Vera


Vera - 01.04.1990, Qupperneq 12

Vera - 01.04.1990, Qupperneq 12
leika þeirra til nákvæmra vinnu- bragða og þess að konur hafa að eðlisfari betri yfirsýn í þjónustu- verkefnum og eiga jafnvel auð- veldara með mannleg samskipti. Því tel ég að nú sé gullið tækifæri til að ná sér á strik í atvinnulífinu. En hvað þarf að gerast? Konan þarf að koma meira fram sem ein- staklingur, jafnvel þótt gott verði að hafa áfram stuðningshóp kyn- systra, að einhverju marki a.m.k. Konan verður að brýna sjálfa sig betur til metnaðar, hún þarf að setja sér markmið og koma sér á framfæri markvisst og skelegg- lega. Hún verður að þora. Iðulega hefur verið sagt aö kon- an eigi að ná jafnrétti á eigin for- sendum. Að sumu leyti á þessi staðhæfing rétt á sér. Hitt er, að þú byrjar aldrei þátttöku í hópleik á eigin aðferðum, þú verður að hlíta almennum leikreglum en síðan, er fram í sækir, nýta sér- hæfileika þína. Þetta á einnig við um þann leik sem spilaður er í samfélaginu. Að hefja leikinn krefst að sjálfsögðu erfiðleika og fórfta’ en án þeirra hefur árangur í stármálum sjaldan náðst. Ég tel að margar konur í dag eigi mikla möguleika, ekki síst vegna almennt góðrar menntun- ar. Þær virðast einnig gera sér grein fyrir því að efnahagslegt sjálfstæði er ein aðalforsendan fyrir auknu jafnrétti. Hins vegar eru þær raunsærri en minn aldurs- hópur var á sínum tíma þegar fjöl- skyldumál ber á góma. Þær gera sér grein fyrir að breytingin gerist ekki á einni nóttu. Ég tel því að þær muni sjálfar vinna að því ,,innandyra“ að haga hlutunum þannig að hvort tveggja gangi upp, starfsframi og fjölskylduhag- ir. Þær munu byrja á sjálfum sér og sínum með því að þrýsta á um samvinnu hjóna. Umræðan í dag sýnir einnig að ýmis langþráð baráttumál eru nú að komast á hreyfingu. Innan tíðar munum við væntanlega t.d. sjá samfelldan skóladag, vonandi lágmark 6 klst. fyrir nánast allan grunnskólann. Með þá forsendu í huga að kon- an skerpi sjálfa sig sem einstakl- ling í samfélaginu, sýni metnað og taki frumkvæði að starfsframa sínum, sé ég fyrir mér jákvæðari og hraðari þróun til jafnréttis kvenna og karla á 10. áratugnum en við höfum reynt að undan- förnu. ÁSA KETILS- DÖTTIR, HÚS- FREYJA Ljósmynd: Anna Fjóla Gísladóttir BARÁTTAN HELDUR ÁFRAM HÆGT OG SÍGANDI „Ég á ekki von á stórum stökkum þessi 10 ár sem enn lita af öldinni. Er heldur ekki viss um aö þaö vœri gott. Sígandi lukka er best er gamalt máltœki og reyndar er svo aö breytingarnar hafa oröiö ýmsum erfiöar og vakiö öryggisleysi og óvissu hjá mörgum konum.“ Er þetta ekki fráleit spurning? Þarf að taka konur sérstaklega til? Er ekki nóg að segja, hvert stefnir næsta áratug? En blákaldar stað- reyndir eru þær að ef konur þoka ekki sínum málum fram þá eru flestir karlmenn — sérstaklega þeir sem mestu ráða — ákaflega rólegir í kvenréttindamálum og telja eflaust að við getum vel við unað. En er það rétt? Hefur það ekki sannast að þá fyrst hefur eitt- hvað gerst þegar konurnar hafa sjálfar tekið ærlega í taumana? Það þarf mikla hæfileika til að skyggnast inn í framtíðina og er fáum gefið. En ef litið er til baka og tekið mið af þeim byltingum sem orðið hafa á aðstöðu ein- yrkjahúsfreyju í sveit frá árunum 1940-’50 þegar ég man vel eftir mér, þá voru verkefni hennar þessi og er þó ekki tæmandi lýs- ing: Matreiðsla og þjónusta sjö manna fjölskyldu. Allur fatnaður heimaunninn, vent og saumað upp úr gömlum flíkum á fimm börn, að sjálfsögðu prjónað líka. Allt matar- og kaffibrauð bakað heima. Þvegið á bretti á bala inni í eldhúsi og skólpið borið út. Ómáluð trégólf skúruð með sandi (gólfskrúbb sá ég ekki fyrr en eftir fermingu). Svo voru mjaltir og allt sem því fylgir: Mjólkin skilin, strokkað, búið til skyr og ostur. Öll hey- skaparvinna á gamla mátan og að sjálfsögðu var börnunum kennt heima til 10 ára aldurs — lestur, skrift og reikningur — og við komum læs í skólann. Og hver voru þægindin? Eldavél kynt með kolum en mest með taði, sjálf- rennandi vatn en skólpið borið út og svo ljós frá 6 volta vindrafstöð þegar hún var í lagi, annars olíu- lampar. í dag 1990 þá eru á flestum sveitaheimilum þau þægindi sem rafmagn gefur tækifæri til. Marg- vísleg eldunartæki, þvotturinn tekinn hreinn og þurr út úr vélun- um þar sem best er, fatnaður, brauð og alls konar matur fæst til- búinn og ísskápar og frystikistur gera það að verkum að maður veit ekki hvernig hægt var að komast af áður. Allur heyskapur unninn með vélum og mjólkin send í mjólkurbú eða fengin þaðan. En fólk þarf að stjórna vélunum og það verður að sinna skepnum sama hvað dagur er, en það er eðlilegt að með allri þeirri tækni sem alls staðar er þá vilji konur víkka starfssvið sitt. Láta taka mark á sér og eiga sinn þátt í stjórnun þess þjóðfélags sem við eigum vissulega öll. 12

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.