Vera - 01.12.1989, Qupperneq 3

Vera - 01.12.1989, Qupperneq 3
AÐ „GERA OKKAR BESTA“ Fyrst er ég kom til New York hélt ég að sagan um að allir Manhattan búar væru hjá sálfræðingi, væri sprottin úr kvikmyndum Woody Allens og ætti við lítil rök að styðjast. Eftir tveggja ára veru í borginni hafði ég komist að því að flest öll skólasystkini mín og vinnu- félagar heimsóttu sálfræðing a.m.k. vikufega og fannst það alveg sjálf- sagt. Ég varð mjög hissa þegar ég uppgötvaði að m.a.s. sambýliskona mfn fór tvisvar í viku, bæði í einstaklings- og hóptíma. Mér fannst hún bara ósköp venjuleg kona og gat ekki ímyndað mér að hún hefði svona mörg vandamál. Þegar ég ræddi þetta við hana og þá staðreynd að aldrei hefði hvarflað að mér að fara til sálfræðings, þó ég hafi eflaust jafnmörg vandamál og hver annar ef vel er að gáð, sagði hún að skýringin lægi ef- laust í því hve góðar vinkonur ég ætti. Amerískum félögum mínum fannst ekki viðeigandi að íþyngja vinum sínum með persónulegum vandamálum og borguðu því sálfræðingi fyrir að hlusta á sig, á meöan ég hringdi til skiptis í fjórar (íslenskar) vinkonur og ræddi um allt milli himins og jarðar og krufði með þeim hvert það vandamál sem upp kom. Það virðist vera mikið feimnismál fyrir okkur fslendinga ef við ein- hverra hluta vegna leitum til sálfræðings eða geðlæknis. Farið er með það eins og hernaðarleyndarmál, enda er hefðin frekar sú að ,,leysa“ vandamálin á samkomustöðum borgarinnar með aðstoð áfengis. Ef fólk á eitthvað erfitt með að ná áttum í lífi sínu þykir eðlilegra að fara til spá- konu, láta lesa úr árunni eða útbúa stjörnukortið sitt, heldur en að leita til sálfræðings eða geðlæknis. Ein vinkona mín telur mig svo jarðbundna að j?að jaðri við að ég sé neðanjarðar. Ég hef hvorki látið lesa úr árunni, farið á miðilsfund eða í andaglas, né látið útbúa stjörnukortið mitt og les aldrei stjörnuspá dag- blaðanna. Það þótti því saga til næsta bæjar þegar ein virtasta spákona bæjarins spáði fyrir mér s.l. vor. Mér fannst gaman að tala við spákonuna og margt sem hún sagði um fortíð mína stóðst, en hún (fortíðin) er nú líka svo venjuleg að það tekur ekki tali. Framtíðin, að hennar sögn, lofar góðu og hún spáði m.a. fyrir mér að ég fengi nýja og spennandi vinnu í september. Á daginn kom að í september voru hvorki meira né minna en þrjár spennandi stöður, sem ég hefði getað hugsað mér, auglýstar. En ég fékk engaþeirra, þess ístað var ég ,,neydd“ til að kenna dönsku ílitl- um heimavistarskóla! Ja, ef þetta var þessi spennandi staða sem mér var spáð þá efast ég um að framtíð mín sé eins björt og spákonan vildi meina og þori ekki að treysta á spádóminn. Hins vegar hugsa ég oft um annað sem hún sagði við mig, t.d. að ég væri of bráðlát, væri að vasast í of mörgu og gæti ekki ákveðið að hverju ég vildi einbeita mér og að ég gerði alltof miklar kröfur til sjálfrar mín. Það er ýmislegt til í því, sbr. þær áhyggjur sem ég hef alltaf af því að gera hlutina ekki nógu vel, hvort sem það er að þrxfa, elda mat, skrifa grein eða eitthvað annað. Við erum hvött til að ,,gera okkar besta" rétt eins og handboltamennirnir, eða láta það ógert annars. Ég er ekki alkóhólisti, þjáist ekki af ofáti, var ekki misþyrmt í æsku, né lögð í einelti og er auk þess hamingjusamlega pipruð (svo ekki get ég kvartað undan eiginmanninum). Þó svo að ég eigi ekki við nein meiri- háttar vandamál að stríða þá finnst mér stundum mín ,,minniháttar“ alveg nóg. Eins og fyrri daginn reyni ég að leysa þau með aðstoð vin- kvenna, en nú búa þær allar í öðrum svæðisnúmerum svo að símareikn- ingurinn getur orðið ansi hár. Síðast þegar ég ræddi hin auðvirðilegu vandamál mín við aðal sálusorgara minn, spurði ég hana hvort ég ætti að fara til sálfræðings (eða geðlæknis, jiað er víst ódýrara) og hætta að rausa um þetta við hana. Hún hafði ekkert á móti „sérfræðingunum" en fór í bókahilluna og afhenti mér bækurnar „Elskaðu sjálfan þig“ og „Sjálfstraust og sigurvissa" og sendi mig meö þær heim. Nú er bara að vita hvort ég finn svör við öllum mínum spurningum í þessum bókum eöa verði að leita annarra ráða. Og sjá ég opnaði bókina handahófskennt og las: „Af hverju þarftu endilega að gera alla skapaða hluti vel? Hver skráir árangurinn fyrir þig?“ „ , , ........... ' 1 h Ragnhildur Vigfusdottir Ljóð eftir Dísu 4 Heimkoman 6 Myncllistarkonan Guðrún Tryggvadóttir segir frá lífi sínu og starfi Að túlka allt upp á nýtt 9 Trú — Trúarbrögð — Efi 10 Guðrún Ólafsdóttir skrifar um manneskjuna andspænis almættinu Faðirinn, sonurinn og heilög önd 12 Séra Hanna María Péturs- dóttir veitir innsýn í kvennaguðfræðina Við erum kirkjan 15 Rætt við Lucia Chiavola Birnbaum um leit kaþólskra kvenna að eigin trúartúlkun Ég hef ýmislegt að segja Guði 18 Gen kvenna þurfa að jafna sig 20 Rætt við Þórunni Valdi- marsdóttur, sagnfræðing um nýstárlegar kenningar kvenna um forsöguna, nýja bók hennar og fleira Hátíðarmatur 22 Viö feröumst öll með töskur 23 Spjallað við Kristínu Ómarsdóttur rithöfund Landsfundur Kvennalist- ans 24 Um framboðsmál, kvenna- pólitík, verkalýðsmál, atvinnumál og fleira Er óforbetranlega bjart- sýn 31 Rætt við Önnu Ólafsdóttur Björnsson, þingkonu Kvenlýsingar Lorca 34 Friðarbarátta 35 Birna Þórðardóttir og María Jóhanna Lárusdóttir ræða málin 3

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.