Vera - 01.04.1990, Síða 22
að vera. Það sem mér finnst skipta
meginmáli er að það fólk sem er
að vinna saman sé á svipaðri
bylgjulengd þannig að maður sé
ekki alltaf í byrjunarörðugleikun-
um.“
En getur fastráðinn leikari
nokkuð valið með hverjum hann
vinnur? ,,Nei nei, en þú getur
náttúrulega látið í ljós skoðun
þína og vonað að tekið sé tillit til
hennar. Annað hvort líkar fólki
vel eða illa að vinna saman. Oftar
en ekki er þetta spurning um
smekk. Við höfum mjög ólíkan
smekk á hlutunum innan leik-
hússins — finnst mér — og við
verðum bara að horfast í augu við
það. Sumum finnst það gott sem
mér finnst hræðilega vont o.s.frv.
Það verður samt að segjast eins og
er að það er mjög óvinsælt innan
leikhússins að láta í ljós skoðanir
sínar af því að þetta er þannig út-
búið að við þurfum alltaf að vera
að vinna saman — við erum ekki
það mörg. Því þykir það óheppi-
legt af einum leikara að láta það
uppi að honum líki illa að vinna
með einhverjum tilteknum leik-
stjóra eða leikara. Helst á maður
að vera fagmanneskja og ekkert
annað. Það hefur hins vegar allt
að segja fyrir sýninguna hvort
hópurinn nær saman eða ekki.
Það er hægt að drepa allt í fæð-
ingu ef andrúmsloftið er slæmt.
Þá verða hlutirnir bara ekki til.“
Síðasta sýning sem Guðrún lék í
var Heimili Vernhörðu Alba eftir
García Lorca. Það var mikil
kvennasýning því öll hlutverk
verksins eru kvenhlutverk en auk
þess voru leikstjórinn og leik-
myndateiknarinn konur. Hvernig
fannst Guðrúnu að vinna í slíkri
kvennasýningu?
,, Það var oft mjög gaman en við
vorum ekkert meira sammála
heldur en þegar karlar eru með í
sýningum. Ég held meira að segja
að það hefði stundum verið gott
að hafa karlmann við hendina.
Það hefði stundum getað slökkt
mesta eldinn í ágreiningsmálun-
um. Það voru ekki allar sammála
um leiðirnar sem leikstjórinn og
leikmyndateiknarinn vildu fara
— skilurðu? En það er óneitan-
lega öðru vísi að vinna bara með
konum. Það er meiri hystería,
meiri samkeppni en líka miklu
skemmtilegra þegar það er
skemmtilegt — þegar það er frið-
22
„Það er óneitanlega
ööru vísi að vinna
bara með konum.
Það er meiri
hystería, meiri
samkeppni en líka
miklu skemmtilegra
þegar það er
skemmtilegt."
„Það er eins og
konur séu settar
svoiítið til hliðar á
ákveðnum aldri og
lítið sem ekkert
notaðar þó þœr séu
tastráðnar. Þetta er
mjög erfitt fyrir
sálarlífiðk11
ur og engin er að reyna að bremsa
neitt af.
Ég var mjög sátt við þá leið sem
farin var við uppsetningu verks-
ins þó mér fyndist hægt að ganga
lengra í henni þannig að hún yrði
skýrari. En það er þessi eilífðar
málamiðlun sem allt endar á og
maður sér alltaf þegar upp er stað-
ið að borgar sig ekki.“
En verður hjá því komist að
gera málamiðlun nema þá að
gangast undir alræðisvald leik-
stjórans? ,,Nei, nei það verður þá
því miður að vera þannig ef leik-
hópurinn er ekki þeim mun sam-
stæðari. Leikarar eru eins og tann-
hjól í vél og það þýðir ekkert fyrir
einhvern einn að vinna á móti því
sem ætlunin er að ná fram í sýn-
ingunni. Hann fær ekkert út úr
því — ekki einu sinni fyrir sjálfan
s»g:“
Á íslandi er mikið af ungum og
efnilegum leikkonum en í leik-
bókmenntunum eru mun færri
kvenhlutverk en karlhlutverk.
Það orð hefur líka löngum farið af
stétt leikkvenna að þar ríki mikil
samkeppni. Ég spurði Guðrúnu
hvort það væri rétt?
,,Já en hún er mjög dulin.
Stundum eru illindi sem upp
koma mjög gruggug þ.e. forsend-
urnar fyrir afstöðu fólks eru allt
aðrar en þær sem upp eru gefnar,‘ ‘
segir Guðrún og ég bæti því við að
þetta sé þá svona svipað og í póli-
tfkinni. Ég spyr hana hvort henni
finnist samkeppnin koma í veg
fyrir samkennd meðal leik-
kvenna? Guðrún svara því ákveð-
ið neitandi og segir að það sé frek-
ar ólíkur smekkur en samkeppni
sem komi í veg fyrir samkennd.
,,Við verðum alltaf að gera okkur
grein fyrir því að við erum ekki
sama manneskjan þó við séum
leikkonur á sama aldri. Sama
manneskjan getur ekki gert hvað
sem er. Mér finnst ekki að ég eigi
að leika hvert einasta hlutverk
sem upp kemur. Það passar mér
ekki og mig myndi ekki langa til
þess. Svo verðum við alltaf að
hafa inni í myndinni að okkur læt-
ur misvel að vinna saman.“
Annars var auðheyrt á Guðrúnu
að hún vildi helst ekki fara mjög
langt út í þessa sálma en hún vakti
hins vegar athygli mína á því að
miðaldra konur eru ansi fáséðar í
leikbókmenntunum. ,,Þegar leik-
konur komast yfir fertugt þá
brey tist staða þeirra því þá fækkar
hlutverkunum enn meir. Það er
kannski nóg að gera fyrir ungu
stúlkurnar en hinar fara úr því að
leika ungar stúlkur og beint í það
að leika gamlar konur. Það eru
líka mjög fáar gamlar konur í leik-
arastétt. Ég veit ekki hvað verður
um þær. Kannski deyja þær bara
úr stressi,“ segir Guðrún og hlær
sínum hása hlátri. „Reyndar er
það þannig hjá L.R. að fólk er
stöðugt að leika — enda erum við
svo fá — en mér finnst ég hafa tek-
ið eftir því hjá Þjóðleikhúsinu að
það er eins og konur séu settar
svolítið til hliðar á ákveðnum
aldri og lítið sem ekkert notaðar
þó þær séu fastráðnar. Þær hafa
kannski ekkert að gera í eitt til tvö
ár. Þetta er mjög erfitt fyrir sálar-
lífið og engan veginn afsakanlegt
að halda fólki verkefnalausu x
lengri tíma. En hitt er líka alveg út
í hött að segja fólki upp eftir ára-
tuga starf þó það nýtist ekki í ein-
hvern ákveðinn tíma.“
Guðrún er þeirrar skoðunar að
það sé ekki mikið atvinnuleysi
meðal leikara. Ungir leikarar, sem
ekki eru ráðnir til Þjóðleikhússins
eða L.R., hafi líka í auknum mæli
farið út í það að skapa sér atvinnu
með því að standa sjálfir að upp-
setningu sýninga. „Þaðeraf hinu
góða,“ segir Guðrún „því þegar
maður er nýútskrifaður þá þolir
maður ekki að vera án þess að
leika. Ég held líka að það sé ekk-
ert mjög hollt fyrir nýútskrifaðan
leikara að fara beint inn í leikhús-
in til að stoppa þar kjur í nokkur
ár. Svo er miklu hollara fyrir leik-
húsin að fá inn leikara sem hefur
skapað sér reynslu fyrir utan,
myndað sér skoðanir og rekið sig
á. Það vill hins vegar dálítið loða
við leikhúsin að það sé ekkert
mjög vel séð að koma þangað inn
með eitthvað í farteskinu heldur á
maður að taka þar við. Myndlist-
armenn sem eru að koma inn í
leikhúsið fá t.d. gjarnan að heyra
það að þeir skuli ekkert vera með
miklar hugmyndir um hvernig
þeir vilji hafa hlutina vitandi ekk-
ert um leikhús. Þá er verið að af-
neita því að leikhúsið hafi eitt-
hvað að sækja út fyrir sjálft sig.“
Leikarar hafa ekki bara atvinnu
af leikhúsinu, þeir eru lt'ka á aug-
lýsingamarkaðnum — a.m.k.
sumir hverjir. Ég spyr Guðrúnu
hvort hún hafi aldrei farið út í
auglýsingaleik og hún svarar stutt