Vera - 01.12.1989, Qupperneq 25

Vera - 01.12.1989, Qupperneq 25
þekkja sjálfar okkur og möguleika okkar, kalla gyðjurnar í okkur fram úr undirdjúpunum, leiða þær fram á sviðið og gefa þeim orðið. Við verðum að hlusta á nið aldanna, allar þær mill- jónir kvenradda sem hvísla að okkur: þið verð- ið að halda áfram vegna okkar sem vorum sviptar áhrifum, vegna okkar sem ekki var hlustað á, vegna okkar sem vorum þrælkaðar og teknar herfangi, vegna okkar sem réðum svo litlu um líf okkar, vegna okkar sem horfðum á syni okkar vegna. Þið verðið að gera heiminn betri. Og við verðum að halda áfram. Það er hvorki meira né minna en sköpunarverkið sem er í húfi, framtíðin. Það er mikið hlutverk sem okkur konum er ætlað. Kosningar vorsins verða næsti áfangi á langri leið og nú ríður á að standa sig.“ -isg. Svipmyndir frá landsfundi: isg og Guörún Agnarsdótfir VIÐ HRELLUM OG RUGLUM KERFIÐ Elín G. Ólafsdóttir borgarfulltrúi sagði á fundinum frá reynslu sinni af setu í Borgar- stjórn Reykjavíkur. Eins og kannski gefur að skilja ræddi hún talsvert um þau útáskipti sem gerð voru í borgarstjórninni á miðju kjörtímabili, þ.e. þegar Ingibjörg Sólrún fór út og Elín kom inn. Sagði hún m.a. að í umræðum um endurnýj- unarregluna væri þægindasjónarmiðið aldrei langt undan — þú veist hvað þú hefur en ekki hvað þú færð. En síðan sagði hún: ,,Ef við lítum aðeins til baka og skoðum forsögu endurnýjun- arreglunnar, þá var það svo að við í Reykjavík ákváðum fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1986 þá viðmiðunarreglu að skipt yrði um full- trúa — skipt inná á miðju kjörtímabili bæði í borgarstjórn, nefndum og ráðum. Ákvörðun- ina tókum við í kjölfar deilna innan Kvenna- framboðsins í Reykjavík um það hvort yfir höf- uð ætti að bjóða fram í kosningunum 1986 eða ekki. Hvort sem umræðan um að við værum að festa okkur í sessi sem stjórnmálaflokkur f stað þess að vera hópur kvenna í aðgerð hefur haft eitthvað að segja í þessu efni eða ekki, þá var ákvörðunin tekin við þessar aðstæður. Skýrir e.t.v. eitthvað. Gerir það allavega í mínum huga. Við kynntum þetta fyrirfram við litla hrifn- ingu „spýtukallanna" íkerfinu. Lögmætiþessa var enda dregið í efa, reynt var að beita okkur lagakrókum kerfisins, og pólitfkusa- og em- bættismannakerfið lék á reiðiskjálfi. Innan okkar eigin raða hefur þetta einnig mælst mis- jafnlega fyrir eins og við vitum allar. Eðlilegt, enda sennilega það byltingarkenndasta sem við höfum gert ef frá er talið framboðið sjálft. ... Óþœgileg spenna Umræðan um innáskiptin í borginni var mjög málefnaleg og að mínu viti okkur til sóma. Varðandi borgarfulltrúaskiptin sjálf ræddum við ávallt hvenær en ekki hvort af yrði, þrátt fyrir að ýmsar okkar hafi eflaust borið efa- semdir í brjósti. Við bárum gæfu til að halda okkar striki — ákvörðunin hafði verið tekin, á hana skyldi reyna og persónum var markvisst haldið utan við umræðuna af okkar hálfu. Það sanva gerðu andstæðingar okkar hins vegar ekki og ég fann fljótlega fyrir óþægilegri spennu og vondum athugasemdum um mig og Kvennalist- ann t.d. í Þjóðviljanum. Rætnar greinar. „Mikil óánægja er meðal rnargra Kvennalistakvenna með útskiptin...“(Þjóðviljinn) og „Breytist Kvennó?" (Þjóðlíf) og fleira í þessum dúr. Allt er þetta gert til að skaða Kvennalistann í heild. Þessu hefðurn við t.d. þurft að svara sameigin- lega eins og forðum. Það skal hins vegar talið þeim til tekna, bæði fulltrúum í meiri- og minnihlutanum í borgarstjórn að ekki var ég látin gjalda breytinganna innan þess hóps.‘ ‘ Elín ræddi lítillega um þá langdregnu um- ræðu sem varð um innáskiptin á Alþingi en sagðist síðan vilja ítreka að hún stæöi á því fast- 25

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.