Vera - 01.12.1989, Blaðsíða 33

Vera - 01.12.1989, Blaðsíða 33
FÓTBOLTINN DREPUR Rómverjar til forna tíðkuðu það sér til skemmtunar á íþróttaleik- vöngum, að kasta þrælum fyrir ljón og láta þá berjast fyrir lífi sínu. Á íþróttaleikvöngum nútímans er mönnum kastaö fyrir annarra manna fætur. Óeirðir, barsmíðar og limlestingar gerast æ tíðari fylgifiskar í fótboltaleikjum er- lendis. Er skemmst að minnast fjöldamorðanna á fótboltaleik- vellinum í Sheffield þegar tugir manna tróðust undir og krömdust þegar æstir stuðningsmenn Liver- pool ruddust inn á völlinn. Enn nýrra dæmi er frá London þar sem kom til átaka milli stuðnings- manna tveggja liða sem þar áttust við með þeim afleiðingum að fjöldi særðra lá í valnum aö átök- urn loknum. Vegna þessara at- burða er ekki úr vegi að segja frá grein sem birtist í norska Dagblaðinu undir sömu fyrirsögn og hér er notuð. Greinin er eftir Hans Fr. Dahl og kveður þar við nýjan tón í skrifum karlmanna urn þessa uppáhaldsíþrótt sína. Hans segir að margir hafi reynt aö túlka atburðina í Sheffield og gert það á ýmsa vegu. Þeir hafi verið taldir allt frá því að vera sorgleg tilviljun og til þess að skrifast á reikning ríkisstjórnar Thatcher sem hafi stuðlað að at- vinnuleysi og árásarhneigð meðal ungs fólks. Enginn hafi hins vegar nefnt það sem sé augljósast af öllu: Að þad er fótboltinn sjálf- ur sem drepur. Að sú ofbeldis- bylgja á fótboltaleikvöllum sem hófst í byrjun sjöunda áratugarins sé afleiðing hinnar miskunnar- lausu lögmála sem gilda í sjálfum fótboltaleiknum, eins og komið er fyrir honurn í okkar afþreyingar- sjúka samfélagi. Fótbolti er barátta, hann er árásarhneigð, eyðilegging og ofbeldi. Það sem gerist fyrir framan augu okkar á bardagavellinum leysir úr læðingi kröftugar tilfinningar. Jafnvel ein- mana sjónvarpsáhorfandi gefur frá sér hávær frumöskur þegar hann situr makindalega með bjór í hendi fyrir framan sjónvarpið. Ef hann er hins vegar staddur í hópi félaga sinna renna hljóðin í stof- unni saman í háværan og ósam- hljóma kór af öskrum og flogum. Á sjálfum leikvellinum margfald- ast þessi styrkur. Hans segir að allir karlmenn þekki þetta. Þarna blandist kyn og keppni saman á hráan hátt og öðlist óútskýranlegt gildi sem dragi sífellt fleiri að sér eftir því sem hinum kvenlegu gildum vaxi fiskur um hrygg í samfélaginu. Fótboltinn er í sókn. Blöðin skrifa meira og meira, íþrótta- síðurnar bólgna, sjónvarpið fyllist af fótboltaleikjum og fréttirnar af úrslitum leikja og niðurstöðum getrauna. Hinn gífurlegi vöxtur í fótboltaiðnaðinum á Vesturlönd- um hefur skapað grundvöll fyrir fjárfestingu af ýmsu tagi: Kaup og sölu á leikmönnum, auglýsingum á leikvöllunum, sjónvarpsrétti, styrktarsamningum o.s.frv. Hans heldur því frarn að á fót- boltaleikjum séu áhorfendur ekki lengur áhorfendur. Þeir sem bara vilji sjá keppni sitji heima fyrir framan sjónvarpið sitt. Þeir sem mæti á leikvanginn sjálfan geri það sem stríðsmenn. Þeir eru ékki lengur áhorfendur heldur stuðn- ingsmenn. Og við hvað hjálpa stuðningsmennirnir? Við sigurinn að sjálfsögðu. Baráttan á grasvell- inum flyst yfir í áhorfendastúk- urnar. Leikmenn og áhorfendur hafa fyrir löngu runnið saman í einn klepp sem f gegnum söng, öskur, klæðnað og hegðun mynd- ar eina leikræna heild á sjónvarps- skerminum. Og um leið og keppnin flyst yfir á áhorfendapall- ana gera árekstrarnir það líka. Stuðningsmenn andstæðinganna eru náttúrulega bölvaðir drullu- halar. Takið 'ann strákar! Þetta helvíti ætti að vera á hæli! Hans segir að enginn hafi opnað munninn til að andmæla fótbolta- num (þetta er reyndar ekki rétt því það hafa konur gert —aths. Veru). Og Hans spyr: Hvar eru samfélagsgagnrýnendurnir, menn- ingarróttæklingarnir, marxistarnir og margir aðrir sem ætíð eru í startholunum þegar þeim finnst blöð og sjónvarp ganga of langt? Hvar eru þeir þegar dýpsta ofbeld- isþörf samfélagsins leysist úr læðingi fyrir tilstuðlan óhaminnar tilbeiðslu á þessum leik? Þeir eru auðvitað á vellinum! Fáir virðast eins helteknir af leyndardóm fótboltans og karl- kyns menntamenn á Vesturlönd- um. Og Hans segir að þessa staðreynd megi túlka á ýmsan máta. T.d. þann að þetta afhjúpi löngun þeirra til að sýna ótamið jrað afl sem kyn þeirra búi yfir. Þetta séu ómeðvituð mótmæli þeirra við því sem þeirn finnst óþægilegt í menningunni. Eigi þessi kenning við rök að styðjast sé ástæða til að doka við og hugsa sinn gang. -isg þýddi og endursagði. Nú hafa Ponyhestarnir eignast ilmvatnshöll og í henni eru margir fallegir hlutir sem litlar stelpur hafa gaman af 33

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.