Vera - 01.12.1989, Side 11

Vera - 01.12.1989, Side 11
nýrra leiða. Tilfinningar verða ekki bundnar böndum, né heldur sýnir og vitjanir. Einstaklingar verða fyrir trú- arreynslu, öðlast nýtt innsæji og nýj- ar túlkanir verða til hvort sem þær ná eyrum fleiri eða færri, eru gripnar fegins hendi eða bældar niður. Hver trúarbrögð eiga sér þannig sinn innri og ytri veruleika og þótt hinn ytri veruleiki mustera, hofa, kirkna, presta og preláta og helgisiða kunni að vera merkilegur og glæsilegur þá er það þó hinn innri og óáþreifanlegi veruleiki í hjörtum mannanna sem er áhugaverðastur af því að þar fer fram leitin að hinum hinstu rökum tilver- unnar. Er þá trúartilfinningin tómur ótti við hið óþekkta og óræða og trúarbrögð- in viðbrögð við óttanum? Höfum við þá nokkuð við trúna að gera? Hafa ekki vísindin losað okkur undan oki óttans? Vissulega hefur nútímamanneskj- an með vísindum sínum snúið goð- sögnunum upp í náttúrulögmál og töfrunum upp í tækni. Andar og svip- ir þrífast illa í raflýstum hýbýlum. Draumarnir eru orðnir að skilaboð- um frá undirmeðvitundinni. Samt leynist með henni ótti í dýpstu hugar- fylgsnum. Hún er enn ráðþrota frammi fyrir sjúkdómum og dauða, hrelld af sorgum og vonbrigðum, ekki óhult fyrir ógæfu og auðnuleysi. Enn finnur hún fyrir tómleika og til- gangsleysi. Enn þráir hún óforgengi- leika. Enn leitar hún Guðs. En þegar við í leit okkar snúum okkur til trúarbragðanna segir efinn til sín. Trúarbrögðunum fylgja at- hafnir, siðir, venjur og kennisetning- ar, sem við eigum erfitt með að sætta okkur við. Að baki þeirra er oft löng og blóðug saga þröngsýnis, ofstækis og mannvonsku sem skyggir á feg- urðina, gæskuna og heilagleikann sem við leitum í trúnni. Jafnvel þegar okkur tekst að greina rangtúlkanir og misnotkun og komum auga á gildin og verðmætin sem fólgin eru í trúar- Ljósmynd: Steve Schapiro „Tilfinningar veröa ekki bundnar bönd- um, né heldur sýnir og vitjanir. Einstakl- ingar verða fyrir trú- arreynslu, öðlast nýtt innsœji og nýj- ar túlkanir verða brögðunum, getum við þá sætt okkur við kennisetningarnar og kröfurnar sem trúarbrögðin gera til okkar? Öll trúarbrögð gera kröfur til iðkenda sinna um breytni, hlýðni og til- beiðslu. „Verið fullkomin eins og yð- ar heilagi faðir er fullkominn," segir í ritningunni. Leyfist okkur að hafna kröfum sem ekki henta okkur og tína úr þær kennisetningar sem eru okkur geð- þekkar og hafna hinum? Erum við þá ekki að hafna trúar- brögðunum og treysta á trúartilfinn- ingarnar einar sér? Er það nóg? Hvað- an koma þær? Sjálfsefjun gegn ótta og vanmætti eða dauft endurskin af almætti, algæsku, alvitund handan við mannlega skynjun? Eru þær sú sýn sem Páll postuli talar um?,,... því nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráð- gátu, en þá munum vér sjá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum en þá mun ég gjörþekkja, eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn." Guðrún Ólafsdóttir 11

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.