Vera - 01.12.1989, Qupperneq 21

Vera - 01.12.1989, Qupperneq 21
■P hfCs K XT 2 lllkft i Mill i I i reglan annars staðar. Þessi löggjöf var reyndar komin í Rómaveldi en róm- verskar konur höfðu stærra hlutverki að gegna í samfélaginu en konur í ná- lægum menningarríkjum. Tannahill telur að skýringin á þessu sé ef til vill sú að Rómaveldi þróaðist svo hratt frá bændasamfélagi til hámenning- ar.“ Það er dálítið merkilegt að sterk sjálfsímynd íslenskra kvenna hefur verið útskýrð með svipuðum rökum þ.e. þróunin hafi verið svo hröð hér á landi úr frumstæðu bændasamfélagi í tæknivætt iðnaðarsamfélag. „Já, það vantar allar þessar hræði- legu borgaralegu bælingar sem sitja í svo mörgum konum í nágrannalönd- um okkar samanber fordæmingu á lausaleiksbörnum í Bretlandi. Annars er fordæming á kynlífi komin frá kirkjufeðrunum. Gamla testamentið endurspeglar aftur trúarkerfi hirðingja en þeir eru mestu kvennakúgararnir og líta á konur sem sína eign. Trúarbrögð hirðingja byggja á sköpunarsögu, samanber sköpunarsögu Biblíunnar, en akuryrkjuþjóðir aðhyllast goðsög- ur um upprisu og endurnýjun. Mýtan um Krist er því fengin úr akuryrkju- samfélagi. Mótmælendur, Lútherstrú- armenn og Kalvínistar, sækja niikið af hugmyndum til Gamla testamentisins og Tannahill hæðist að því að þar með líti siðbreytingamenn framhjá 2000 ára þróun.“ Eins og fyrr sagði ætlar Þórunn að fjalla um hjónabandið í ljósi sögunn- ar í þáttum sínum. Líklega má þó fullt eins segja að til umfjöllunar séu ríkj- andi hugmyndir um samskipti kynj- anna og karl- og kvenímynd hvers tíma. En hvað rista slíkar hugmyndir djúpt, ná þær til allra þjóðfélagshópa eða aðeins þeirra sem betur eru meg- andi? „Maður verður auðvitað alltaf að hafa í huga að á öllum tírnum eru til hópar karla sem hafa hvorki völd né áhrif en þeir eru engu að síður börn síns tíma. Við geturn tekið íslands- söguna sem dæmi. Lang flestir karlar hér á landi áttu ekki jarðir sínar sjálfir heldur urðu leiguliðar, en þegar þeir eru búnir að fá sér jörð á leigu þá velja þeir sér konu. Aðeins um helmingur kvenna giftist, sem er lægra hlutfall en í nágrannalöndum okkar, og karlar völdu því aðeins þær sem þóttu fall- egastar — höfðu fæsta útlitsgalla. Þetta voru því eins og kynbætur og þarna er kannski komin ein af ástæð- unum fyrir fegurð íslenskra kvenna. Ég fann ljóð sem ort hafði verið um vinnukonurnar í Skálholti fyrir miðja 18. öld og þar eru taldir upp allir þeirra útlitsgallar; þær eru ýmist of mjaðmagleiðar, hafa tannagil, of Ljósmynd: Anna Fjóla Gísladóttir „Aöeins um helm- ingur kvenna giftist og karlar völdu því aöeins þœr sem þóttu fallegastar - höföu fœsta útlits- galla. Þetta voru því eins og kynbœtur og þarna er kannski komin ein af óstœð- unum fyrir fegurð íslenskra kvenna.11 langt bil milli augnanna o.s.fr. Það er mjög nöpur mynd sem þarna er dreg- in upp af stöðu kvenna af því að þær áttu sjálfar ekkert val.“ Þetta leiðir hugann að nýútkom- inni bók Þórunnar um Snorra á Húsa- felli. Af hverju velur hún sér hann sem viðfangsefni, prest á 18. öld? , ,Ég nota Snorra sem leiðsögumann í gegnum öldina. Ég elti hann hvert sem hann fer og skoða allar heimildir sem til eru um hann og hans samtíma, kveðskap eftir hann, þjóðsögur um hann og þjóðskjöl. Þannig fæ ég gott snið af öldinni. Ég hefði aldrei getað notað konu sem leiðsögumann vegna þess að konur voru ekki embættis- menn og þess vegna eru þær alveg ósýnilegar í heimildunum. Það eru engar lýsingar til á þeirn nema helst ef þær voru sakakonur eins og Halla. Henni er lýst frá toppi til táar eins og öðru sakafóiki sem flýr og þarf að þekkjast. En ég rekst auðvitað á kon- ur í þeirn heimildum sem ég skoða og ég reyni að halda öllu sem þær varðar til haga. Ég get nefnt sem dæmi dætur Snorra, þær Guðrúnu og Guðnýju. Þær giftust aldrei og það eina sem þær geta gert er að vera ráðskonur for- eldra sinna og bræðra. Fyrir þetta fengu þær engin laun, aðeins fatnað og húsaskjól. Þeim er margt til lista lagt, þær smíða t.d. og gera allt mögu- legt en þær gátu ekki tekið sér jörð á 21

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.