Vera - 01.12.1989, Blaðsíða 28

Vera - 01.12.1989, Blaðsíða 28
FRUMKVÆÐIS EKKI AÐ VÆNTA FRÁ VERKALÝÐS- HREYFINGUNNI Tímakaup kvenna sem hlutfall af tímakaupi karla. fiskvinnsluk.* afgreiðsluk. skrifstofuk. 1981 97.7% 79.6% 76.0% 1982 95.9% 79.1% 72.0% 1983 96.7% 79.9% 73.4% 1984 96.3% 77.3% 73.8% 1985 97.7% 77.4% 73.5% 1986 95.8% 73.8% 73.8% 1987 95.9% 77.3% 71.8% 1988 96.6% 77.7% 70.5% * Um er að ræða tímakaup með bónus. Lilja Mósesdóttir hagfræðingur hélt á fund- inum erindi um versnandi stöðu kvenna á ís- lenskum vinnumarkaði á þessum áratug. Fjallaði hún aðallega um launaþróunina á ís- landi og breytingar á vinnumarkaði undan- farin ár, þær afleiðingar sem það hefur haft fyrir konur og leiðir til úrbóta í launamálum kvenna. Sagði Lilja m.a. að lág laun á Islandi mætti skýra með þremur megineinkennum íslensk efnahagslífs en þau væru; sveiflukennt fram- leiðsluhagkerfi, smáfyrirtæki í alþjóðlegri sam- keppni við stórfyrirtæki og stjórnleysi í efna- hagsmálum. Benti hún á að hagvöxtur undan- farinna ára hefði byggst á því að fleiri hendur taka þátt í framleiðslunni en áður. Framleiðslu- magnið hefur aukist en ekki framleiðnin. Við- bótarhendurnar á vinnumarkaðnum eru frá konum sem stóraukið hafa atvinnuþátttöku sína á undanförnum tveimur áratugum. Rekstr- arhagkvæmnin er lítil í íslenskum fyrirtækjum, þau eru of smá til að nýta sér strax nýjustu framleiðslutækni og keppa því við stórfyrirtæki á grundvelli launakostnaðar, þ.e. með því að halda launum niðri, en ekki rekstrarhag- kvæmni. Þá sagði Lilja að stjórnvöldum hafi ekki tekist að draga úr þenslu- og samdráttar- áhrifum breyttra ytri og innri aðstæðna í hag- kerfinu. íslenskir atvinnurekendur hefðu því mikla tilhneigingu til að reka fyrirtæki sín í samræmi við hagsveiflur, fjárfesta á þenslutím- um en draga saman á samdráttartímum. Sagði hún að slíkur sveiflurekstur væri mjög óhag- kvæmur þar sem hugvit og fjárfestingar væru annað hvort of- eða vannýtt. Laun kvenna dregist aftur úr Benti hún á þá sveiflu sem verið hefur í þró- un helstu hagstærða hér á landi, s.s. landsfram- leiðslu, þjóðartekjum og ráðstöfunartekjum, frá því um 1981. Um það sagði hún: ,,Lýsa má þróun kaupmáttar launa hér á landi á þessum áratug sem síendurtekinni hringrás þ.e. mikil hækkun á uppgangstímum og fyrirvaralítil lækkun á erfiðleikatímum. í uppsveiflu ræður markaðurinn launaþróun en í niðursveiflu eru það stjórnvöld sem tryggja almenna viðunandi launaþróun út frá sjónarhóli fyrirtækjanna." Síðan sýndi hún fram á að á undanförnum átta árum hafa laun kvenna dregist aftur úr launum karla. Eftirfarandi tafla er fengin úr erindi hennar: 28 I framhaldi af þessu sagði hun: ,,Veik staða verkalýðshreyfingar og stöðug afskipti stjórn- valda af gerðum samningum hafa orsakað mik- ið launaskrið sem riðlað hefur öllu taxtakerfi. Afnám verðtryggingar launa (1982/1983) og samningsréttarins (1983 og 1988) hefur orðið til þess að laun einstaklinga ákvarðast af samn- ingsstöðu viðkomandi. Samningsstaða ræðst síðan af fjölda þeirra sem hafa sambærilega menntun, þjálfun, starfsreynslu, vensla- og kunningjatengsl og ekki síst kyni viðkomandi. Laun fiskvinnslufólks eru líkleg til að fylgja umsömdum töxtum þar sem samkomulag rikir um launafyrirkomulag vegna þess hversu staðl- að eða jafnvel staðnað vinnufyrirkomulagið er. Innleiðing nýrrar skrifstofutækni hefur aftur á móti riðlað vinnuskipulagi á meðal skrifstofu- fólks á sama tíma og markaðurinn hefur í aukn- um mæli yfirtekið ákvörðun launa. Ný skrif- stofutækni og markaðssetning launa hafa því orðið til þess að konur sitja nú enn frekar en oft áður í neðri lögum skrifstofustarfa og launa- munur eykst.“ Eins og fram kemur af töflunni höfðu kjara- skerðingaraðgerðir stjórnvalda 1982-’83 mest áhrif á laun kvenna og þrátt fyrir mikla þenslu hin sfðari ár hefur konum ekki tekist að ná aftur sama hlutfalli af launum karla og þær höfðu fyr- ir þann tíma. Að öllu óbreyttu taldi Lilja litlar líkur á að staða kvenna á íslenskum vinnumark- aði batnaði í framtíðinni. Þeir sem væru í efri lögum starfa sæju til þess að tilkoma nýrrar tækni treysti þeirra valdastöðu. Konur væru fjölmennasti hópurinn í neðri lögum starfa þar sem störf eru einhliða og gefa litla möguleika á aukinni starfsmenntun. Víðtæk jafnréttislög- gjöf hefði ekki komið í veg fyrir aukinn launa- mun á undanförnum árum og þess væri ekki að vænta að verkalýðshreyfingin ætti frumkvæði í jafnréttismálum þar sem valdakerfi hennar væri fhaldssamara en annars staðar í þjóðfélg- inu. Hagsmunasamtök vinnandi kvenna En hvað er þá til ráða? Lilja taldi opinbera geirann best til þess fallinn að bæta stöðu kvenna. Stjórn hans og útgjöld væru mótuð af pólitískum aðilum sem ekki gætu litið framhjá þeirri staðreynd að konur eru fjölmennur og mikilvægur hópur kjósenda. Að lokum sagði Lilja: „Leita verður markvisst orsaka fyrir versnandi stöðu kvenna á íslenskum vinnu- markaði. Samvinna útivinnandi kvenna og kvenna með þekkingu og reynslu í stjórnmál- um, sagnfræði, félagsfræði, hagfræði og mann- fræði er forsenda þess að raunhæfar leiðir finn- ist til úrbóta í launamálum kvenna.“ Miklar umræöur urðu á landsfundinum um erindi Lilju og var samþykkt að fela fram- kvæmdaráði Kvennalistans að leita leiða til að koma á þeirri samvinnu, sem Lilja ræddi um, með einhverjum formlegum hætti og, eins og segir í ályktuninni, „kynna sér í því sambandi fjármögnunarmöguleika og þær karlastofnanir sem sinna þessu hlutverki fyrir ráðandi karla í samfélaginu s.s. Verslunarráð íslands." Þó orð séu til alls fyrst þá eru peningar afl þess sem gera skal og til þess að konur geti gefið sér tíma til að skoða, skilgreina og túlka hagtölur, lög, reglugerðir og kjarasamninga upp á nýtt, þá þarf að tryggja þeim greiðslur fyrir það. Við konur þurfum að eignast hagsmunasamtök vinnandi kvenna sem geta pundað út þeim upp- lýsingum sem við þurfum helst á að halda í baráttu okkar fyrir betra lífi og bættum kjörum. -isg.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.