Vera - 01.12.1989, Blaðsíða 6

Vera - 01.12.1989, Blaðsíða 6
Viðtal við Guðrúnu Tryggvadóttur, myndlistakonu HEIM KOMAN Guðrún Tryggvadóttir er aðeins lið- lega þrítug, en hefur þó þegar vakið mjög mikla athygli fyrir myndlist sína. Námsferill hennar var glæsileg- ur og hún vann til verðlauna og styrkja sem dugðu til að skapa henni nafn bæði hér á landi og erlendis. Meðal annars hlaut hún æðstu verð- laun Akademíunnar í Múnchen, er hún lauk námi þaðan, árið 1983. Á Islandi hefur hún meðal annars verið á starfslaunum ríkisins í tólf mánuði, 1985-86. Hún er framagjörn, ekki bara í augum annarra heldur ekki síst í augum sjálfrar síru ,,Ég er dæmigerð ,,karríerkona“, verð alltaf að vera best á mínu sviði. Eg er búin að vera í myndlist af fullri alvöru síðan ég var sextán ára og leggja allt í sölurnar. Þá fór ég í Mynd- lista- og handíðaskólann og þaðan beint til Parísar á „Ecole superieure des Beaux Arts“ en mér fannst þessi frægasti myndlistarháskóli Evrópu ömurlegur, gamaldags, og fór um vorið til Múnchenar. Þangað hafði ég hvort eð er alltaf ætlað mér. Það átti vel við mig að vera í Þýskalandi. Þjóð- verjar vinna allt svo skipulega og rannsaka það sem þeir eru að gera; fara vel ofan í hlutina. Þannig lætur mér lfka best að vinna. Ég les til dæm- is mikið. Tungumál og menning geta valdið manni erfiðleikum. Mér finnst erfitt að tala um myndlist á íslensku en á þýsku get ég talað um hana enda- laust. Þýsk heimspekiarfleifð á áreið- anlega sinn þátt í þessum mun á notkunarmöguleikum málanna. En það er ekki alltaf eins létt að vinna svona á íslensku og myndlistin var í rauninni aldrei neitt val, þetta er eitt- hvað sem ég VERÐ að gera. Ég er að koma skilaboðum yfir í efni, hvaðan sem þau skilaboð eru komin — úr mínu sálarlífi eða einhverri alheims- vitund. Þetta eru ekki einu sinni skila- boð til annarra, heldur bara frá sjálfri mér til mín og ég hef knýjandi þörf til að koma þeim frá mér. Stundum er ég búin að vera með hugmynd í magan- um í marga mánuði áður en ég mála hana og þegar ég mála verður hún allt öðru vtsi en ég hafði búist við. Hver hugmynd er uppljómun. Þetta er minn spegill, og það verður að hafa það þótt ég noti þessa þreyttu lík- ingu. Já, mér fannst ég ekkert eiga sameig- inlegt með þessum kvenréttindakon- um. Þær komu mér ekkert við. Til dæmis þetta blaður um tímafrekt uppeldi barna, sem fór sérstaklega í taugarnar á mér, og að kenna þessum yndislegu karlmönnum um allt sem miður fer. En eftir að ég eignaðist barn er ég farin að sjá tilgang í því sem þær eru að segja. Maður verður að éta allt ofan í sig aftur. Ég hélt alltaf að þegar ég eignaðist barn gæti ég bara bundið það framan á mig og haldið áfram að mála. En um leið og ég var orðin ófrísk missti ég áhugann á öllu nema móðurhlutverk- inu. Fæðing Mónu dóttur minnar fyr- ir einu og hálfu ári yfirskyggði allt sem ég hafði áður lifað. Mig hafði langað að eignast þetta barn og það eina sem komst að var það sem var að gerast inni í mér, ég hafði ekki áhuga á neinu utan líkamans. Ég hefði misst hana ef ég hefði ekki lagt mig alla í að halda henni og legið mestalla með- gönguna. Enda ætlaði ég aldrei að geta fætt hana, ég var búin að einbeita mér svo að því að missa hana ekki á meðan ég gekk með hana og sleppti henni ekki auðveldlega. Ég áttaði mig ekki á því hvað móð- urhlutverkið tekur mikinn tíma og orku. Ég ætlaði að fara að mála eftir tvo mánuði, fékk stelpu heim fjóra tíma á dag og fór niður í kjallara að mála. Aðstæðurnar voru ákjósanleg- 6

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.