Vera - 01.12.1989, Blaðsíða 18

Vera - 01.12.1989, Blaðsíða 18
EG HEF YMISLEGT AD SEGJA GUÐI — ÞESSUM SEM GAMLATESTAMENTIÐ OG KÖRANINN SEGJA FRÁ „Á undanförnum ár- um hafa margir Múslimar oröiö fana- tískari í trú sinni og œ fleiri konur sveipa sig blœjunni. i min- um huga er þetta hrœsni og yfirvarp." 18 Hún er Kúrdi og við skulum kalla hana Faridu. Heimkynni hennar eru í norðurhluta írak og kynþáttur henn- ar sætir nú hroðalegum ofsóknum af hendi íraka. Hafa þeir m.a. notað taugagas til að flæma Kúrda burt úr bæjum og sveitum sem hafa verið heimkynni þeirra um aldir. Hefur því verið haldið fram að ,,þjóðarmorð“ sé rétta lýsingin á athæfi íraka gegn Kúrdum um þessar mundir. Og ein- mitt vegna þessa vill viðmælandi minn ekki tala í þessu viðtali nema án nafns og andlits. Hún fór frá írak fyrir 10 árum og hefur ekki komið þangað síðan. Á íslandi hefur hún verið bú- sett í tæp tvö ár og allan þann tíma hefur hún ekkert heyrt frá fjölskyldu sinni í Kúrdistan. Hún veit ekkert hvar fjölskyldan er niðurkomin eða hvernig hún hefur það. „Ég reyni að hugsa ekki um það, það er best þann- ig“ segir hún. Annars var erindi mitt við Faridu ekki að ræða ofsóknir gegn Kúrdum í írak — þó það sé vissulega verðugt viðfangsefni — heldur að fræðast hjá henni um stöðu kvenna innan trúar- bragða Múslima, Islam. Islam er út- breiddast í Arabaríkjunum og í ríkjum Suður-Asíu s.s. Indlandi og Bangla- desh. Við vitum að staða kvenna í ríkjum Múslima er heldur bágborin á vestrænan mælikvarða en það eru vissulega áhöld um hversu góður sá mælikvarði sé. ,,Chadorinn“ — svarta klæðið sem margar múslima- konur sveipa sig — hefur einmitt orð- ið tákn uppreisnarinnar gegn menn- ingu Vesturlanda og heimsvalda- stefnu Bandaríkjamanna. Hann var það í frelsisbaráttu Alsírbúa á árunum í kringum 1960 og í írönsku bylting- unni þegar keisaranum var steypt af stóli. En á blæjunni eru tvær hliðar og í Alsír er hún nú öðru fremur til marks um yfirráð karla yfir konum. Ýmislegt bendir til að það sama sé að verða upp á teningnum í fran. Þar er konum í æ ríkara mæli þrýst inn í það hlutverk að vera eingöngu eiginkon- ur og mæður og giftingaraldurinn hefur verið færður niður í 13 ár. Khomeini lofaði konum að þeim yrði lyft á æðra plan, en sá sem getur það hefur það væntanlega líka í hendi sinni að ýta þeim á önnur og óæðri plön. Þó bókstafstrú hafi vaxið fiskur um hrygg í ríkjum Múslima á undanförn- um árum þá eru einstaklingarnir auð- vitað misjafnlega heitir í trú sinni. En hvað með Faridu, viðmælenda minn frá Kúrdistan, er hún trúuð? „Nei, Kúrdar eru ekki mjög upp- teknir af trúarbrögðunum. Ég er fæddur Múslimi, ég lærði um trúar- brögðin í skóla og ég lærði að biðjast fyrir. Það má kannski segja að ég sé fremur alin upp við sterkar siðferði- legar kennisetningar en trúarbrögð. Hjónaskilnaður er t.d. nokkuð sem mér finnst óhugsandi og sú afstaða mfn er ekki byggð á trúarlegum grunni heldur lít ég á hann sem tryggðarof. En ástæðan fyrir því að við Kúrdar erum ekkert sérlega trú- aðir er kannski sú, að Múhameð spá- maður var Arabi og við erum ])að ekki. í gegnum Islam hefur verið rek- in einskonar arabísk heimsvalda- stefna sem kemur m.a. fram í því að allir Múslimar eiga að kunna ara- bísku. Kúrdíska er hvorki skyld ara- bísku í uppbyggingu né málfræði heldur er hún indóevrópskt mál sem notast þó við arabísku skriftina vegna þess að okkar skrift hefur glatast. Engu að síður verðum við að læra ara- bísku í skóla því eins og afi minn og amma segja — en þau eru mjög siða- vandar manneskjur — þá mun guð spyrja þig spurninga á arabísku þegar þú bankar á hlið Paradísar. Arabar sjálfir kalla mál sitt gjarnan „Paradís- artungumálið“. Meðal Kúrda eimir enn eftir af trú- arbrögðum hinnar fornu Persíu en höfundur þeirra var Zaraþústra. Zara- þústra var uppi ca. 600 árum fyrir Krist og hefur án efa haft áhrif bæði á kristna trú og Islam. Hann dvaldist t.d. 40 daga í helli við hugleiðslu sem er svipað og Kristur og Múhameð gerðu. Hugmyndir Zarajiústra byggj- ast á tvíhyggju, hinni eilífu baráttu góðs og ills. Það eru tveir guðir, annar guð ljóssins og hinn guð myrkursins. Báðir þessir guðir eru enn lifandi í hugum Kúrda og þeir nota nöfn þeirra. íranir hafa gjarnan kallað áhangendur Zaraþústra „elddýrk- endur“ vegna þess að í mars, þegar nýtt ár byrjar samkvæmt okkar tíma- tali, fagna þeir guði ljóssins með því að kveikja elda. Á undanförnum árum hafa margir Múslimar orðið fanatískari í trú sinni og æ fleiri konur sveipa sig blæjunni. f mínum huga er þetta hræsni og yfir- varp. Ef þú hylur þig getur þú gert ýmislegt sem alls ekki er rétt, og það eru mörg dæmi þess að blæjan sé not- uð til að breiða yfir ýmislegt sem miður fer. Það er líka að verða tíska að hylja sig. Ég var á írlandi ekki fyrir alls löngu og hitti þar m.a. mjög nú- tímalegar konur frá frak sem aldrei notuðu blæju meðan þær voru þar, en höfðu nú allt í einu tekið upp á því að nota hana á írlandi. Ég held að þær muni kasta henni frá sér aftur þegar heittrúarstefnan fer að dala.“ Ég hef oft heyrt þau rök frá írönsk- um konum að við það að hylja sig öðl- ist konur ákveðið frelsi. Þær hætti að vera kyntákn fyrir karla, losni við kynferðislega áreitni og eigi þar af leiðandi auðveldar uppdráttar á kyn- skiptum vinnumarkaði. Eru þetta ekki gild rök? „Veistu að kona sem hylur sig vekur lfklega meiri kynferð- islegan áhuga hjá körlum en hin sem gerir það ekki. Þeim finnst hið for- boðna alltaf svo eftirsóknarvert og

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.