsdóttir, Valdi- mar Flygering, Arna Valsdóttir, Ásta Arnardóttir, Auður Snorradóttir, Freyja Kristjánsdóttir, Ágúst Sigurðsson, paníel Ingi Pétursson, Þór Hrafnsson Tulinius, Þórhallur *'lhjálmsson. Stúdentaleikhúsiö heilsaöi sumri bros- andi — enda prófin búin og Listahátíð líka. Reyndar átti „Guömundur” aö vera meö Þar sem tókst þó ekki af einhverjum astæöum sem ég er búin aö gleyma núna, en alla vega: „Guðmundur” varö eins konar framlenging þeirrar hátíðar. Og var sýndur fyrir svo fullu húsi frameftir sumri aö margir uröu frá að hverfa, eftir langar biöraðastööur, þegar sýningum var hætt Þó ekki hafi tekist að svara eftirspurninni. Þetta var af einhverjum ástæðum sem ég er lika búin aö gleyma núna, fólk aö fara í sumarfrí, út í lönd að læra eða vinna ein- nvers staöar o.s.frv. o.s.frv. Þaö stóð til aö Stúdentaleikhúsið tæki sýningarnar upp aö nýju í haust en nýjustu fréttir eru þær aö af því geti ekki orðið. Því miður. Leikritið um Guðmund er ekki bara um Guðmund — heldur er þaö svona nokkurs konar aldarfarslýsing í léttum dúr: áhorf- endur eru leiddir um spéspeglasali þeirrar kynslóðar sem gjarnan er kennd við áriö ‘68. Hafi þaö farið fram hjá einhverjum skal þess getið hér og nú að það ár mark- aði tímamót í sögu vestrænnar menning- ar: stúdentar stóðu á fætur og kröfðust jafnréttis á við kennara, konur á við karla, verkamenn á við borgara, börn á við full- orðna (eða einhverjir uppeldispostular í þeirra nafni. . .) Og hipparnir tóku sér blóm í hönd og boðuðu ást og frið — make love not war. . . Hreyfingar og kvenföng. . . Guðmundur er frjálslyndur og fjölhæfur maður sem ekki setur fyrir sig að skipta um skoðanir annað slagið. Áhorfendur fylgd- ust með honum frá árinu 1967 til dagsins í dag — gengu með honum og léttpönkuð- um syni hans fæddum upphafsárið í gegn- um þetta árabil og þær stefnur og þá strauma sem þá blésu um himinhvolfið og Guðmundi okkar í nýjar og nýjar hreyfing- ar og ný og ný kvenföng. Þessi sýning Stúdentaleikhússins var feikilega fjörug og mannmörg og — svo ég grípi til tungutaks trúarbragðanna — gekk það kraftaverki næst hve miklu leikstjórinn fékk áorkað með þennan stóra hóp sem að mestu var skipaður áhugafólki. Viðbrögð áhorfenda á þeirri sýningu sem ég sat virtust öll á einn veg: gífurleg gleði, kátína og hlátur. Síðan hef ég heyrt fleiri útgáfur enda á fólk misjafnlega auð- velt með að hlæja að sjálfu sér. Sumum finnst t.d. að óþarft hafi verið að gera kommana svona hallærislega, hippana svona ömurlega, kvennaframboðið svona væmið og hommana svona heimskulega. Sjálfri finnst mér skemmtilegt að hlæja og góðlátlegt grín að tiðarandanum hefur ein- att verið uppistaða góörar revíu. Helst finnst mér að hommasenan hafi jaðrað við að fara yfir mörkin, bæði vegna þess að hommar og lesbíur eru hópur sem á virki- lega undir högg að sækja í þessu samfé- lagi og hlýtur iðulega meiri fyrirlitningu í sinn hlut en viðunandi getur talist, saman- ber þátt sem helgaður var þessum hópi í útvarpinu síðkvöld nokkurt síðastliðinn vetur. Nú, og að hinu leytinu fannst mér það brot í „persónusköpun” aðalpersón- unnar, Guðmundar, að gera hann allt í einu og óforvarindis að homma, svona líka kvenhollan mann! Á meöan við hlæjum. . . Nema hvað: Það er hollt að hlæja og höfundum þessa verks hefur svo sannar- lega tekist að lyfta munnvikum áhorfenda uppávið með þessari útgáfu á ‘68 tímabil- inu. En á meðan við hlæjum skyldum við minnast þess að þetta umrædda tímabil var ekki bara fyndið — andi þess blés burt ýmsum fordómum og kreddum sem þjak- að höfðu oss vesalt mannkyn um aldir — gætið að því — og hann er enn að verki því hann er lifseigur þessi andi uppreisnar, frelsis, jafnréttis, friðar. . . — sbj. 43

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.