Vera


Vera - 01.04.1990, Side 14

Vera - 01.04.1990, Side 14
KRISTÍN JÖNS- DÖTTIR, SKRIF- STOFU- STJÖRI Ljósmynd: Anna Fjóla Gísladóttir NÝJAR ÁHERSLUR „Áframhaldiö rœöst af því hvort konum tekst aö finna nýjar áherslur í takt viö þœr miklu þjóöfé- lagslegu breytingar sem oröiö hafa á þessum áratug." Ef litið er um öxl og kvennasaga tuttugustu aldar sett í sögulegt samhengi eru þrjú tímabil í sögu kvennabaráttunnar mikilvægust hér á landi. í fyrsta lagi eru það kvennaframboðin í upphafi aldar. Árið 1907 fengu giftar konur kosningarétt og kjörgengi til Bæj- arstjórnar Reykjavíkur og í kosn- ingunum árið eftir fannst þeim mikilvægt að vera með sérstakan lista til að ná fram sameiginlegum hagsmunamálum kvenna. Þær töldu að sérmál þeirra ættu ekki hljómgrunn á hinum karlstýrðu framboðslistum. Árið 1970 blésu baráttuglaðar konur ísamstöðulúðra. Þær fengu góðan hljómgrunn og mótuðu hugmyndafræði um jafnrétti karla og kvenna í anda 68 kyn- slóðarinnar. Meginkrafan var sú að konur ættu að hafa sömu at- vinnutækifæri og karlar og fá sömu laun fyrir sömu vinnu. Reynt var að breiða yfir menning- arlega sérstöðu kvenna, hún var talin fremur kúgunarvaldur en hitt. Markmiðið var að auðvelda konum að lifa og stunda sömu at- vinnu og karlar en á forsendum karla. Níundi áratugurinn er óneitan- lega áratugur kvenna. Kvenna- framboðið bauð fram í sveita- stjórnarkosningunum árið 1982 og Kvennalistinn í Alþingiskosn- ingum árið eftir. Hugmyndafræði Kvennalistans leggur áherslu á að konur eigi sína sérstöku menn- ingu byggða á reynslu og sérstöðu kvenna. Margir halda enn að kvennaframboðin séu eingöngu tímabundin aðgerð til að fjölga konum á þingi og í stjórnunar- stöðum. Því fer fjarri. Þetta er kvennahreyfing sem hefur orðið til í kringum nýtt pólitískt hug- myndakerfi þar sem meginkrafan er samfélag sem tekur mið af sjón- armiðum kvenna. Að baki fram- boðanna liggur vel útfærð hug- myndafræði sem hefur reynst eitt framsæknasta aflið í íslenskri pólitík á seinni tímum. Kvennaframboðin hleyptu nýju lífi í alla þjóðmálaumræðu sem fór að taka meira mið af sýn kvenna á samfélagið en hún hafði áður gert. Málefni sem áður voru talin sérmál kvenna eins og krafan um fleiri dagvistarrými, samfelld- an skóladag, einsetinn skóla og sveigjanlegri vinnutíma hefur náð vel eyrum fólks og þykja sjálf- sögð umræðuefni í dægurmála- þáttum fjölmiðla. (Þrátt fyrir það hefur lítil aukning orðið á fjár- framlagi til þessara málaflokka.) Kvenfrelsisumræða áratugarins hefur einnig víkkað sjóndeildar- hring kvenna og hún ásamt kjöri Vigdísar til forseta hefur haft mik- il áhrif á sjálfsmynd okkar. Við er- um til muna meðvitaðri um stöðu okkar og rétt. Konur í öðrum stjórnmálahreyfingum sem lengi höfðu barist fyrir því að vera ann- að og meira en skrautfjaðrir á list- um hefðbundnu flokkanna fengu þar öruggari sæti. Konum fjölgaði um 300% í sveitarstjórnum og 350% á Alþingi. Aldrei hafa kröfur til kvenna verið meiri. Til þess að bæta stöðu sína hafa þær beitt sér meira í fé- lagsmálum, stjórnmálum, stéttar- félögum, menntað sig meira, sótt fram á öllum sviðum. Kannanir sýna að þrátt fyrir aukna útivinnu kvenna er verkaskipting á heimil- um hefðbundin. Karlar axla enn- þá litla sem enga ábyrgð á heimil- isstörfum. Aftur á móti eru þeir farnir að taka mun meiri þátt í uppeldi barna sinna en áður sem auðvitað er stórt skref í frelsisbar- áttu kvenna og barna. Þær verða því ekki jafn bundnar af uppeldis- og umönnunarhlutverkinu og þær voru. Þrátt fyrir þá jákvæðu þróun er ég samt ekki í nokkrum vafa hvort hjóna hefði raunveru- legt val ef sú staða kæmi upp að þau þyrftu að velja milli ábyrgðar á börnum og starfsframa. Konur eru enn hálfdrættingar í launum á við karla. Þótt þær séu komnar inn á þing er þeim kerfis- bundið haldið frá hinum raun- verulegu völdum, fjármálamark- aðinum sem enn er lokaður karla- heimur og þess vel gætt að konur stígi ekki inn fyrir hin helgu vé (sbr. eftirmálin þegar Kvennalist- inn tilnefndi fyrstu konuna í bankaráð). Flest önnur sæti þar sem ráðum er ráðið eru nær ein- göngu setin af körlum. Mér er þannig farið nú þegar ég er beðin að spá um komandi ára- tug að fortíðin er ljós og afmörk- uð en framtíðin óljós og full af óvissu. Því skiptir máli hvert skref sem stigið er. Karlveldið hefur veitt konum aukið svigrúm en ekki látið af neinum forréttindum. Ég óttast að sjónarmið karla og kvenna nálgist ekki meir en orðið hefur í þessari lotu. Ég óttast einnig að vinnumarkaðurinn reyni ekki sem skyldi að taka meira mið af þörfum heimilanna, né að karlar axli aukna ábyrgð á heimilishaldi. 14

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.