Vera


Vera - 01.04.1990, Síða 2

Vera - 01.04.1990, Síða 2
TÍIVIARIT UIVI KONUR OO KVENFRELSI 2/1990 — 9. árg. VERA Laugavegi 17 101 Reykjavík Útgefendur: Samtök um Kvennalista og Kvennaframboö í Reykjavík. Sími: 22188 Senn líður að lokum 20. aldarinnar. Eftir lifir einn áratugur. Þessi öld hefur verið prófsteinn á stór hugmyndakerfi — þau hafa verið borin fram af fjöldahreyfingum og risið hátt en fall þeirra hefur líka verið mikið. Eitt er þó það hugmyndakerfi og sú fjöldahreyfing sem hefur verið stöðugt að verki og haft talsverð áhrif án þess að nokkur valdsmaður nokkurs staðar á jarðarkringlunni hafi gert hug- myndakerfið að sínu eða notið stuðnings hreyfingarinnar til valda. Þetta er feminisminn og kvenna- hreyfingin. Konur hafa ekki haft samfélagsleg völd en þær hafa samt ýmsu breytt. Þær hafa verið eins og dropinn sem holar steininn — ekki vegna þess að hann falli svo þungt heldur svo oft. 20. öldin hefur skilað konum lagalegum og formlegum réttindum á við karla en verr hefur gengið að breyta stöðluðum hugmyndum um hlutverk og hegðun kynjanna. Enn er viðblasandi að þar sem valdið er eru konur ekki og þar sem konur eru er valdið ekki. Það má jafnvel leiða að því rök að fjölgun kvenna á þjóðþingum færi þær lítið nær valdinu því það sé í æ ríkari mæli að flytjast til fyrirtækjastjórn- enda og fámennra yfirþjóðlegra stofnana. Nú við aldarlok er ástæða til að ætla að kvennahreyfingin standi á ákveðnum tímamótum. Stöðnun gæti verið skammt undan ef hreyfingin tekur ekki sjálfa sig og áherslur sínar til endurmats. Hvar stendur hún og hvert vill hún fara? Um þetta er m.a. fjallað í þessari VERU. -isg. MARY WOLLSTONECRAFT Mary Wollstonecraft (1759-97) var enskur femínisti og róttæklingur. Hún var af írsku bergi brotin og fæddist í Hoxton sem er í nágrenni London. Faðir hennar, sem var drykkjumaður og ofbeldismaður á heimili, gerði misheppnaðar tilraunir til að gerast bóndi í Yorkshire og Wales. Mary var að mestu sjálfmenntuð og árið 1778 fór hún að vinna sem fylgdarkona í Bath. Eftir dauða móður sinnar árið 1782 kom hún á fót skóla í Newington Green ásamt vinkonu sinni Fanny Blood. Þar komst hún í kynni við fjölmarga frjálslynda einstaklinga sem ekki fóru alltaf troðnar slóðir. Bekstur skólans tókst ekki sem skyldi og Fanny flutti til Lisbon þar sem hún dó síðar af barnsförum áður en Mary, sem var á leiðinni til hennar til að hjúkra henni, komst á leiðarenda. Árið 1778 gaf hún út bókina Thoughts on the Education of Daughters (Hugleiðingar um mennt- un dætra) og hóf í framhaldi af því að vinna fyrir sér sem fjölskyldukennari. Árið 1790 flutti hún svo til London og vann um tíma hjá útgefanda að nafni Johnson við þýðingar og lestur handrita og greina. Hún gerðist félagi í hópi róttækra menntamanna en í honum voru m.a. menn eins og Paine, Godwin og Fuseli. Frá þessum tíma eru verk eins og skáldsagan Mary, The Female Reader (Kvenlesandinn) og hið mjög svo merka rit History and Moral View of the Origins and Progress of the French Revolution (Saga og siðfræði uppruna og þróunar frönsku byltingarinnar). Arið 1792 fór Mary til Parísar og tók þar upp ástarsamband við hinn bandaríska Gilbert Imlay. Átti hún með honum dótturina Fanny árið 1794. Fluttu þau stuttu síðar til London og Mary, sem ekki gat sætt sig við óstöðugleika hans í kvennamálum, gerði þar tilraun til að svipta sig lífi. Hún fór aftur að vinna hjá Johnson árið 1796 og þar hitti hún William Godwin og þau giftust þegar hún varð barnshafandi þrátt fyrir að það stríddi gegn lífsviðhorfum þeirra. Hún dó úr barnsfararsótt tíu dögum eftir fæðingu dótturinnar Mary (síðar Shelley var rithöfundur og skrif- aði skáldsögur, smásögur, ferðasögur, ævisögur og margt fleira. Ilún var gift hinu fræga hreska ljóðskáldi Shelley). Merkasta verk Mary Wollstonecraft er óneitanlega Vindication of the Hights of Women (Máls- vörn fyrir réttindum kvenna) þar sem hún tekst á við þá skoðun Housseaus að konur séu óæðri og færir rök fyrir jafnrétti til náms, atvinnuþátttöku einstæðra kvenna og félagsskap karla og kvenna á jafnréttisgrundvelli. Bókin vakti mikla hneykslun og var m.a. gagnrýnd með skírskotun til þess hvernig Mary liföi sínu lífi — en það geröi hún eftir eigin höfði eins og sést hér á undan. Bókina má tvímælalaust telja með klassískum verkum kvennabaráttunnar og einn af máttar- stólpum frjálslynds femínisma. .jsg_ 2 Mynd á forsíöu: Anna Fjóla Gísladóttir Ritnefnd: Elísabet Þorgeirsdóttir Ragnhildur Vigfúsdóttir Anna Ólafsdóttir Björnsson Sigríður Lillý Baldursdóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Hildur Jónsdóttir Útlit: Kieki Borbammar I.aura Valentino Startskonur Veru: Bjiirg Árnadóttir Kicki Borhammar Vala Valdimarsdóttir Ábyrgö: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Auglýsingar: Björk Gísladóttir Setning og filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun: Prcntberg Bókband: Bókagerðin Plastpökkun: Vinnuheimilið Bjarkarás. Ath. Greinar í Veru eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.