Vera - 01.12.1989, Blaðsíða 35

Vera - 01.12.1989, Blaðsíða 35
Hvernig á að haga friðarbaráttunni? Spucningin er jafngömul baráttunni sjálfri og óteljandi aðferðum hefur verið beitt út um allan heim. Ýtt var við þessari spurningu aftur hér á landi í sumar þegar sérstakar heræfingar á vegum Bandaríkja- hers voru leyfðar. Viðbrögð friðarsinna urðu til þess að Birna Þórðardóttir, sem tók þátt í aðgerðum Herstöðvaandstæð- inga, ritaði grein, þar sem hún gagnrýndi m.a. þá leið sem Kvennalistakonur völdu og nefndi hana flóttastefnu. Augljóslega var hér ágreiningur á ferðinni. En hvers vegna velja konur mismunandi leiðir? Hvaða rök liggja að baki? VERA fékk Birnu og Maríu Jóhönnu Lárusdóttur, sem í ræðu og riti hefur verið talsmaður nýs hugsun- arháttar í þessum efnum, til að ræða sam- an um þessi mál, stöðu friðarhreyfinga og áherslur í friðarbaráttu. KB.: Skrifaðir þú Birna þessa grein vegna þess að þú taldir að um einhver þáttaskil væri að ræða í sumar? Var eitthvað nýtt á ferðinni? Birna: Nei, mér finnst þetta í rauninni ekki vehi neitt nýtt. Þó að þetta hafi komið upp í sumar þegar Helen Caldicott kom hingað og ég hafi svarað því mjög harkalega, þá finnst mér að það hafi örlað á þessari flóttastefnu oft áður og þá ekki endilega hjá Kvennalistanum eða friðarsamtökum kvenna heldur miklu frekar innan Alþýðubandalagsins. En það sem gerði m,ig fyrst og fremst fúla í sumar var að ég bjóst við svo ofsalegu miklu eftir að hafa komið á fundinn f Þjóðleikhúsinu, hrifist þar mjög mik- ið og fundið kraftinn frá öllum þessum konum. Ég bjóst við miklum aðgerðum gegn þessu hernaðarbrölti og þessum heræfingum, sem varð síöan ekki. Það eru kannski fyrst og fremst þessi vonbrigði sem endurspeglast í svari mínu. Ég hef þó oft áður orðið vitni að samskonar viðbrögðum. Þegar herstöðvaandstæðingar hafa t.d. farið útí að gera eitthvað sérstakt, þá hafa ekki allir sem segjast vera á móti hernum viljað taka þátt í því. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt, en ég bjóst við rniklu meiru í sumar. Hanna Maja: Ef ég byrja á heræfingunum í surnar, þá kusu konur sér ólíkar leiðir. Kvenna- listinn stóð fyrir tvíþættum aðgerðum. Önnur var sú að konur gengu sorgargöngu til að tjá á táknrænan hátt sorg sína yfir því að íslensk yfir- völd, sem þorri fólks í landinu hefur falið stjórn sinna mála, leyfðu hernaðaræfingar á íslensku landsvæði sem í rauninni stuðla að auknum hernaðarumsvifum á íslandi. Við fór- um einnig á fund þeirra sem fara með yfirstjórn þessara mála og hermannanna sjálfra og rædd- um hugarfarið á bak við hernað og vígbúnað, það er hernaðarhyggjuna sjálfa. Þetta er í sam- ræmi við það sem friðarsinnar hafa mikið rætt um, að mikilvægt sé að fólk hafi frumkvæði — frumkvæði til að stýra sínu lífi og umhverfi — taki þátt í að móta framtíð sína og barnanna sinna. Við gerum þetta kannski með ólíkum hætti en ég held að þó að Kvennalistakonur hafi ekki verið áberandi úti á velli, þá veit ég þó um nokkrar sem fóru þangað. Hins vegar blés Kvennalistinn ekki sérstaklega í lúðra til styrkt- ar þeirri aðgerð, heldur fór útí eigin aðgerðir. Það sem skiptir megin máli að mínu mati í þessu samhengi er að vinnubrögðin séu þannig að við virðurn þær leiðir sem fólk vill fara. Eðl- isfræðingar fara t.d. allt aðra leið en fóstrur, sem er rnjög eðlilegt. Þeir benda okkur á tækni- lega uppbyggingu hernaðar, fóstrur benda okk- ur á skaðleg áhrif hernaðarhyggju á börnin. Konur eru að rísa upp í öllum heiminum og mótmæli þeirri röskun á framtíðarsýn sem kjarnorkuógnin veldur, en þær gera það á rnjög mismunandi hátt. Ég get nefnt sem dæmi að ég hef séð kaþólskar millistéttarkonur með blómahatta klifra yfir gaddavírsgirðingar á vopnabirgðastöð í Bandaríkjunum og gróður- setja rósir. Á þann hátt sýndu þær andúð sína á vígbúnaði og um leið samstöðu með lífinu. Þessar konur voru margar fangelsaðar og dæmdar. Þær sýndu með þessari aðgerð mikið hugrekki því ég hef grun um að í daglegu lífi séu þær svo sómakærar, að þær gætu jafnvel ekki samþykkt hjónaskilnað í fjölskyldunni kinn- roðalaust. KB.: Ertu með þessu að segja að aðgerðir Herstöðvaandstæðinga henti ekki konum? Hanna Maja: Nei, alls ekki. Ég hef sjálf gengið með þeim og hef verið herstöðvaandstæðingur til niargra ára. Ástæðan fyrir því að ég fór að fara aðrar leiðir í friðarbaráttunni var hins veg- ar sú, að mér fannst samtökin einskorða sig allt of mikið við herstöðina og of mikið við einlitt stjórnmálaafl. í síðasta skiptið sem ég gekk í göngu Herstöðvaandstæðinga var t.d. einn íslenskur fáni í allri göngunni. Birna: Þú hefðir getað tekið með þér fána... Hanna Maja: Ég veit það, en allan tímann fannst mér ég vera í þessari göngu að frum- kvæði einhverra annarra, ekki mfnu eigin. KB.: Heldur þú Birna að þessi tengsl við 35

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.