Vera - 01.12.1989, Blaðsíða 7

Vera - 01.12.1989, Blaðsíða 7
ar, við bjuggum úti á landi í Banda- ríkjunum. En hugurinn var allur hjá stelpunni minni; ég teiknaði bara hana, minningar frá fæðingunni, okkur saman, og gat ekki slitið mig frá henni. Mér varð ekki mikið úr verki og fann jafnvel til afbrýðisemi út í stelpuna sem passaði hana. Eg fór upp að gefa dóttur minni brjóst og notaði þá alltaf tækifærið til að vera lengur hjá henni. Á endanum fann ég að þetta gekk ekki upp. Ég hafði sam- viskubit af því að geta ekki einbeitt mér að því að mála og um leið fannst mér að ég hlyti að vera að missa af einhverju mjög mikilvægu í þroska hennar. Mér hafði alltaf fundist það leiðindablaður þegar konur voru að tala um samviskubitið, en sat svo uppi með það sjálf, svona líka. Það er fyrst núna sem ég er tilbúin að fara að vinna á ný, en nú er ég líka alveg að springa. Erfiðast er að hafa yfirsýn yfir alla þá upplifun sem átt hefur sér stað og ég veit varla hvar eða hvernig ég á að byrja og fallast hendur aftur og aftur því mér finnst ég vera svo óhæf til að vinna með svona stór- kostlega reynslu, sem þetta hefur ver- ið. Ég er hrædd við að vera ekki tekin eins alvarlega núna, þegar ég er kom- in með barn, hrædd um að vera mis- skilin. Við erum nýr hópur, þessar ungu mömmur í myndlist sem eru stoltar af því að vera mömmur. Við er- um ekki húsmæður úti í bæ að dunda við að mála, en spurningin sem liggur í loftinu er hvort það er hægt að vera alvarlegur myndlistarmaður og móð- ir? Það er ekki auðvelt. Hvernig á maður að leggja allt sitt í myndlistina og allt sitt í að ala barnið sitt upp? Ég var vön að gefa allt upp á bátinn fyrir listina. Áður þurfti maður ekki einu sinni að hafa nóg ofan í sjálfan sig, gat lifað eins og sígauni með litlar þarfir og það var algerlega fullnægjandi ef maður var á kafi í málverkinu. En rnaður væri nú meiri auminginn ef maður ætti ekki mat ofan í barnið sitt! Ég er búin að eiga mörg ár ,,frjáls“ og er södd á flökkulífinu, tók tíu ár í það. Nú er komið að því að vera með fæt- urna á jörðinni fjármálalega. Þetta eru nýjar aðstæður og ný ögrun. Eg hélt ég þekkti ástina, en þegar ég varð ástfangin af manninum mínum var það ást lífsins og eftir fjögur ár hélt fólk enn að við hefðum hist í gær. Myndlistin blómstraði á þessum tíma og ástin truflaði mig ekki í henni, Ljósmynd: Anna Fjóla Gísladóttir „Mér haföi alltaf fundist þaö leiö- indablaður þegar konur voru aö tala um samviskubitiö, en sat svo uppi meö það sjálf, svona líka.“ heldur örvaði. Ég lagði allt í sölurnar fyrir þessa ást. Hann var giftur í New York þegar við hittumst fyrir átta ár- um og við reyndum að gleyma hvort öðru í níu mánuði, en það gekk ekki. Við vorum í stöðugu sambandi og loks seldi ég allt sem ég átti og keypti miða aðra leiðina til New York. Við vorum alltaf ákveðin í að eign- ast barn alveg frá fyrstu stundu. Við vorum ákveðin í að skipta ábyrgðinni jafnt eftir að barnið fæddist. En þetta varð öðruvísi í raunveruleikanum, heldur betur. í fyrsta lagi gengur móðirin með barnið, það eitt gerir það nákomnara henni. Hversu nærri sem faðirinn vill vera tekst það ekki nema að nokkru leyti. Ég hefði ekki lifað fæðinguna af án hans, en samt varð samband hans við barnið öðru vísi en samband mitt. f rauninni var það þannig að smá saman féll hann í skuggann. Móður- ástin er svo allt öðru vísi en ást til manns, og kannski spilar inn í þessi vestræna hugsun að mega ekki elska tvo í einu. Ég hef upplifað það að elska tvo menn í sama herbergi.eitt augnablik, og svo er það búið. En þeg- ar maður eignast barn og elskar það stenst smáskot til karlmanns engan samanburð. Ég upplifði þetta að 7

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.