Vera - 01.12.1989, Blaðsíða 20

Vera - 01.12.1989, Blaðsíða 20
KVENNA ÞURFA AÐ JAFNA SIO Sagnfræði í rfkisútvarpinu. Er það ekki þjóðlegur fróðleikur sem fluttur er með baðstofublæ á kvöldvökum gömlu Gufunnar? Sögur af körlum sem voru raungóðir á þrautastund (eða þrautgóðir á raunastund ?) og öttu kappi við ill örlög og vond veð- ur? Ekki aldeilis — það vita þau sem hlustað hafa á þáttinn „Úr menning- arsögunni“ á rás 1 klukkan 10.30 á miðvikudagsmorgnum. Þar hefur að undanförnu verið fjallað um nýstár- legar kenningar kvenna um forsög- una — þ.á.m. hina firna skemmtilegu sjóapakenningu — og framúrstefnu- legar hugmyndir 18. aldar mannsins Holbergs um hlutverk kvenna. í des- ember fáum við meira að heyra því þá verður fjallað um geðveikina og hjónabandið í ljósi sögunnar. Sú sem færir okkur þennan fróð- leik á silfurfati er Þórunn Valdimars- dóttir sagnfræðingur. Hún lauk kandídatsprófi í sagnfræði frá Há- skóla íslands árið 1983, kenndi um tíma listasögu við M.R. en hefur ann- ars unnið við skriftir undanfarin ár. Eftir hana liggja nú þegar þrjár bækur en sú nýjasta þeirra, bókin um séra Snorra á Húsafelli, kom einmitt út nú fyrir skömmu. Þórunn segir að markmiðið með út- varpsþáttum sínum sé að kynna fyrir fólki kenningar og bækur sem það hafi ekki tíma til að lesa sjálft. „Vegna þeirrar umræðu og tog- streitu sem er í kringum hlutverk kvenna, finnst mér mjög gaman að lesa kenningar sem taka mið af kon- um og ætla þeim einhvern hlut í þró- uninni. Konur hafa t.d. farið að líta á forsöguna og séð að þó að við höfum losnað við mýtuna um hina syndugu Evu, þá fengum við engu betri hug- myndir á 19- öld um uppruna manns- ins, þó svo að þær ættu að teljast vís- indalegar. í þessum hugmyndum er allt túlkað út frá karlmanninum, 20 hann hafi orðið til alls fyrstur. Konur bregðast við þessu með því að smíða sér kenningar sem ganga m.a. út frá því að konur hafi farið að nota verk- færi ekki síður en karlar. Dæmi um andsvar kvenna við kenningum karla er bókin um uppruna konunnar eftir Eileen Morgan. Þar gerir hún óspart grín að hinum s.k. , ,Tarzanistum“ eins og Desmond Morris sem skrifaði bókina um Nakta apann. Hún beinir sjónum sínum að þróun mannkyns á tímabilinu fyrir ísöld og talar ætíð um það í kvenkyni til að hnekkja þeirri ofuráherslu sem hefur verið á karla. Með vel útfærðri og hressilegri rök- semdafærslu heldur hún því svo fram, að á ákveðnu tímabili hafi mannapinn lifað í og við sjó. Þannig tekst henni m.a. að útskýra ýmis lík- amseinkenni kvenna og karla.“ Kenningar Morgan fjalla um mann- kynið fyrir milljónum ára og, eins og Þórunn orðar það, „standast líkt og sköpunarsaga Biblíunnar varla grand- skoðun vísindanna". En ef við færum okkur aðeins nær samtímanum í hinni sögulegu þróun og lítum á karla og konur á þeim tíma þegar sögur hófust. Hvernig lítur heimur þeirra þá út? „Sögulegur tími hefst um 3000 fyr- ir Krists burð og það er ljóst að þá er forræði karla yfir konum orðið al- gjört. Lítið er vitað um líf mannsins fyrir þann tfma en margt bendir þó til þess að konur hafi haft heilmikil völd allt fram að landbúnaðarbyltingunni sem varðfyriru.þ.b. lOþúsundárum. í bókinni „Sex in history" eftir Reay Tannahill, sem ég fjalla um í þremur útvarpsþáttum í desember, heldur hún því fram að fyrir landbúnaðar- byltingu hafi karlar ekki gert sér grein fyrir hlutdeild sinni í tilkomu barna. Með kvikfjárrækt átta þeir sig á sam- hengi hlutanna og gera sér loks ljóst að þeir kveikja lífið í kviði kvenna. Þeir sjá að einn hrútur getur gert 30 „Með kvikfjárrœkt átta karlar sig á samhengi hlutanna og gera sér loks Ijóst að þeir kveikja lífið í kviði kvenna. Þeir sjá að einn hrútur getur gert 30 œr lambfullar og sjálfs- öryggi þeirra marg- faldast." ær lambfullar og sjálfstraust þeirra margfaldast. Þeir fara að gæta kvenna sinna til að tryggja sér eignarréttinn á afkvæminu og grundvöllurinn er lagður að kúgun kvenna. Grikkir héldu t.d. að í sæðinu byggju pínulitl- ir karlar og konur og það eina sem konur legðu til málanna væri hulstrið sem þau stækkuðu í. Þetta endur- speglar mjög vel oftrú karla á eigin sköpunarmátt. Það verða hins vegar alger tímamót þegar menn uppgötva eggið með tilkomu smásjárinnar um miðja 19. öld. Gamla sköpunarsagan um konuna sem rif úr síðu Adams hrynur þegar ljóst verður að konan á helming í hverjum einstaklingi. Fyrstu hugmyndir manna eru sem sagt á þann veg að konan ein kveiki lífið og hún fær allan bónusinn í ár- þúsundir, svo kemur 9000 ára tímabil þar sem karlar eru skapararnir og svo er það ekki fyrr en á 19- öld sem jafn- vægi byrjar að komast á þetta/ ‘ Af þessu má ljóst vera að tímabil rétt- indabaráttu kvenna er eins og eitt andartak í samskiptum kynjanna ef þau eru skoðuð í ljósi sögu mann- kynsins. Árþúsunda kvennakúgun hefur væntanlega sett sín spor á kon- ur? „Já, þróunarfræðingar leika sér gjarnan að því að tala um að gengin stjórni okkur. Og gen kvenna þurfa að jafna sig eftir 9000 ára tímabil þar sem þær nutu engrar virðingar né valda. Mér finnst mjög gaman að leita skýringa á því af hverju konur eru frjálsari í N-Evrópu en annars staðar. Ef litið er á aðra menningarheima þá kemur í ljós að fjölkvæni er algeng- asta formið og það er mjög einstakt að hjónabandið skuli gert að sakra- menti í Evrópu. Þetta kristna munst- ur í Evrópu verndaði bæði konur og börn því karlar gátu ekki hent konum frá sér ef þeim sýndist svo, ekki einu sinni þó þær væru óbyrjur sem var

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.