Vera - 01.12.1989, Blaðsíða 30

Vera - 01.12.1989, Blaðsíða 30
EKKERT GERIST ÁN AÐGERÐA Á landsfundinum kynnti Valgerður Magnús- dóttir fjölritaðan bækling sem atvinnumála- hópur kvenna á Norðurlandi eystra hefur unnið. Heitir bæklingurinn „Ný — hugsun, — sköpun, — störf“. í honum er að finna skoðun hópsins á stöðunni í atvinnumálum kvenna og tillögur til úrbóta með sérstöku tilliti til landsbyggðarinnar. Er þetta hið merkasta og vandaðasta plagg og mjög nyt- samlegt sem umræðugrundvöllur. Hér á eftir verða birtar nokkrar glefsur úr því en les- endum jafnframt bent á að það má nálgast á skrifstofu Kvennalistans. í inngangsorðum að bæklingnum er varað við því að líta svo á að við séum inni í einhverju þróunarskeiði sem óhjákvæmilega leiði til auk- ins jafnréttis kynjanna. ,,Við verðum að gera ráð fyrir að ekkert gerist án beinna aðgerða og jafnvel þá er full ástæða til að vera á verði gagn- vart breytingum í samfélaginu.“ Þá er bent á þá staðreynd að konur koma inn á vinnumarkað- inn á allt öðrum forsendum en karlar. „Ef þeim er ætlað að lúta sömu lögmálum og körlunun sem hafa ákveðið alla hluti eftir sínu höfði og þörfum, er það líkt og að api segi fiski að þeir skuli klifra upp í tré á jafnréttisgrundvelli. Það er alger nauðsyn að konur líti á sjálfar sig sem sérstakan hóp, en ekki, ,líka menn‘ ‘. Það verður kannski ekki alltaf þörf á því en nú er sú þörf fyrir hendi. Konur þurfa sérstaka ráðgjöf, sér- stakan stuðning, eyrnamerkt fjármagn, sérstak- ar kennsluaðferðir, sérstakar ívilnanir og tíma- bundin forréttindi á sem allra flestum sviðum. í rauninni er það þetta allt sem karlar fá alltaf en við tökum bara ekkert eftir því.‘ ‘ Fjallað er um nauðsyn þess að búa til nýja þekkingu hjá konum og bent á fordæmi frá öðr- um löndum. ,,Sú stefna að fá konur með ýms- um aðgerðum og hvatningu til að fara í óvenju- leg og óhefðbundin störf (þau störf sem karl- arnir hafa setið einir að) hefur tekist misjafn- lega vel. Best hefur sú stefna kannski tekist hjá íslenska Kvennalistanum, þ.e. að fá konur til að fara inn á kynhreina karlasviðið stjórnmál. í rauninni hafa Kvennalistakonur beitt sömu að- ferðum og gert er á öðrum Norðurlöndum í þessum tilgangi, konum er veittur stuðningur af ákveðnu tagi og þær fá hvatningu til að sækja inn á óhefðbundnar brautir. En á öðrum Norð- urlöndum eru það vinnumálayfirvöld sem hafa mest beitt sér í þessum tilgangi, auk skólakerf- isins. Aðgerðir af því tagi vantar algerlega hér á landi og full ástæða fyrir Kvennalistann að beita sér fyrir þeim. Ef vinnumarkaðurinn, stjórn- málin og skólakerfið beita sér í sameiningu ætti árangur að nást. Að vinna einhliða að endur- mati á kvennastörfum þýðir að gert sé ráð fyrir 30 að konur eigi að vinna ákveðin störf og láti körlum öll hin algerlega eftir.“ Sagt er frá því að í Noregi sé mest framboð alls konar aðgerða í þágu kvenna. Það er þó ekki bara kvennasjónarmið sem þar liggja til grundvallar heldur ekki síður byggðasjónarmið og atvinnuleysi. „Til þess að halda konunum í byggðunum (og byggðunum þar með í byggð) verður að finna atvinnu sem hentar konum. Veittir eru styrkir til námskeiða, t.d. í fiskeldi og til stofnunar fyrirtækis, til breytinga á atvinnuháttum, til uppfinningakvenna o.m.fl. Sem dæmi má nefna að í Noregi hafa framlög vegna nýsköpunar f landbúnaði verið nýtt til fræðslu fyrir konur um stofnun fyrirtækja.“ Lögð er áhersla á að konur þurfi að hafa stuðning hver af annarri og nota til þess ýmsar leiðir og skipulagsform s.s. starfsgreinafélög, samvinnufélög og stuðningshópa. Aðalatriðið sé að þær bregðist við byggðaröskun og at- vinnuleysi sem kemur harðast niður á konum. Þær eigi næsta leik. „Það er ljóst að framtíð byggðarinnar hvílir að miklu leyti á konum,... Hjá konum er að hluta til ónýttur forði hug- mynda, orku og tilfinninga, en það er ekki síst á því síðastnefnda sem baráttan gegn byggða- röskun byggir. Stjórnvöld virðast nær uppi- skroppa með úrræði í atvinnumálum lands- byggðarinnar, hver sú stefna sem tekin hefur verið í þeim málum hefur að því er virðist stuðlað að enn meiri byggðaeyðingu. Konur geta og verða sjálfar að marka stefnuna í eigin atvinnumálum. Ef nauðsynlegar forsendur eru fyrir hendi, fjármagn, stuðningur og fræðsla er möguleiki á að hrinda af stokkunum einhverju verkefni en það er nauðsynlegt að konur standi sjálfar fyrir því, ákveði hvað gert verður, nýti eigin hugmyndir og visku og taki sjálfar áhætt- una sem því fylgir.“ Þá er konum bent á hvernig þær geti sjálfar átt frumkvæði hér og nú í atvinnumálunum í sínu byggðalagi. Þær ábendingar fara hér á eftir í mjög styttri útgáfu. 1) I.eitaðu uppi eldsálirnar, hafðu samband við konurnar í kringum þig. 2) Kynntu þér hvaða möguleika lánasjóðirnir bjóða upp á fyrir konur. 3) Ef þú hefur góða hugmynd sem þú hefur aldrei þorað að nefna upphátt, skaltu fyrst setja hana niður á blað og stynja henni síðan upp í góðum hópi. 4) Vertu ekki ein með hugsanir þínar. Vinnið fleiri saman að undirbúningi. 5) Hafðu samband við einhverja aðila sem hugsanlega gætu staðið fyrir námskeiði um at- vinnurekstur í ykkar byggðalagi. 6) Hvaða stuðning hefur þú vísan varðandi fjármagn, dagleg störf á heimilinu o.fl.? 7) Kvennahús. Er ekki einhvers staðar laust húsnæði þar sem konur gætu hist til að sækja styrk hver til annarrar? „Nú tekur tíundi þingmaður Reyknesinga til máls“ segir hæstvirtur forseti neðri deildar Alþingis og hver skyldi tíundi þing- maður Reyknesinga vera. Jú, það er Kvennalistakonan Anna Ólafsdóttir Björns- son sem tók sæti á Alþingi nú í haust. Hún tók við af Kristínu Halldórsdóttur sem hafði setið á Alþingi í sex ár fyrir Kvenna- listann. Anna er sagnfræðingur, tveggja barna móðir, húsmóðir, Álftnesingur, fyrr- verandi blaðamaður og hreppsnefndarfull- trúi og núverandi þingkona eins og fyrr segir. ER ÓFOR- BETRANLEGA BJARTSÝN — SEGIR ANNA ÓLAFSDÓTTIR BJÖRNSSON ÞINGKONA Hvernig líður þér svo inni á hinu háa Alþingi? Mjög vel, mér hefur verið tekið vel af sam- starfsfólkinu og fengið mikinn stuðning frá Kvennalistakonum. En þótt mér líði notalega ætla ég samt ekki að fara að hreiðra um mig eins og malandi köttur og gleyma til hvers ég er þarna. Það kom mér á óvart hve léttir fyrstu tveir mánuðirnir hafa verið þrátt fyrir mikið annríki. Að mörgu leyti minnir starfið á blaða- mennskuna sem ég kem úr, þar sem maður þarf að vera fljótur að setja sig inní margvísleg mál- efni. Munurinn er kannski helstur sá, að á Alþingi veit maður ekki hvernig málunum reið- ir af og hvort erfiðið skilar einhverjum sýnileg- um eða ósýnilegum árangri. Hvaða mál hefur þú lagt fram á þessu fyrsta hausti? Ég byrjaði á því að endurflytja þingsályktun- artillögu um réttindi og skyldur á vinnumark- aði sem fyrst og fremst er ætlað að taka á vanda þeirra sem starfa sem gerviverktakar á vinnu- markaðnum, undirborgaðir með óljós kjör og engin mannréttindi. í þessum hópi eru margar konur og þær áhyggjur sem ég hafði af þessum hópi hafa reynst á rökum reistar. Það hef ég fengið staðfest síðan ég flutti tillöguna fyrst. Auk þess flutti ég tvær fyrirspurnir um greiðsl- ur vegna umönnunar fatlaðra barna, en laun til foreldra sem annast börn sín sjálfir í fullu starfi eru um það bil 20 þúsund krónur nú á haust-

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.