Vera - 01.12.1989, Síða 14

Vera - 01.12.1989, Síða 14
byggingu og forminu sem hún hefur valið til að koma boðskapnum á fram- færi. 'i'ungumálið sem hún notar er gegnsýrt af pýramída-heimspekinni og mjög karl-legt. Guð, sá sem er alvaldur, er karlkyns, faðirinn. Fólki finnst óþægilegt að heyra guð kven- kenndan. Hin heilaga þrenning, fað- irinn, sonurinn og heilagur andi, allt er þetta karlkyns. Upphaflega, á hebresku er andi ,,ruah“, kvenkyns- orð sem er þýtt á grísku og svo á okk- ar mál sem karlkyns. í keltneskri kristni er það villigæsin sem er tákn heilags anda. Hugsaðu þér ef við not- uðum orðið önd í staðinn: dýrð sé föðurnum, syninum og heilagri önd — finnurðu hvernig þessi breyting hittir þig, eins og hún svipti hulunni af? Við erum búnar að vera að tala um jól- in. Hugsaðu um orðin sem fylgja þeim: það er talað um „sigur ljóssins yfir myrkrinu", um „endurlausnar- ann“, um „fæðingu frelsarans“! Vissulega eru þetta orð sem bera með sér djúpan sannleika fyrir þau sem hrærast í þessum textum, en ég efast um að þau snerti raunveru leik- manna. Þetta eru læstir frasar, sem eru bara orðnir einhvers konar seitl- andi hljómur jóla-annríkisins, ekki orð sem koma við reynslu okkar eða fá okkur til að hugsa. Ég efast um að konur setji þau í samband við sitt eig- ið líf eða sína eigin baráttu fyrir frels- inu. Þú talar mjög gjarnan um kvennaguöfrœöl og frelsisbar- áttu kvenna í einu oröi. Ertu ekki aö skilja útundan þœr konur, sem ekki telja sig þátttakendur þar? Það er hlutverk presta að túlka orð Biblíunnar og styðja fólk í leitinni að svörum við spurningunum sem gera okkur mennsk. Það verður ekki gert í eitt skipti fyrir öll. Prédikun sem var flutt á miðöldum yfir bændasam- félagi á ekki erindi núna. Trúin á er- indi við nútímakonur og satt best að segja skil ég ekki þær sem segja enga þörf fyrir kvennaguðfræði, fyrir ný- sköpun út frá nýjum aðstæðum og nýrri reynslu. Þeim konum finnst, held ég, að allt sé í stakasta lagi. Þeim hlýturþáaðlíða mjög vel. Ég er móð- ir tveggja barna, ég á von á því þriðja. Ég vil betri heim fyrir börnin mín og öll þau börn sem eru að fæðast og vaxa úr grasi. Ég get ekki afneitað reynslu minni og draumum, þá væri Ljósmynd: Anna Fjóla Gísladóttir „Ég get ekki afneit- aö reynslu minni og draumum, þá vœri ég mjög firrt. Kirkjan hefur afneitaö reynslu okkar öldum saman en inntak trú- arinnar á erindi viö okkur og því erindi vil ég miöla öörum.“ 14 ég mjög firrt. Kirkjan hefur afneitað reynslu okkar öldum saman en inntak trúarinnar á erindi við okkur og því erindi vil ég miðla öðrum. Ég get ekki aðskilið tilveru mína og systra minna frá trúariðkuninni, haft skoðanir mínar á heiminum í einu hólfi og trúna í öðru. Fyrir mér er þetta heild. Sú skynjun er hluti af trú minni á guð, nánd hans — eða hennar. Eru kvennaguöfrœöingar einlit- ur hópur? Nei, þegar ég tala um kvennaguð- fræði (feminist theology) á ég við þær konur — og karla! — sem endurskoða hefðina og skoða kjarna hins kristna átrúnaðar, fagnaðarboðskapinn um Jesú óháðan táknum og kenningum hefðarinnar. Konur verða að lesa orð- ið upp á nýtt og nota sín eigin gler- augu, sína eigin reynslu til að túlka það. Síðan eru konur sem telja sig hafa komist að þeirri niðurstöðu að kristinn átrúnaður sé svo gegnsýrður af feðraveldinu, — eins og Mary Daly hefur sagt, að „the medium is the message“, þ.e. miðillinn sjálfur er boðskapurinn. Sem sagt að kristni geti ekki orðið lykill kvenna að sjóð- ur trúarlífsins og mennskunnar. Þess- ar konur leita til gamalla gyðja, forns átrúnaðar og reyna jafnvel að skapa nýjar gyðjur og eru fráhverfar kristni að öllu leyti. Þetta eru þeirra niður- stöður. Sjálf tel ég kjarna kristninnar vera þann lykil og að við verðum að skoða þann kjarna upp á eigin spýtur til að skilja hann og meðtaka. Hvaö myndi þig langa til aö gera svo þaö gœti oröiö? Ég hef áhuga á að safna saman kon- um, sem telja kristnina geyma sjóði handa okkur. Ég myndi vilja ræða með þeim um trú, um helgisiði. Ég held það gæti verið alveg óskaplega skemmtilegt og reynsluríkt. Það er ekki hægt að afskrifa kristnina, hún er svo stór þáttur í menningu okkar. En til þess að hún verði konum styrk- ur, þurfum við að móta hana á annan veg. Við þurfum að tala eigin tungu, forma okkar eigin helgisiði, líturgíu sem snertir líf okkar og fyllir trúna nýrri merkingu. Það er fyrir mér dýr- mætur hluti af lífinu að rækta trúna en til þess þurfum við lykla til að túlka tilveru okkar svo ráðleysinu linni. .... Þetta voru spennandi samræður sem þó urðu að taka endi svo VERA kæmist aftur í bæinn fyrir háttinn! Frumlegar hugmyndir kvennaguð- fræðinnar rúmast auðvitað aldrei all- ar í einu stuttu viðtali, en hver veit nema VERA haldi þræðinum áfram á lofti sfðar meir. Gleðileg jól! Ms.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.