Vera


Vera - 01.04.1990, Page 3

Vera - 01.04.1990, Page 3
AD VIRÐA NÁTTÚRUNA ,,VIÐ VILJUM EKKERT ÁLVER" sungu baráttuglaðar kvennaframboðskonur árið 1982, þegar skamm- sýnir atvinnumála- og efnahagsfrömuðir buðu Eyfirðingum álver, sem bjargvætti gegn atvinnuleysisófreskjunni sem þá herjaði. Við það brá ýmsum Eyfirðingum illa, jafnt tvífætlingum sem ferfætlingum, fjaðra- dísum og sjávarverum. Kvennaframboðið á Akureyri leit á það sem sitt höfuðverkefni að bægja þeirri vá frá frjósömum sveitum og viðkvæmum ströndum, og það tókst bærilega — héldum við. Fyrrnefndir frömuðir sneru um sinn frá villu síns vegar og viðurkenndu að stóriðja væri ekki bjargvætturin, smáiðja væri hinn íslenski kostur. F.n ekki var Eva lengi í Paradís. Nú tala þeir aftur um álver við Eyja- fjörð, hið mikla álgoð, það eina sem á að geta bjargað okkur frá hræði- legum endalokum í atvinnuleysi og auön. Til að tryggja okkur Eyfirðingum álgoðið hafa tilbiðjendurnir hátt um að hér séum við ein halelújahjörð, og fyrir okkar hönd er boðið upp á minnst 500 milljóna bryggju ásamt nokkrum „lélegum bújörðum" og friði á vinnumarkaði. Þetta eru allt gæði sem þeir Westanmenn, álgoðar, leggja mikla áherslu á. Halelújahjörðinni er bent á það að atvinnuleysi aukist sífellt, fyrirtæki detti hvert um annað þvert og að kaupmáttur sé óviðunandi hér norðan heiða. Álgoðið mun kippa þessu öllu í liðinn. Ég gæti skrifað langan pistil um þá hugsanavillu sem felst í að líta á stóriðjubyggingu sem lausn á atvinnuvanda, en sleppi því að sinni þar sem á mér hvílir með mun meiri þunga djúp hryggð yfir þeirri vanvirð- ingu sem fyrrnefndir frömuðir sýna móður náttúru og þar með sjálfum sér og börnum sínum. Á álversumræðutímanum hinum fyrri töldu nokkrir álversfurstar hér nyrðra og þar westra ástæðu til að senda mig, — fulltrúa kvenþjóðarinn- ar norðlensku — til Kanada ásamt 10 fulltrúum karlþjóðarinnar (ja, löngum höfum við konur þótt margra manna makar) að líta eigin augum þann afrakstur vísinda 20. aldarinnar, sem álver og þeim tengdar virkj- anir eru. Ég fór og sá þar og upplifði margt frásagnarvert, álver í ýmsum stærð- um og gæðaflokkum, allt frá gömlum 10.000 manna vinnustöðum til nýrra, „mengunarvarðra/kvenvinsamlegra" álvera. Ég fékk að skoða tennurnar í kúnum, flúorburstaðar og fínar; drakk líkjör úr bláberjum af ómengaðri jörðinni o.s.frv. Bændur úr héraöinu komu til viðtals við okkur. Þeir kváðu Alcan, en svo hét fyrirtækið sem þá hafði hug á land- námi við Eyjafjörð, góðan nágranna, enda hafði Alcan boðið þessum bændum í morgunkaffi sérstaklega til að hitta okkur, og þeir kunna sig þarna í Quebec, komnir af frönskum séntilmannaættum. Við fengum hins vegar ekki að hitta Indíánana, frumbyggja landsins, sem okkur var þó sagt að hefðu verið flutt um set í aðra dali þegar Alcan þurfti að framkvæma nokkrar móðurlífsaðgerðir á móður jörð, til að ná úr henni orku, virkja hana til að vinna ál til að sigra heiminn. Fáir íbúar jarðarinnar sýna henni og hinum raunverulegu auðæfum þessa heims meiri virðingu en einmitt Indíánar. Meðal kvenna og karla þar hefur varðveist um þúsundir ára, svo mögnuð þekking á öllu sem augað sér og því sem augað ekki sér, að svokallaðir vísindamenn og menningarfrömuðir hins „siðmenntaða heims" mega skammast sín. Þetta fólk er flutt milli dala eins og ég flyt pappíra úr einni möppu í aðra og litið er á slíka flutninga sem sjálfsagðan hlut. Auðvitaö þarf ekki að líta svo langt til að finna vanvirðingu gagnvart því fólki sem hefur kosið að lifa f takt við náttúruna í stað þess að merg- sjúga hana og vanvirða. Við höfum nóg af slíku hér á landi. En stundum sjáum við betur frá okkur en það sem nálægt er. i Kanada lærði ég lfka að þegar samdráttur er á álmarkaðnum þá draga furstarnir saman eða loka álverum í Brasilíu (og íslandi?) áður en gripið er til samdráttar í heimalöndum þeirra. Eðlilega! Gefum við ekki börnunum okkar að borða áður en við bjóðum öllu hverfinu í mat, ef lítið er til? En einmitt í Kanada eru einhverjir farnir að opna augun. Kannski hafa Indíánarnir einhver áhrif á þá þrátt fyrir allt. Ég heyrði í fréttum að ein- hverjir skynsamir Kanadamenn hafi fjárfest í vatnsframleiðslufyrirtæki hér á landi og hyggist flytja vatnið til Kanada og jafnvel Frakklands, því þar sé markaður fyrir ómengað vatn. Hvar ætli mengunin í þeirra eigin vatni eigi upptök sín? Ég heyrði líka í fréttum að stjórnvöld í Kanada væru að láta rannsaka geislun/mengun frá kjarnorku-/álverum þar vestra vegna þess hve mikið er um að börn og annað ungviði fæðist vanskapað í nágrenni þessara vera... Vituð þér enn eða hvað? Akureyri, í mars 1990, Valgerður H. Bjarnadóttir BETRI NÝTING Á BLEIJUM 4 HVERT STEFNIR 6 TÖKUM AF OKKUR KORSELETTIN 7 Hildur Jónsdóttir ræðir við Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur um stöðu kvenna-hreyfingar- innar. í ALDALOK - HVERT STEFNIR > MÁLEFNUM KVENNA 11 Sex konur setja fram hugmyndir og vonir um framtíðina ÞRÆLGOn 19 Mataruppskrift AÐSTÆÐURNAR VERÐA AD VAXA FRAM 20 Guðrún Gísladóttir, leikkona í Veruspjalli NÁMSKEIÐ OG AFTUR NÁMSKEID 25 Konur óþreytandi þátt- takendur á námskeiðum BOD OG BÖNN LEYSA ENGAN VANDA Laura Valentino fjallar um klám og konur í klámiðnað- inum KVENNASTJÓRN 28 31 KOSNINGABARÁTTAN LEGGST VEL í OKKUR Rætt við Guðrúnu Ögmunds- dóttur, Elínu Vigdísi Ólafsdótt- ur og Margréti Sæmundsdóttur STUTTAR ÞINGFRÉTTIR ÚR LISTALÍFINU

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.