Vera - 01.12.1989, Qupperneq 39

Vera - 01.12.1989, Qupperneq 39
NATÓ. Að halda þessari andstöðu vakandi er mjög jákvætt, á öllum sviðum og út frá mis- munandi forsendum, auðvitað. Þó svo að mér finnist mín afstaða réttust þá er ekki þar með sagt að ég geti ekki viðurkennt afstöðu annarra, en þá vil ég líka að aðrir viðurkenni minn rétt til afstöðu. Hanna Maja: Það sem mér finnst brýnast að gera er að lýsa ísland og landhelgina kjarnorku- laust svæði, það er geysilega stórt skref. í öðru lagi vil ég að allar hernaðarframkvæmdir á ís- landi verði frystar, og ég vil einnig að við fáum miklu fleiri upplýsingar um tengsl hersins við atvinnu- og fjármálalíf hér á Iandi. Ef friðar- hreyfingar gætu beitt sér saman að einhverjum slíkum verkefnum, fyndist mér vel að verki staðið. En við megum ekki gleyma hernaðar- hyggjunni. Það er ekki flóttastefna að minna á hana annað slagið, og helst bara alltaf. Hún er alls staðar fyrir hendi og svo rík í samfélaginu að við tökum ekki eftir henni, ekki fyrr en við stöndum allt í einu í glamrandi járnum, eins og t.d. í verkfallsbaráttunni í vor. Það er alltaf ver- ið að búa til óvini og samfélagið er orðið svo gegnsýrt af þessum óvinaímyndum að herinn er næstum því bara eðlilegur rniðað við þetta ástand, því hann er í augum hernaðarsinna ekk- ert annað en eðlilegt andsvar við annarra manna herjum. Á meðan við lítum á her, vald og ofbeldi á þennan hátt þá verðum við alltaf í þessu vígbúnaðarneti. En um leið og það verð- ur óeðlilegt að fólk sé beitt ofbeldi, hvort sem það er í samskiptum við aðra eða líkamlega, þá verður hernaður óeðlilegur. Þegar við erum bú- in að gera hernað hlægilegan, hermennina asnalega og allt þetta brölt bara hjáróma, erum við búin að ná býsna langt. En það þarf að vinna að þessu á svo mörgum sviðum. Bii-na: Ég er ekki sammála þessari tengingu á hernaðarhyggju og verkfallsbaráttu og að við verðum stöðugt að byrja innan frá, en ég er hins vegar sammála því að þaö skiptir öllu máli að skapa aukna vitund um möguleika okkar sjálfra til að koma breytingum til leiðar. KB.: Finnst ykkur þá konur gegna sér- stöku hlutverki í þessu samhengi? Hanna Maja: Við höfum það hlutverk sem slíkar að ala af okkur líf og konur finna þessa vá sem bíður barnanna þeirra og framtíð þeirra barna sem þær bera undir belti. Þær eru ef til vill í meiri tengslum við lífríkið en karlar, því lífliringurinn er inni í okkur. Við megum samt ekki eigna okkur baráttuna. Þetta verður að vera barátta allra, feðra ekki síður en mæðra. Hins vegar hafa konur ekki haft frumkvæði að hernaðarbrölti, við höfum verið þolendur í því máli og getum kannski þess vegna frekar reist okkur, rétt úr kútnum og látið sköpunarmátt okkar koma fram og gerst virkar í baráttunni fyrir lífinu. Það finnst mér vera málið. Birna: Ég bind meiri vonir við konur varðandi friðarbaráttu og í baráttu gegn hernum og NATÓ eins og í ýmsu öðru vegna þess að konur eru ekki jafn hlekkjaðar í valdanetinu sem er fyrir hendi. Þær hafa ekki jafn mikilla hags- muna að gæta, hvorki varðandi framleiðslu á hernaðargögnum né stríðsrekstri almennt. Þær hafa þess vegna möguleika til þess að gera sér betur grein fyrir ógnunum sem við stöndum frammi fyrir. Það er fyrst og fremst út frá því sem ég bind meiri vonir við þær. Sporiö þúsundir! Kaupum — leigjum — seljum Barnavagnar, kerrur, vöggur, rimlarúm, vagn- og kerrupokar, buröarrúm, rólur, skiptipokar, bakgrindur. Ódýrar notaöar og nýjar barnavörur VERSLUNIN BARNALAND 91-21180 NJALSGÖTU 65 JVú eru aðrir tímar Ljóð Ingibjargar eru einföld og knöpp, þar má sjá söknuð og trega og jafnframt margræðari tilfinningar. Samkennd tekst á við einsemd, sátt við þrár, frið- sæld við gný borgarinnar, fortíð við nútíma. Yrkisefni sækir hún bæði í reykvískan veruleika og þau lönd þar sem hún hefur verið langdvölum, Sovétríkin og Kúbu. INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR Nú eru aðrir tímar er þriðja Ijóðabók Ingibjargar Haralds- dóttur og kostar 1.980 kr. inn- bundin en 1.580 kr. í kilju. Mál og menning

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.