Vera - 01.12.1989, Blaðsíða 19

Vera - 01.12.1989, Blaðsíða 19
vilja fá að vita hvað er undir blæj- unni.“ Nýlega las ég í viðtali við konu að nafni Nadia Hijab — en hún er rithöf- undur og blaðamaður frá Jórdaníu — að Arabarfkin 22 hefðu hvert st'na fjölskyldulöggjöf en hvert um sig teldi sína löggjöf í samræmi við „sharia“, en það er sá hluti Kóransins sem um þessi mál fjallar. Löggjöf þessara landa er rnjög innbyrðis ólík og má í því sambandi nefna að hún er „Eva notaöi greind- ina til aö sanntœra Adam og tókst þaö. Hvar vœrum við stödd et hún hetöi ekki gert það? Ég held aö líffrœðin og raunvísindin séu ekki verri trúarbrögð en hver önnur.“ talsvert frjálslynd í Túnis, þar hafa konur sama rétt og karlar til að sækja um skilnað og fjölkvæni er bannað. f Saudi Arabíu er fjölkvæni hins vegar viðurkennt og þar hefur „sharia" verið tekin upp óbreytt og notuð sem fjölskyldulöggjöf landsins. Það má með öðrum orðum segja að sínum augum líti hver á silfrið og valdhafar á hverjum stað túlki Kóraninn eins og þeim best hentar. Nadia Hijab viðrar í viðtalinu þá skoðun sína að það séu ekki endilega sjálf trúarbrögðin, Islam, sem séu afturhaldssöm og haldi konum niðri. Á ferðinni sé miklu flóknara efnahagslegt, menn- ingarlegt og félagslegt fyrirbæri. Bendir hún t.d. á að það sé útbreidd ranghugmynd, jafnt í Arabalöndun- um sem á Vesturlöndum, að Kóran- inn fyrirskipi umskurð á konum. Ekk- ert slfkt sé þar að finna og það sé ein- mitt mjög mikilvægt fyrir konur að geta vísað til þess í baráttunni gegn umskurði. Það sé með öðrum orðum ekki átrúnaðurinn sjálfur sem sé kon- um fjandsamlegur heldur notkun hans og túlkun í karlstýrðu samfélagi. Hver er skoðun Faridu á þessu? „Það er bæði átrúnaðurinn og not- kun hans sem undirokar konur. í Kór- aninum er t.d. kveðið á um að erfða- réttur stráka og stelpna skuli ekki vera sá sami; strákar erfa tvisvar sinn- um meira en stelpur. Það er líka sagt í Kóraninum að karlmaður megi taka sér fjórar eiginkonur ef hann geti séð þeim farborða, enda átti Múhameð sjálfur fjórar konur þó ekki væri hann giftur þeim öllum á sama tíma. Það kann vel að vera að þetta hafi átt sér eðlilegar skýringar á þeim tíma, en j?etta á ekki heima í nútímanum. Ef við tökum t.d. erfðaréttinn, þá mið- aðist hann við að allar konur væru á framfæri ýmist feðra sinna, eigin- manna, bræðra eða sona og þ.a.l. kærni erfðahlutur karlmannsins þeim til góða. í dag er það hins vegar þann- ig, að það er fjöldinn allur af Mús- limakonum sem mennta sig og sjá sér farborða sjálfar og það er fáránlegt að þær skuli ekki hafa sama erfðarétt og bræður jteirra. Þó auðvitað megi nota allt sem Kóraninn boðar í yfirfærðri merkingu, þá er hann engu að síður sterkt kúgunartæki þar sem hann er túlkaður bókstaflega s.s. í Saudi- Arabíu þar sem auga kemur fyrir auga og tönn fyrir tönn. Trúarbrögðin eru víða notuð til að halda konum niðri á Jteirri forsendu, að engin ástæða sé til að hrófla við tilveru þeirra sem eru óupplýstir og ánægðir. Og vegna þess að menn gefa sér að óupplýstar konur séu ánægðar þá finnst jjeim ekkert at- hugavert við jtað að ráðstafa þeim í hjónaband án samráðs viö þær sjálfar. Feðurnir hittast í Moskunni og einn þeirra lýsir því yfir að hann eigi gjaf- vaxta dóttur til að kanna hvað til boða standi. Prófessorinn minn í írak sagði mér t.d. að þannig hefði hann fengið sína eiginkonu. Hún hafði aldrei hitt hann fyrir hjónabandið en hefur nú alið honum 7 börn og geng- ur um með blæju. Hann er mjög ánægður með hana.“ En ekki er þetta neitt algilt? Væntan- lega er þetta mismunandi eftir lönd- um, eftir því hvort um er að ræða sveit eða borg og hvort konan sem í hlut á er menntuð eða ómenntuð? Hvernig er þetta t.d. í nánasta um- hverfi Faridu? „Eftir því sem menntunarstigið verður hærra þeim mun fleiri múrar hrynja. í minni fjölskyldu tíðkast það að konur velji sér eiginmenn sjálfar og feðurnir þurfa ekki endilega að vera sáttir við það val. Strákar og stelpur eyða kannski löngum stund- um saman til að kynnast vel áður en til hjónabands kemur en þau sofa aldrei saman fyrr en eftir giftinguna. Reyndar er ýmislegt til í þessu og það er t.d. til ættbálkur meðal Kúrda þar sem karl og kona giftast ekki. Pörun á sér þannig stað að karl og kona, sem lýst vel hvoru á annað, koma sér sam- an um að hann ræni henni og fari með hana til fjalla. Það er mjög miður fyrir konuna ef henni er ekki rænt. Þau dveljast til fjalla nokkurn tíma en koma svo til baka með börn og búa saman eftir það. Sambúð þeirra er ígildi hjónabands. En talandi um konur og karla þá er ég sannfærð um að konur eru upp- runalegri en karlar. Ég trúi því ekki að Adam hafi verið skapaður á undan Evu — j^að er eitthvað á bak við þá sögu sem ekki hefur komið fram. Sjáðu til, konur eru með tvo X litn- inga en þeir litningar eru nauðsynleg- ir fyrir lífið. Karlar eru hins vegar með einn X litning og einn Y litning sem ekki er nauðsynlegur fyrir lífið þó hann hati áhrit a kyn mns oræaaa barns. Ég hugsa að konur hafi líka betra heilabú en karlar. Karlar hafa meira vöðvaafl og ég held að það sé einhvers konar uppbót fyrir það sem á vantar með greindina. Eva notaði t.d. greindina til að sannfæra Adam og tókst jtað. Hvar værurn við stödd ef hún hefði ekki gert f>að? Ég held að líffræðin og raunvísindin séu ekki verri trúarbrögð en hver önnur. Annars er ég alltaf að bíða eftir Guði — þessum sem Gamla testa- mentið og Kóraninn segja frá, sem er einn og hinn sarni. Það er alltaf verið að segja að það sé von á honum og ég hef svo margt að segja honum. Ég j^arf t.d. að segja honuni að hann sé kúgandi, afbrýðisamur, svikull og á stundum ósannsögull. Sjálfsagt hrýs hinum trúuðu hugur við þessum orð- um mínum en það getur tæpast átt við um Guð. Ekki ef hann er Guö.' ‘ -isg. 19

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.