Vera - 01.12.1989, Blaðsíða 38

Vera - 01.12.1989, Blaðsíða 38
við ekki heldur gleyma hernaðaruppbyggingu í landi. Nú er verið að fjandast til um allt land og byggja ratsjárstöðvar og önnur hernaðarmann- virki og ég veit ekki hvað og hvað, og þá er um- ræðunni í raun stýrt inn í ákveðinn farveg. Þess vegna held ég að það sé nauðsynlegt að sem flestir séu á verði og vinni með öllum ráðum gegn vígbúnaðinum hvar sem hann er. Birna: Ég held að það sé almenn tilhneiging að loka augunum, því það er auðvitað miklu þægi- legra að gera sér ekki grein fyrir ógnunum sem stafa af veru hersins hér, og fólk reynir að fleyta sér dálítið áfram á því þótt undir niðri viti það um blekkinguna, að þetta er stórhættulegt. Ég get sjálfsagt reynt að telja mér trú um að það sé ekki svo hættulegt að vera með þessar ratsjár- stöðvar — þær eru kannski bara fyrir sjómenn- ina þó annað hafi komið í ljós — eða að vara- flugvöllurinn sé bara í öryggisskyni, þó að auð- vitað komi annað í ljós. Við erum hálfómeðvit- uð um blekkingarnar bara til að redda okkur í daglega lífinu, til þess að sjá ekki alltaf skeifing- una í næsta fótspori. Þú nefnir þessi efnahags- legu tengsl, sem eru gífurlega mikil, vegna þess að þeir sem ráða mestu hér innanlands, bæði efnahagslega og pólitískt, eru þeir sem hafa hagnast mest á veru hersins. Annað í þessu sam- bandi er að stundum er sagt að ekki sé hægt að losna við herinn því þá verði eitt til tvö þúsund manns á Suðurnesjum atvinnulausir. Stundum hef ég spurt mig hvort það hafi verið meðvituð stefna að eyðileggja sjávarútveginn á Suður- nesjum og möguleika fólksins til annarra at- vinnutækifæra en að skríða upp á völl til hersins í atvinnuleit. Auðvitað munu allir neita því að þetta hafi verið gert, en mér þykir þetta með ólíkindum því fiskimiðin eru ekki léleg. KB.: Hvers vegna er svo lítið rætt um þessa hluti opinberlega, hefur friðarhreyfingin brugðist að einhverju leyti í þessu sam- hengi? Hanna Maja: Áðan minntist ég á að þessi um- ræða hefur verið í mjög einhæfum farvegi. Þeg- ar við fórum af stað með Kvennalista 1983 snér- ist öll þjóðin um spurninguna: Hvað ætlið þið að gera við ameríska herinn? Við Kvennalista- konur ætluðum svo sem ekkert að gera við hann í sjálfu sér, en við vorum alveg ákveðnar í að láta hann ekki stjórna íslenskri kvennabar- áttu. En þegar við ræddum þessi mál kom í Ijós að þær konur sem tóku þátt í störfum Kvenna- Iistans voru friðarsinnar upp til hópa, og voru í eðli sínu andsnúnar her og hernaðaruppbygg- ingu. Hins vegar veit ég ekki hvort þær hefðu allar merkt sig sem herstöðvaandstæðinga og þá spyr maður sig, hvað er það sem Samtök her- stöðvaandstæðinga hafa gert, hver hefur áhersl- an verið hjá þeim þegar friðarsinnar fælast frá því að taka þátt í þeirra störfum? Það er ekkert einhlítt svar við því en þetta var alltaf sett fram, annað hvort ertu vinstrisinnuð og á móti hern- um og á móti NATÓ, eða þú ert til hægri og fylgjandi her og NATÓ. Þetta er út í hött! Kjarn- orkusprengja og efnahagsleg tengsl hersins bitna jafnt á okkur öllum og ef sprengja spring- ur þá springur hún svo sannarlega á hægri- mönnum ekki síður en vinstri mönnum. KB.: Hefur þessi stefna, sem m.a. felst í því að setja herinn og NATÓ í nýtt og stærra samhengi, breytt friðarumræðunni hér? Birna: Það eina sem ég hef orðið vör við er aukinn skilningur á umhverfisógnuninni vegna 38 hernaðaruppbyggingar, og þá kannski fyrst og femst í því sem tengist kjarnorkuvopnum. Þannig hafa komið inn aðilar sem létu sig þessi mál engu varða áður. Þar koma upp í hugann samtök eins og eðlisfræðingar og læknar gegn kjarnorkuvá, en þessir hópar eru mjög afmark- aðir í sinni afstöðu. Þessir hópar fara til dæmis ekki að hugsa um efnahagsleg tengsl hersins. Mér finnst mjög gott að fá upplýsingar frá þess- um hópum og þau útskýra ógnina út frá sinni þekkingu. En ég veit satt að segja ekki hvort áherslubreyting hjá einhverjum einum aðila hefur haft eitthvað afgerandi að segja. Þetta tengist því sem er að gerast og hefur verið að gerast í öðrum löndum. Það hafa sprottið upp margskonar friðarhreyfingar, einstakir hópar o. s.fr. og mér finnst það af hinu góða að fólk láti sig varða um sitt umhverfi, framtíðarmöguleika sína og barna sinna. KB.: Hvað með samvinnu þessara hópa? Birna: Það hefur verið einstöku sinnum og ég hlýt að líta á það sem jákvætt þegar unnið er saman að þeim málefnum sem hægt er að sam- einast um. Mér finnst þó ég hafa orðið vör við í starfi innan Samtaka herstöðvarandstæðinga, þó ég starfi þar ekki mikið, að það sé ákveðin tilhneiging til þess af öðrum hópum að vilja hálfpartinn fela Samtök herstöðvaandstæðinga — að þau séu eiginlega eins og óhreinu börnin hennar Evu. Hanna Maja: Af hverju er það Birna? Birna: Ég held að það sé út af merkimiðunum. Hanna Maja: En eru þá ekki herstöðvaand- stæðingar sjálfir ansi góðir við það? Ég gleymi því t.d. ekki þegar við vorum að þrefa um hvað væri alvöru friðarbarátta og hvað ekki í okkar fyrstu kosningabaráttu 1983 — þá snerist allt um það — að sama vorið lýsti formaður Sam- taka herstöðvaandstæðingar því yfir — samtök- in eru náttúrulega með formann... Birna: Við skulum ekki ræða skipulag Samtaka herstöðvaandstæðinga hér... Hanna Maja: Jú, það skiptir máli því vinnu- brögðin voru þau að formaðurinn og helstu talsmenn Herstöðvaandstæðinga lýstu sig fylgj- andi einum ákveðnum stjórnmálaflokki. Þessi samtök geta þá í raun ekki verið mjög víðtæk í eðli sínu. Þú færð aldrei konu úr Hvöt til þess að ganga með Herstöðvaandstæðingum, þó hún sé einlægur friðarsinni, ef yfirstýringin fylgir Alþýðubandalaginu í kosningum. Þetta er nú bara einu sinni svona. Birna: Ég er á móti því að samtök sem eiga að vera breið um ákveðin mál stimpli sig einhverju ákveðnum flokki. Mér finnst það rangt. Hins vegar veit ég alveg að ég fengi aldrei konu úr Hvöt til þess að lýsa yfir andstöðu við veru bandaríska hersins hér, eða veru landsins í NATÓ. Aldrei! Þær eru alltof stimplaðar sínum flokki. Ef þær eru í Hvöt þá eru þær í Sjálfstæð- isflokknum og hann hefur mjög ákveðna stefnu varðandi herstöðvamálið og NATÓ. Hanna Maja: Þó að Sjálfstæðisflokkurinn, alveg eins og stjórnvöld, fylgi ákveðinni stefnu er ekki þar með sagt að hinn almenni flokks- maður sé sammála í öllum atriðum. Þess vegna finnst mér að við verðum að rjúfa þá einangrun sem fólk býr við innan flokksmúranna. Ég er ekki viss um að allir Alþýðubandalagsmenn geti tekið undir slagorðin — ísland úr NATÓ, herinn burt — þó þeir segi það kannski ekki. Birna: Ég er ekki viss um það heldur. Hanna Maja:... og ég er alls ekki viss um að þú getir ekki fengið Hvatarkonu til jxess að fara í friðargöngu. Birna: Ég orðaði þetta öðruvísi: Að lýsa yfir andstöðu við herinn og NATÓ. Hanna Maja: Ég er ekki viss um að þetta sé rétt hjá þér, en um leið og þær eru eyrnamerktar sem kommúnistar, þá erþað dálítið slæmt. Þeg- ar búið er að taka friðarbaráttu úr þessu sam- hengi að um sé að ræða deilur um ólíkt þjóð- skipulag, eða lífsstefnu, þá færðu fólk til að hugsa um þessi mál á öðrum grundvelli. Birna: Allt í lagi, ég vil reyna að koma því úr þessum farvegi að við séum að berjast fyrir ólíkum þjóðskipulögum í og með að við segj- umst vera fylgjandi eða á móti NATÓ, en við breytum aldrei neinu í þessu samhengi, náum engu fram, nema með því að segja jxað beint út að við séum á móti veru bandaríska hersins hér. KB: Hvernig sjáið þið starfið fyrir ykkur í framtíðinni? Birna: Það er erfitt að svara því. En það skiptir mestu máli að áfram starfi og spretti upp sem flestir hópar sem láti sig málin varða á sínum stöðum, hvort sem það eru friðarömmur, fóstr- ur fyrir frið eða kennarar sem vilja taka j^essi mál til umræðu. Það er gífurlega mikilvægt að halda andstöðunni vakandi því við vitum að öll barátta gengur upp og niður, og það eru ekki alltaf mjög margir tilbúnir að vinna að fram- gangi einhvers sérstaks málefnis. Oft á tíðum spyr ég mig: Hefur nokkuð áunnist? Herinn er hér ennþá og ísland er enn í NATÓ. En þá lít ég til annarra landa sem hafa erlendan her og eru meðlimir í hernaðarbandalögum og ég finn muninn. Hér er allavega virk meðvitund um að það sé andstaða, að það er ekki allt í lagi að vera með erlendar herstöðvar, ekki í lagi að vera í

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.