Vera - 01.12.1989, Blaðsíða 17

Vera - 01.12.1989, Blaðsíða 17
og margar þeirra eru dulspakar. Dul- speki er líka tengd femínisma; hún er laus við milligöngu valdsins; hún er svo sannarlega laus við kirkjuna. Jafnvel kirkjuleg tímarit sem eru svæðabundin, eins og II Popolare, tala um ,,hina kirkjuna “ — það er með ólíkindum. ítalskar konur líta á sjálfar sig sem hinar og þær samsama sig öll- um ,,hinum“ — kynhverfum ein- staklingum, öllum sem eru á útjöðr- um samfélagsins, fátækum og öllum konum jarðarinnar. Þetta er vissulega nijög kristilegt — þær samsama sig fá- tækurn og þjáðum. Því verður ekki á móti mælt að ' ristnin hefur sitt að segja fyrir þann femfnisma sem hefur þróast á Ítalíu. En þetta er ekki sú kristni sem dæmir; þetta er önnur tegund samsömunar með hinum fá- tæku; af fransisku uppruna; samsöm- un við hinn holdsveika. Hvaö f innst fólki á Ítalíu í raun og veru um páfann? Því finnst afskaplega fátt. Þegar því er þrýst til að vera samúðarfullt í garð manna þá ber það saman hvern mann sá hinn sami hefur að geyma, og hvern mann Berlinger (hann var for- maður Kommúnistaflokks ítalfu og lést fyrir nokkrum árum) hafði að geyma og oftar en ekki telur jtað Berlinger mun betri. Það hefur til- hneigingu til að svipta hulunni af goðsögnum og guðfræði einstaklinga innan kirkjunnar og flokksins. Það metur þá eftir mannkostum. í Berlinger sér það mann sem raun- verulega reyndi að skilja hvað konur vildu og sem studdi þær. Það sem mér finnst forvitnilegt, er sú mótsögn að alþýðlegur kaþólismi er vinstrisinnaður; alþýðlegur prótestantismi hallast til hægri í stjórnmálum. í gegnum söguna hefur kaþólismi ætíð fengið rassskell fyrir J?að að lítilsvirða konur — sem hann hefur líka alla tíð gert, allt frá tímum kirkjufeðranna; kirkjan var ábyrg fyr- ir Rannsóknarréttinum. En við mun- um það ekki eins vel að siðbreyting mótmælenda var ekki síður fjand- samleg konum — mótmælendur brenndu nornir þar sem í þær náðist — og prótestantismi hefur tekið upp þessa kvenfjandsamlegu afstöðu. Þeirra fyrsta verk var að þurrka út Madonnuna og kvendýrlingana. Svo ef talað er mjög almennum orðum, þá er mótmælendatrú mjög andstæð konurn. Pápískur kaj^ólismi er lfka andstæður konum en alþýðlegur kaþólismi er konum hagstæður. Svo alþýölegur kaþólismi er studdur af kommúnistum? Alessandro Natta, formaður Komm- únistaflokksins, gerðist nýlega kajtólskur. Hann varð kaþólskur í krafti eigin skoðana, ekki skoðana páfans. ítalski kommúnistaflokkur- inn hefur stutt hvern einasta kirkju- hóp femínista. En eitt af vandamálun- um í Bandaríkunum er að allir halda að með formlegum réttindum muni allt breytast. ítalskar konur fengu réttindi sfn bundin í stjórnarskrá árið 1948 — þær hafa fengið ýmis merk lög inn í löggjöfina — en engu að síð- ur vita þær að með því móti verða engar raunverulegar breytingar. Breytingarnar eiga uppruna sinn hjá sérhverri konu sem finnur það á eigin líkama að hann er hennar eigin, breytingarnar verða þegar menning- in breytist, jtegar hugsunarháttur fólks breytist. Við eigum gífurlegt verk fyrir höndum. -isg þýddi. (Connexions er alþjóðlegt kvenna- tímarit sem gefið er út í Oakland í Bandaríkjunum og kemur út fjórurn sinnum á ári. Blaðið er unnið í sam- vinnu kvenna af ýmsum j)jóðernum sem allar eiga það sammerkt að vilja veg kvennahreyfingarinnar sem mestan. Markmið j^ess er ekki síst að kynna bandarískum konum reynslu og skoðanir kvenna í öðrum heims- álfum. Efni sitt og heimildir sækir blaðið í fjöldan allan af kvennapóli- tískum tímaritum og rná geta þess að VERA er eitt þeirra.) NÝ BÓK! Höröur Bergmann: Umbúöaþjóöfélagiö Uppgjör og afhjúpun. Nýr framfaraskilningur. Forvitnilegt framlag til þjóö- málaumrœöu. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins SKÁLHOLTSSTtG 7 - REYKJAVlK - SÍMI 621822 - SIMASKRAIN 1990 Tilkynning til símnotenda. Undirbúningur að símaskrá 1990 er nú hafinn. Breytingar og viðbætur, svo sem ný aukanöfn, þurfa að berast fyrir 15. desember n.k. Nota má eyðublaðið á bls. 849 í núgildandi síma- skrá. Breytingar á heimilisfangi þarf ekki að tilkynna sérstaklega. Ritstjóri símaskrár. bók/Kla, /túdervta, Viö bjóöum mikiö úrval erlendra bóka í flestum frœöigreinum. Og nú fyrir jölin höfum viö á boöstólum gott úrval nýrra íslenskra bóka á hagstœöu veröi. Þaö er opiö hjá okkur frá 9—18 og allir alltaf velkomnir. Félagsstofnun stúdenta Háskóia íslands Sími 615961 17

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.