Vera - 01.12.1989, Blaðsíða 22

Vera - 01.12.1989, Blaðsíða 22
leigu. Þær eiga ekkert og eru ekki sjálfum sér ráðandi. Þegar Snorri deyr þá erfa þær aðeins helming af því sem bræður þeirra erfa — það breyttist ekki fyrr en á 19- öld — og meira að segja fötin þeirra eru talin upp meðal þess sem þær erfa.“ Þórunn segir mér frá ýmsum sér- kennilegum málum sem á vegi henn- ar urðu, þ.á.m. því máli Hólmfríðar dóttur Páls Vídalíns sem hér fer á eft- ir. Er þetta gott dæmi um litla frásögn sem segir mikla sögu. ,,Páll Vídalín kom Hólmfríði dóttur sinni í Skálholt svo hún mcetti menntast betur íhannyrðum. Vetur- inn 1726 til 1727 gerir Bjarni Hall- dórsson skólameistari henni barn, ogþóttþau giftist um sumarið áður en barnið fceðist er brotþeirra lýðn- um Ijóst og óhjákvcemilega fylgir refsing. Bjarni varð síðar sýslumað- ur í Húnaþingi, mikilhcefur og nafnkunnur maður. En hann ncer ekki að beisla samrceðisgirnd sína og á nokkrum árum síðar vingott við þernu konu sitinar svo frcegt varð um land allt. Hólmfríður rcfsar þernu þessari þá fyrirkarl- semina með því að fá hana með sér inn í fjárhús og láta vinnu- menn fletta pilsi hennar upp yfir höfuð og lemja hana nakta með hrísi. Þernan hefur varla verið af lcegsta standiþví hún sýnir ótrúlega festu. Hún knýr amtmann, jiegar aðrir embcettismenn hafct veigrað sér við að taka þetta viðkvœma mál uþþ, til að láta ganga dóm um sína hraklegu meöferð." „Hugsaðu þér hvað þetta er hræði- leg saga,“ segir Þórunn. „Bjarni sleppur með skrekkinn en vinnukon- an er niðurlægð og það er auðvitað talað um þetta mál um allar sveitir. En hún hefur ekki verið neinn aukvisi því hún sækir sinn rétt mjög fast og fer meira að segja á Þingvöll með mál- ið.“ Bók Þórunnar, Sveitin við Sundin, sem er í ritröðinni Safn til sögu Reykjavíkur, kom út árið 1986 en frá þeim tíma hefur hún að mestu helgað sig því að skrifa bókina um Snorra. En hvernig gengur henni að lifa af þess- um skriftum? „Það hefur tekist af því að ég hef sótt bæði í Vísindasjóð og Launasjóð rithöfunda. En launin eru lág, það er ekkert atvinnuöryggi, ekkert orlof og enginn lífeyrissjóður. Ef mann langar nógu mikið til að skrifa, ef það er nógu mikil ástríða, jtá er hægt að fjár- magna þetta en þó að því tilskyldu að maður hafi maka með fastar tekjur. Annars er öryggið ekkert. Það er ofsa- lega þungt álag og þung ábyrgð sem fylgir því að skrifa svona bók og mér finnst eins og ég sé núna að sleppa úr þriggja ára fangelsi. En fyrir mér er þetta eins og hver önnur iðn, það eina sem ég kann.“ Sá sem vinnur við skriftir er oftast einn, er þetta ekki einmanaleg iðja? „Þetta er eins og að vera aleinn í ferðalagi sem enginn veit um. Það er ekki hægt að tala um þetta við neinn en á móti kemur að heimur manns stækkar mjög mikið við það að kom- ast inn í aðra öld. Sem kona fær mað- ur líka aukinn kraft við skriftirnar. Mér finnst ég þurfa að vera dugleg fyrir ömmu mína og mömmu og þessa endalausu röð af konum sem stendur þar fyrir aftan. Hugur og dug- ur, móður og þor voru uppáhaids- hugtökin mín þegar ég var að vinna þessa bók.“ Að lokum, munið eftir rás 1 á mið- vikudagsmorgnum klukkan 10.30 og þið verðið margs fróðari um ykkar eigin sögu og sjálfsímynd. -isg. Maðurinn er það sem hann borðar segir einhvers staðar og það er mikið til í því. Líkaminn er byggður upp og viðhaldið með þeim efnum sem honum berast með fæðunni. Við reynum því alla jafna að hugsa um hvað það er sem við látum ofan í okkur. I því sambandi er það einkum þrennt sem við þurfum að hafa í huga. í fyrsta lagi að nota sykur sparlega. í öðru lagi að borða lítið af fitu, sérstaklega harðri fitu (við þekkjum hana auðveld- lega því hún er hörð eða föst við kæli- skápshitastig). Og íþriðja lagi þurfum við að borða fjölbreytta fæðu, því það eru svo mörg næringarefni sem við þurfum að fá úr matnum og engin fæðutegund er svo næringarrík að hún innihaldi þau öll. Nú er það til siðs á hátíðis- og tyllidög- um að gera sér glaðan dag með mat og drykk. Þá vilja oft gleymast öll góð fyrir- heit um holla fæðu. Það er allt í lagi því það skiptir mun meira máli hvað við borð- um á virkum dögum því þeir eru svo miklu fleiri yfir árið en hátíðisdagarnir. En er það nauðsynlegt þó að nú nálgist jól að við tökum til við að bræða smjörfjallið í bakaraofnunum okkar, kaupum upp all- an rjóma í landinu og hrúgum svo miklu af sykri í matinn að jafnvel Karíusi og Baktusi ofbýður? Þessari spurningu er hægt að svara neitandi því það er hægt að búa til hátíðismat án þess að fara út í þess- ar öfgar. Tímaskortur hrjáir flesta nú á dögum, ekki síst í desember. Það er því mikilvægt að matscldin taki ekki of langan tíma. Oft er sá matur sem fljótlegt er að elda síst bragðverri en sá sem þarf að dunda við heilu dagana. Við val á þeim mataruppskriftum sem hér birtast hefur einkum verið haft í huga að ekki sé óhóflega mikið af fitu og sykri í matnum og að ekki taki langan tíma að útbúa hann. Verði ykkur að góðu. Mataruppskriftir fyrir fjóra. RaCKJUFORRÉTTUR 2 appelsínur eða greipávextir 200 g rækjur 1 dl sýrður rjómi (10%) sítrónupipar sítróna og steinselja til skrauts. Ávextirnir eru skornir í tvennt. Kjötið tekið innan úr og skorið í litla bita. Öllu blandað saman og hellt í ávaxtahýðið aft- ur. Skreytt með sítrónu og steinselju. Kælt. KJÚKLINGAPOTTRÉTTUR 1 kg kjúklingur í bitum 2 msk matarolía 1 hvítlauksgeiri salt/pipar/paprikuduft 1 dl hænsnakraftur (bullion) 1 msk tómatkraftur (purré) 1 dl sýrður rjómi (10%) 50 g smurostur 1 græn paprika Kjötið er brúnað og kryddað, hænsna- og tómatkrafti bætt út í. Smurosti og sýrðum rjóma blandað saman og sett út í. Soðið undir loki í 30 mínútur. Paprikan skorin í ræmur og látin malla með síðustu 5 mín- úturnar. Borðað með hrfsgrjónum, brauði og grænu salati. EFTIRRÉTTUR 200 g blandaðir ávextir þurrkaðir 200 g ferskjur þurrkaðar Hnetukjarnar til skrauts Avextirnir eru lagðir í bleyti í eldfast fat yfir nótt þannigað rétt fljóti yfir þá. Síðan er fatinu ásamt öllu sem í því er stungið inn í 200 gráðu heitan bakarofn og bakað í 40 mín. Borið fram heitt, skreytt með hnetukjörnum. Hægt er að gera réttinn enn betri með því að hella örlitlu sherryi eða portvíni yfir þegar hann er tekinn út úr ofninum. Með þessu er gott að hafa VANILLU- sósu. 3 dl mjólk 1 c'gg 1 msk sykur 2 tsk kartöflumjöl 1 tsk vanilludropar Mjólkin hituð. Egg og sykur þeytt og kartöflumjöli bætt saman við. Heitri mjólkinni er síðan hellt út í eggjablönd- una. Þetta er sett í pottinn aftur og hrært í þar til sýður. Bragðbætt með vanillu- dropum. Kælt. Ef ekki er tími til að búa til vanillusósuna er hægt að nota ís eða þeyttan rjóma með þessum eftirrétt. „ , . „ , Brynhildur Briem 22

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.