Vera


Vera - 01.04.1990, Side 19

Vera - 01.04.1990, Side 19
ÞRÆLGOTT! Chili con carne er frægur bragðmikill mexikanskur rétt- ur úr hökkuðu kjöti, chilipipar og baunum. Stundum eru hrís- grjón höfð með, eða brauð. Hér er önnur (og betri) útgáfa því að við sleppum kjötinu. Farið varlega í sakirnar með kryddið.... 1 msk ólífuolía 2 meðalstórir laukar, fínt skornir 3 hvítlauksgeirar, fínt skornir 1 græn paprika, skorin í bita 1 nýr jalapeno pipar, fínt skor- inn (notið gúmmíhanska!) eða 2 msk af hökkuðum niður- soðnum pipar TÓNLISTARHÁTÍÐ KVENNA 1 stór dós af niðursoðnum tómötum (í purée) 1/2 tsk coriander 1/4 tsk heill negull, eða duft 1/4 tsk allspice ber 2 tsk oregano 2 msk púðursykur 2 msk chili, milt 2 msk mulið kúmen 2 b soðnar nýrnabaunir, eða pinto baunir 1 b brún/hvít hrísgrjón 2 b soðið vatn Hægt er að kaupa niður- soðnar nýrnabaunir, en það er bæði ódýrara og betra að kaupa þær þurrar, leggja í bleyti yfir nótt og sjóða í klukkustund. Athugið að 1 bolli af þurrum baunum verð- ur að 2 og 1/2 b þegar búið er að sjóða þær. 1. Hitið olíuna í stórum þykk- botna potti og snöggsteikið lauk, hvítlauk, papriku og jala- peno pipar uns laukurinn mýkist. 2. Bætið tómötum (og purée), kryddi, sykri og baunum í. Lækkið hitann þegar suðan kemur upp, látið lokið á og lát- ið krauma í a.m.k. hálftíma. 3. Sjóðið hrísgrjónin eftir fyr- irmælum á pakka og berið rétt- inn fram með hrísgrjónum, sýrðum rjóma, niðurskornum hráum lauk og e.t.v. brauði. Lagið tvöfalda uppskrift og frystið afganginn. Ég bauð upp á þennan rétt í síðasta afmæli sem „kaloríusnautt kreppu- fæði“ og hann gerði mikla lukku. VERIJ hefur borist fréttatil- kynning frá bandarískum sam- tökum sem kalla sig We Want The Music Co (WWTMC) þar sem þau vekja athygli á tónlist- arhátíð kvenna sem haldin verður f Michigan 15.-19. ágúst í sumar. Hátíðin (The Michigan Women’s Music Festival) sem nú verður haldin í fimmtánda sinn er elsta og stærsta tónlist- arhátíð kvenna í Bandaríkjun- um. Árlega sækja hana um 7000 konur víðs vegar að í Bandaríkjunum og Kanada sem og frá fjölda landa í Evrópu, Miðameríku, Mið- austurlöndum og úr Kyrra- hafinu. Hátíð þessi fer fram á 650 hektara landsvæði þar sem konur njóta lífsins í fallegu um- hverfi um leið og þær rækta menningu kvenna. Boðið er upp á 250 vinnuhópa, list- munamarkað þar sem 140 listakonur sýna og selja afurðir sínar og 36 performansa á þremur sviðum þar sem bland- að er saman tónlist kvenna, leiklist og dansi. Ef konur vilja fá nánari upp- lýsingar um hátíðina er þeim bent á að skrifa til WWTMC, P.O.Box 22, Walhalla, MI 49458, U.S.A. DAGUR JARDAB 22. APRÍL Móðirjörðáundir högg að sælqa Attþú góða hugmynd sem getur nýst henni? Umhverfisvernd skiptir meira máli nú en nokkru sinni fyrr. Ef maðurinn heldur áfram að misnota jörðina mun hann á endanum gera hana óbyggilega. Við þurfum að snúa vörn í sókn - með sameiginlegu átaki. Til þess þarf góðar hugmyndir. Því hefur umhverfismálaráð Reykjavíkurborgar ákveðið að setja á stofn hugmyndabanka vegna „DAGS JARÐAR“, alþjóðlegs umhverfisverndardags 22. apríl næstkomandi. Þar gefst borgarbúum tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum sínum, tillögum og ábendingum um úrbætur sem geta orðið til að bæta umhverfi okkar. Með hugmyndabankanum vill umhverfismálctráð Reykjavíkur kalla á jákvæðar og framsýnar hugmyndir um úrbætur í nánasta umhverfi borgarbúa. Umhverfismálaráð mun fara ítarlegayfir allar tillögur sem skilað verður í hugmyndabankann og hrinda í framkvæmd eftir því sem kostur er og nánar verður ákveðið. Hugmyndum og tillögum skal skila fyrir 22. apríl merktum: Dagur jarðar Hugmyndabanki Skúlatúni 2, 105 Reykjavík. UMHVERFISMÁLARÁÐ REYKJAVÍKUR 19

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.