Vera - 01.04.1990, Page 23
og laggott: „Nei.“ En af hverju
ekki, hvað finnst henni aö því að
leika í auglýsingu? „Mér finnst
það alveg hræðilegt — eiginlega
niðurlægjandi. Þó verð ég nú að
segja að ég er miklu tilbúnari til
að fyrirgefa það núna heldur en
ég var einu sinni vegna þess að
laun leikara eru alveg svakalega
léleg — það verður bara að segjast
eins og er. Ég er ein af þessum
gamaldags sem er að reyna að
halda í það prinsipp að gera þetta
ekki en það liggur við aö þetta sé
orðið afsakanlegt. Það lifir eng-
inn af þessum helvítis laununt
sem verið er að skammta fólki.
Fólk stekkur frá í matartímanum,
leikur í einni auglýsingu og vinn-
ur sér inn mánaðarlaun. Þetta
skekkir svo hugsun fólks. Hvað
metur samfélagið — Hamlet eða
auglýsingar? Mér finnst að það
ætti aö vera sérstakur hópur í aug-
lýsingaleik og ef leikhúsin borg-
uðu betur þá mættu þau banna
fólki þetta. Mér finnst ekki for-
svaranlegt að bjóða fólki upp á
Shakespearkóng sem er alla daga
að auglýsa ciquitabanana í sjón-
varpinu. Heilar kynslóðir þekkja
fólk bara af auglýsingaleik. Bórn
kunna auglýsingarnar frá orði til
orðs og skynja leikarann út frá
auglýsingunni.“
Finnst henni viðhorfa leikara
til auglýsingamarkaðarins hafa
breyst á undanförnu árum? „Já,
nú er það alveg í sómanum að
leika í auglýsingu. Þegar við þess-
ir gömlu hippar vorum að útskrif-
ast þá þótti þetta síðasta sort. Þaö
átti ekki að nota þessa kúnst til
þess að selja vörur. Núna ræður
einhver einkennileg faghugsun
ríkjum. Það er alvegsama hvað þú
ert að gera, bara að þú sért í faginu
— skilurðu? Spurningin stendur
ekki lengur um það hvað þú ert aö
gera með þessu fagi.“
En hvað með leikstarfsemina í
landinu? Er íslenskt leikhús gott
leikhús? Það varð löng þögn og
eftir langa umhugsun sagði Guð-
rún: „Ég er í bili afskaplega nei-
kvæð. Mér finnst mjög tilviljana-
kennt hvað verður úr hverjum
hlut og lítið hugsaö fram í tím-
ann. Það er ekki séð til þess að
þeir vinni saman sem hentar að
vinna sanian og vinni þá að því
sem þá langar til eða væri þeirn
hollt. Slíkur þankagangur er eig-
inlega ekki til. Það veröur ekki til
neitt listaverk nema teknar séu
áhættur og þær eru ekki teknar í
dag. Það er helst þegar verið er að
vinna ný íslensk verk sem róið er
á einhver mið sem fólk veit ekki
alveg hvað kemur út úr. Ég held
því miður að það sé alltaf verið að
Guörún meö
Veru sinni.
„Mér finnst ekki
forsvaranlegt aö
bjóöa fólki upp ó
Shakespear kóng
sem er alla daga að
auglýsa
ciquitabanana í
sjónvarpinu."
stfla upp á aðsókn á sama tíma og
mér skilst að hún fari minnkandi.
Ég verð líka vör við að fólk er ekki
eins spennt fyrir leikhúsi og það
var fyrir nokkrum árum. Það er
einhver lægð í leikhúsheiminum
og ekki bara hér á landi. Mér skilst
að það sé tiltölulega lítið skrifað
af nýjum leikhúsverkum erlendis
og þar eins og hér eru menn mik-
ið í því að setja upp gömul klass-
ísk verk á nýjan máta. En það er
líka að ganga sér til húðar. Venju-
lega eru svona lægðir nauðsyn-
legar og oft á tíðum undanfari
stærri atburða. En — æ ég veit það
ekki — kannski finnst mér þetta
líka af því að ég er komin með
13-14 ára reynslu í leikhúsinu og
er ekki lengur með sömu glýju í
augunum og áður. Finnst þetta
ekki allt eins stórkostlegt. En ef
leikhúsið hefur raunverulega ver-
ið að versna á undanförnum ár-
um, og áhugi fólks að dofna, þá
getur maður ekki bara kennt öðr-
um um. Þá er ástæðunnar að leita
í mistökum sem við höfum gert á
undanförnum 10-15 árum —
þcim árum sem ég hef verið að
leika. Við höfum t .d. gert þá vit-
leysu að venja börn og unglinga
ekki við leikhús. Við erum núna
komin með eina til tvær kynslóð-
ir sem aldrei hafa stigið fæti sín-
um inn í leikhús. Ef þessum hóp-
23